Innlent

Þórhildur ætlar í partý en Logi verður fyrir sunnan: Stjórnmálamenn deila áramótahefðum sínum

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar

„Það er nú hluti af hefðinni að koma hingað og hitta ykkur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Kryddsíld Stöðvar 2 sem sjónvarpað var frá Perlunni í dag.

Rætt var við formenn stjórnmálaflokkanna en þeir deildu áramótahefðum sínum með áhorfendum og gerðu upp árið sem var að líða.

Píratinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir borðar venjulega með fjölskyldu sinni á gamlárskvöld og hyggst fara upp á Akranes í kvöld þar sem amma hennar og afi eru búsett. Svo fer hún í bæinn.

„Ég er nú frekar mikil partýpía þannig að það verður örugglega eitthvað partýstand á mér í kvöld,“ sagði Þórhildur sem mun eflaust mála bæinn rauðan í kvöld.

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar bregður út af vananum í kvöld en hann fagnar áramótunum yfirleitt í heimahögunum á Akureyri. „Konan mín og stelpan mín koma suður í kvöld til að hitta mig til þess að ég geti verið hér í dag og skálað við ykkur,“ segir Logi og kímir.

Hægt er að fræðast um áramótahefðir fleiri formanna flokkanna með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×