Háttsettir ráðherrar í Póllandi reknir Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2018 12:56 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, eiga fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Frank Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, í Brussel í dag. Vísir/AFP Þrír háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Póllands hafa verið reknir. Andrzej Duda forseti rak í dag, eftir ráðleggingar frá Mateusz Morawiecki forsætisráðherra, utanríkisráðherrann Witold Waszczykowski, varnarmálaráðherrann Antoni Macierewicz og umhverfisráðherrann Jan Szyszko. Fréttaskýrendur segja að með þessu vilji Póllandsstjórn lægja öldur í samskiptum pólskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt Póllandsstjórn áminningu vegna fyrirhugaðra lagabreytinga sem myndu auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara í landinu. ESB telur að breytingarnar stríði gegn grundvallargildum sambandsins. Breytingarnar eru einnig gerðar á sama tíma og ESB hefur vinnu við nýja sjö ára fjármálaáætlun þar sem línur verða lagðar hvað aðildarríkin munu fá úr sameiginlegum sjóðum sambandsins. Pólland er sem stendur það aðildarríki sem þiggur mestu styrkina umfram það sem þeir leggja til sambandsins, að því er fram kemur í frétt Reuters.Deilt um frumskóg Umhverfisráðherrann Szyszko hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu eftir að hann heimilaði umfangsmikið skógarhögg í Białowieża-frumskóginum, einum síðasta frumskógi Evrópu. Białowieża-skógurinn er á heimsminjaskrá UNESCO, er syðst í Póllandi og teygir sig inn fyrir landamæri Hvíta-Rússlands. Varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Macierewicz, hefur verið gagnrýndur vegna tafa við uppbyggingu pólska hersins, auk þess að hann hefur átt í útistöðum við hershöfðingja.Tók við embætti í desember Morawiecki tók við sem forsætisráðherra Póllands í síðasta mánuði af Beata Szydlo. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra. Morawiecki mun eiga fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Frank Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, í Brussel í dag. Aðstoðarutanríkisráðherrann Jacek Czaputowicz er nýr utanríkisráðherra landsins. Evrópusambandið Tengdar fréttir Forsætisráðherra Póllands segir af sér Fjármálaráðherrann Mateusz Morawiecki mun taka við embætti forsætisráðherra landsins. 8. desember 2017 09:47 Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Framkvæmdastjórn ESB áminnti í dag Pólverja fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. 20. desember 2017 14:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Þrír háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Póllands hafa verið reknir. Andrzej Duda forseti rak í dag, eftir ráðleggingar frá Mateusz Morawiecki forsætisráðherra, utanríkisráðherrann Witold Waszczykowski, varnarmálaráðherrann Antoni Macierewicz og umhverfisráðherrann Jan Szyszko. Fréttaskýrendur segja að með þessu vilji Póllandsstjórn lægja öldur í samskiptum pólskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt Póllandsstjórn áminningu vegna fyrirhugaðra lagabreytinga sem myndu auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara í landinu. ESB telur að breytingarnar stríði gegn grundvallargildum sambandsins. Breytingarnar eru einnig gerðar á sama tíma og ESB hefur vinnu við nýja sjö ára fjármálaáætlun þar sem línur verða lagðar hvað aðildarríkin munu fá úr sameiginlegum sjóðum sambandsins. Pólland er sem stendur það aðildarríki sem þiggur mestu styrkina umfram það sem þeir leggja til sambandsins, að því er fram kemur í frétt Reuters.Deilt um frumskóg Umhverfisráðherrann Szyszko hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu eftir að hann heimilaði umfangsmikið skógarhögg í Białowieża-frumskóginum, einum síðasta frumskógi Evrópu. Białowieża-skógurinn er á heimsminjaskrá UNESCO, er syðst í Póllandi og teygir sig inn fyrir landamæri Hvíta-Rússlands. Varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Macierewicz, hefur verið gagnrýndur vegna tafa við uppbyggingu pólska hersins, auk þess að hann hefur átt í útistöðum við hershöfðingja.Tók við embætti í desember Morawiecki tók við sem forsætisráðherra Póllands í síðasta mánuði af Beata Szydlo. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra. Morawiecki mun eiga fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Frank Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, í Brussel í dag. Aðstoðarutanríkisráðherrann Jacek Czaputowicz er nýr utanríkisráðherra landsins.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Forsætisráðherra Póllands segir af sér Fjármálaráðherrann Mateusz Morawiecki mun taka við embætti forsætisráðherra landsins. 8. desember 2017 09:47 Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Framkvæmdastjórn ESB áminnti í dag Pólverja fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. 20. desember 2017 14:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Forsætisráðherra Póllands segir af sér Fjármálaráðherrann Mateusz Morawiecki mun taka við embætti forsætisráðherra landsins. 8. desember 2017 09:47
Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Framkvæmdastjórn ESB áminnti í dag Pólverja fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. 20. desember 2017 14:06