Formúla 1

Sergio Marchionne býst við rólegri Sebastian Vettel 2018

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sergio Marchionne.
Sergio Marchionne. Vísir/Getty
Forseti Ferrari, Sergio Marchionne segist búast við meiri yfirvegun frá Sebastian Vettel, ökumanni liðsins á næsta ári. Hann segir ökumanninn hafa lært af ný yfirstöðnu tímabili.

Það var ákveðinn vendipunktur í titilbaráttu Vettel og Lewis Hamilton þegar Vettel keyrði upp að hlið Hamilton og svo á hann í bræðiskasti.

Skortur á áreiðanleika olli því svo að vonir Vettel um titilinn fjöruðu endanlega út.

„Sebastian er maður sem lærir mikið og hugsar um sig og er mjög ákveðinn, þar af leiðandi tel ég að við munum sjá minna af tilfinningahlið hans,“ sagði Marchionne á hefðbundnum jólamálsverði Ferrari.

„Ég tel að hann hafi lært nóg. Þar af auki var mikið af tilfellum þar sem hann hafði ástæðu til að vera pirraður. Hann hefur átt tvö erfið tímabil í ár og í fyrra. Ég held því áfram fram að okkur beri skylda gagnvart ökumönnunum okkar að færa þeim bíl sem þeir geta notað til að keppa við hina,“ bætti Marchionne við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×