Viðskipti innlent

Viðgerð á Hoffelli Samskipa tefst

Atli Ísleifsson skrifar
Hoffell, skip Samskipa.
Hoffell, skip Samskipa. Vísir/stefán
Viðgerð á Hoffellinu, skipi Samskipa sem liggur í höfn á Eskifirði, mun taka lengri tíma en í fyrstu var talið.

Í tilkynningu segir að við nánari skoðun á skipinu hafi komið í ljós að kalla þurfi eftir varahlutum frá útlöndum. Bilunin varð í ventli. Skipið muni því ekki leggja úr höfn í þessari viku.

„Töfin kemur til með að raska tímabundið siglingaáætlun Samskipa. Unnið er að því að koma sendingum sem um borð í skipinu eru til viðtakenda eftir öðrum leiðum. Megnið fer með Skaftafelli, öðru skipi Samskipa, sem væntanlegt er til Reyðarfjarðar á laugardag.

Þá gera Samskip ráðstafanir til þess að bilunin í vél Hoffellsins hafi sem minnst áhrif á vörusendingar á leið til landsins.

Bilunarinnar í aðalvél skipsins varð vart þegar Hoffellið var á leið frá landinu á sunnudagskvöld og var skipið vélarvana um stund rétt úti fyrir Reyðarfirði. Eftir að tókst að koma aðalvél skipsins aftur í gang komst það fyrir eigin vélarafli til hafnar á Eskifirði nokkru fyrir miðnætti á sunnudagskvöld,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×