Flokkarnir fengið tvo milljarða frá ríkinu frá 2010 Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. desember 2017 08:00 Fulltrúar sex flokka telja framlög ríkisins upp á 286 milljónir ekki duga og vilja leiðréttingu. vísir/vilhelm Á árunum 2010 til 2016 hefur ríkissjóður veitt rúmlega tvo milljarða króna í framlög til stjórnmálaflokka sem náð hafa kjöri á þing eða að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða. Fulltrúar sex stjórnmálaflokka telja að þær 286 milljónir sem flokkarnir átta á þingi áttu að fá á næsta ári séu ekki nóg og hafa óskað eftir 362 milljónum króna í viðbótarframlag á fjárlögum 2018. Fulltrúarnir sex áttu fund með fjárlaganefnd vegna þessa á dögunum en þeir telja að framlögin hafi setið eftir frá árinu 2008. Upphæðin sem flokkarnir, Samfylkingin, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, telja að þurfi að leiðrétta er reiknuð á grunni vísitöluhækkana frá 2008 og byggir á því að framlögin verði sett á sama stað og þau voru það ár. „Staða flokka undanfarin ár hefur verið mjög þröng,“ segir Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. „Framlög hafa lækkað ár frá ári og framlagið í dag er rétt um helmingur af því sem það var árið 2008. Þetta er orðið mjög langt tímabil og á sama tíma hefur flokkum fjölgað. Þeir eru 8 á þingi nú, voru 5 árið 2008.“ Framsóknarflokkurinn var annar þeirra flokka sem koma að kröfunni sem skiluðu hagnaði á síðasta ári, eða tæpum 26 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn skilaði rúmum 6 milljónum í afgang. Aðrir flokkar sem standa að tillögunni skiluðu nokkru tapi að Miðflokknum undanskildum sem ekki varð til fyrr en í ár. En í hvað færi aukið fjármagn til flokkanna? „Hjá öllum flokkum þarf að halda úti skrifstofu, flokksstarfi og þjónustu við kjörna fulltrúa. Lýðræði byggist á því að til séu stjórnmálasamtök sem bjóða fram til Alþingis. Það er hlutur af gangverki samfélagsins að stjórnmálaflokkar geti starfað en það er orðið virkilega þungt að halda úti stjórnmálalífi,“ segir Einar Gunnar. Fréttablaðið tók saman hversu mikið ríkið hefur greitt í þessi framlög til þeirra flokka sem átt hafa rétt á greiðslum úr ríkissjóði á tímabilinu 2010 til 2016. Upphæðin nemur alls 2.057 milljónum króna. Eru þá ótalin framlög sveitarfélaga, einstaklinga og lögaðila á tímabilinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Á árunum 2010 til 2016 hefur ríkissjóður veitt rúmlega tvo milljarða króna í framlög til stjórnmálaflokka sem náð hafa kjöri á þing eða að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða. Fulltrúar sex stjórnmálaflokka telja að þær 286 milljónir sem flokkarnir átta á þingi áttu að fá á næsta ári séu ekki nóg og hafa óskað eftir 362 milljónum króna í viðbótarframlag á fjárlögum 2018. Fulltrúarnir sex áttu fund með fjárlaganefnd vegna þessa á dögunum en þeir telja að framlögin hafi setið eftir frá árinu 2008. Upphæðin sem flokkarnir, Samfylkingin, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, telja að þurfi að leiðrétta er reiknuð á grunni vísitöluhækkana frá 2008 og byggir á því að framlögin verði sett á sama stað og þau voru það ár. „Staða flokka undanfarin ár hefur verið mjög þröng,“ segir Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. „Framlög hafa lækkað ár frá ári og framlagið í dag er rétt um helmingur af því sem það var árið 2008. Þetta er orðið mjög langt tímabil og á sama tíma hefur flokkum fjölgað. Þeir eru 8 á þingi nú, voru 5 árið 2008.“ Framsóknarflokkurinn var annar þeirra flokka sem koma að kröfunni sem skiluðu hagnaði á síðasta ári, eða tæpum 26 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn skilaði rúmum 6 milljónum í afgang. Aðrir flokkar sem standa að tillögunni skiluðu nokkru tapi að Miðflokknum undanskildum sem ekki varð til fyrr en í ár. En í hvað færi aukið fjármagn til flokkanna? „Hjá öllum flokkum þarf að halda úti skrifstofu, flokksstarfi og þjónustu við kjörna fulltrúa. Lýðræði byggist á því að til séu stjórnmálasamtök sem bjóða fram til Alþingis. Það er hlutur af gangverki samfélagsins að stjórnmálaflokkar geti starfað en það er orðið virkilega þungt að halda úti stjórnmálalífi,“ segir Einar Gunnar. Fréttablaðið tók saman hversu mikið ríkið hefur greitt í þessi framlög til þeirra flokka sem átt hafa rétt á greiðslum úr ríkissjóði á tímabilinu 2010 til 2016. Upphæðin nemur alls 2.057 milljónum króna. Eru þá ótalin framlög sveitarfélaga, einstaklinga og lögaðila á tímabilinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira