Dæmi um sex þúsund króna verðmun á borðspilum Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. desember 2017 17:00 Heimkaup lækkaði verð sitt töluvert til þess að mæta samkeppni. vísir Vefverslunin Heimkaup hefur lækkað verð sitt á spilinu Teninga Alias eftir að bent var á verðmun þeirra í samanburði við Elko. Munurinn var um það bil sjöfaldur, en hjá Heimkaup kostaði spilið 6.990 kr. samanborið við 995 kr. hjá Elko. Markaðsstjóri Heimkaupa segir lækkunina til þess fallna að viðskiptavinir geti notið góðs af samkeppni. Upphaflega vakti árvökull neytandi athygli á verðmuninum á Facebook. Spilið kostar nú 990 kr. hjá Heimkaup en Jóhann Þórsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að í raun sé verið að greiða spilið niður fyrir fólk. „Spilið kostar í innkaupum nálægt 3.500 kr. Í þessu tilviki er ELKO held ég að fá spilið á rosalegum afslætti frá birgja,“ segir Jóhann og bætir við að nú tapi fyrirtækið á því að selja spilið. „Við töpum á því að selja þessa vöru.“ Hann segir það vissulega koma fyrir að önnur fyrirtæki selji vörur á ódýrara verði en Heimkaup. Sé munurinn mikill er lítið annað í stöðunni en að lækka verðið og mæta samkeppninni. Teninga Alias er allavega tveggja ára gamalt. Losa sig við þriggja ára gamlan lagerÍ samtali við Vísi segir Örn Ægir Barkarson, vörustjóri afþreyfingardeildar Elko, að ástæðan fyrir lágu verði sé sú að verið sé að reyna að losa sig við gamlan lager af spilinu. „Þetta er þriggja ára gamalt spil og það kostar okkur að geyma vörur,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið sé yfirleitt með eldri borðspil til sölu á lágu verði. Segir hann að fá eintök séu eftir af umræddu teningaspili. Það verði að öllum líkindum uppselt fyrir helgi. Ekki bara Heimkaup með hærra verðHalldór S. Guðjónsson, sölustjóri hjá Myndform, umboðsaðila Alias hér á landi, staðfestir í samtali við Vísi að spilið sé annaðhvort tveggja eða þriggja ára gamalt. Það virðist þó vera algengara en ekki að verslanir selji spilið töluvert hærra en í tilviki Elko. Til að mynda kostar það 6.999 kr. hjá Pennanum Eymundsson og 6.480 kr. hjá Spilavinum samkvæmt upplýsingum sem fram koma á heimasíðum verslananna. Jól Neytendur Borðspil Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Vefverslunin Heimkaup hefur lækkað verð sitt á spilinu Teninga Alias eftir að bent var á verðmun þeirra í samanburði við Elko. Munurinn var um það bil sjöfaldur, en hjá Heimkaup kostaði spilið 6.990 kr. samanborið við 995 kr. hjá Elko. Markaðsstjóri Heimkaupa segir lækkunina til þess fallna að viðskiptavinir geti notið góðs af samkeppni. Upphaflega vakti árvökull neytandi athygli á verðmuninum á Facebook. Spilið kostar nú 990 kr. hjá Heimkaup en Jóhann Þórsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að í raun sé verið að greiða spilið niður fyrir fólk. „Spilið kostar í innkaupum nálægt 3.500 kr. Í þessu tilviki er ELKO held ég að fá spilið á rosalegum afslætti frá birgja,“ segir Jóhann og bætir við að nú tapi fyrirtækið á því að selja spilið. „Við töpum á því að selja þessa vöru.“ Hann segir það vissulega koma fyrir að önnur fyrirtæki selji vörur á ódýrara verði en Heimkaup. Sé munurinn mikill er lítið annað í stöðunni en að lækka verðið og mæta samkeppninni. Teninga Alias er allavega tveggja ára gamalt. Losa sig við þriggja ára gamlan lagerÍ samtali við Vísi segir Örn Ægir Barkarson, vörustjóri afþreyfingardeildar Elko, að ástæðan fyrir lágu verði sé sú að verið sé að reyna að losa sig við gamlan lager af spilinu. „Þetta er þriggja ára gamalt spil og það kostar okkur að geyma vörur,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið sé yfirleitt með eldri borðspil til sölu á lágu verði. Segir hann að fá eintök séu eftir af umræddu teningaspili. Það verði að öllum líkindum uppselt fyrir helgi. Ekki bara Heimkaup með hærra verðHalldór S. Guðjónsson, sölustjóri hjá Myndform, umboðsaðila Alias hér á landi, staðfestir í samtali við Vísi að spilið sé annaðhvort tveggja eða þriggja ára gamalt. Það virðist þó vera algengara en ekki að verslanir selji spilið töluvert hærra en í tilviki Elko. Til að mynda kostar það 6.999 kr. hjá Pennanum Eymundsson og 6.480 kr. hjá Spilavinum samkvæmt upplýsingum sem fram koma á heimasíðum verslananna.
Jól Neytendur Borðspil Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira