Enski boltinn

Gronk fær 250 milljónir fyrir að vera bestur

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Gronkowski brosir út að eyrum þessa dagana.
Gronkowski brosir út að eyrum þessa dagana. Vísir // Getty Images
Rob Gronkowski, leikmaður New England Patriots, var í gær valinn besti innherji NFL- deildarinnar í fjórða skipti.

Við þann heiður stækkar bankareikningur Gronkowski, eða Gronk eins og hann er oftast kallaður, allverulega.

Samningur Gronk er hlaðinn ýmsum frammistöðutengdum ákvæðum. Þar á meðal var í samningi Gronk ákvæði um að hann fengi 2,5 milljónir dollara yrði hann valinn besti innherji deildarinnar.

Miðað við núverandi gengi eru það rétt rúmlega 250 milljónir króna. Ekki amalegt það og er Gronk skiljanlega þakklátur þeim sem kusu hann.





Kyle Van Noy, liðsfélagi Gronk, óskaði honum til hamingju og býst hann greinilega við því að Gronk borgi reikninginn næst þegar þeir fá sér að borða.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×