Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 18:43 Trump hjólaði í ríki sem taka við fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum en ætla að greiða atkvæði gegn þeim í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Vísir/AFP Kjósi aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gegn Bandaríkjunum í atkvæðagreiðslu í allsherjarþingi þeirra á morgun eiga þau á hættu að missa þróunaraðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði þessu í tengslum við atkvæðagreiðslu um stöðu Jerúsalem sem verður haldin á morgun. Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels hefur vakið miklar deilur. Egyptar lögðu fram tillögu í öryggisráði SÞ á mánudag um að ákvörðunin yrði afturkölluð. Í henni voru Bandaríkin þó ekki sérstaklega nefnd á nafn. Fjórtán af fimmtán ríkjum sem eiga sæti í ráðinu samþykktu tillöguna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi. Boðað hefur verið til sérstaks aukafundar í allsherjarþinginu að beiðni araba- og múslimaríkja. Þar stendur til að greiða atkvæði um sambærilega tillögu. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við SÞ, sagði í dag að Trump hefði skipað henni að fylgjast með hvernig ríkin greiða atkvæði á morgun. Hún sendi íslenskum stjórnvöldum bréf þessa efnis í dag. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf, að því er kom fram í frétt Vísis í dag. Trump hefur nú sjálfur hótað aðildarríkjum SÞ með því að hætta að veita þeim fjárstuðning. „Þau taka við hundruð milljónum dollara og jafnvel milljörðum dollara og svo greiða þau atkvæði gegn okkur. Við fylgjumst með þessum atkvæðum. Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ sagði Trump við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. Í frétt Reuters kemur fram að svo opinskáar hótanir séu sjaldgæfar í allsherjarþinginu. Nokkrir erindrekar hafi sagt að hótanir Bandaríkjastjórnar væru ólíklegar til að hafa áhrif á mörg ríki. Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kjósi aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gegn Bandaríkjunum í atkvæðagreiðslu í allsherjarþingi þeirra á morgun eiga þau á hættu að missa þróunaraðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði þessu í tengslum við atkvæðagreiðslu um stöðu Jerúsalem sem verður haldin á morgun. Ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels hefur vakið miklar deilur. Egyptar lögðu fram tillögu í öryggisráði SÞ á mánudag um að ákvörðunin yrði afturkölluð. Í henni voru Bandaríkin þó ekki sérstaklega nefnd á nafn. Fjórtán af fimmtán ríkjum sem eiga sæti í ráðinu samþykktu tillöguna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi. Boðað hefur verið til sérstaks aukafundar í allsherjarþinginu að beiðni araba- og múslimaríkja. Þar stendur til að greiða atkvæði um sambærilega tillögu. Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna við SÞ, sagði í dag að Trump hefði skipað henni að fylgjast með hvernig ríkin greiða atkvæði á morgun. Hún sendi íslenskum stjórnvöldum bréf þessa efnis í dag. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf, að því er kom fram í frétt Vísis í dag. Trump hefur nú sjálfur hótað aðildarríkjum SÞ með því að hætta að veita þeim fjárstuðning. „Þau taka við hundruð milljónum dollara og jafnvel milljörðum dollara og svo greiða þau atkvæði gegn okkur. Við fylgjumst með þessum atkvæðum. Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ sagði Trump við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag. Í frétt Reuters kemur fram að svo opinskáar hótanir séu sjaldgæfar í allsherjarþinginu. Nokkrir erindrekar hafi sagt að hótanir Bandaríkjastjórnar væru ólíklegar til að hafa áhrif á mörg ríki.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30
Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29