Flokkarnir fengið tvo milljarða frá ríkinu frá 2010 Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. desember 2017 08:00 Fulltrúar sex flokka telja framlög ríkisins upp á 286 milljónir ekki duga og vilja leiðréttingu. vísir/vilhelm Á árunum 2010 til 2016 hefur ríkissjóður veitt rúmlega tvo milljarða króna í framlög til stjórnmálaflokka sem náð hafa kjöri á þing eða að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða. Fulltrúar sex stjórnmálaflokka telja að þær 286 milljónir sem flokkarnir átta á þingi áttu að fá á næsta ári séu ekki nóg og hafa óskað eftir 362 milljónum króna í viðbótarframlag á fjárlögum 2018. Fulltrúarnir sex áttu fund með fjárlaganefnd vegna þessa á dögunum en þeir telja að framlögin hafi setið eftir frá árinu 2008. Upphæðin sem flokkarnir, Samfylkingin, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, telja að þurfi að leiðrétta er reiknuð á grunni vísitöluhækkana frá 2008 og byggir á því að framlögin verði sett á sama stað og þau voru það ár. „Staða flokka undanfarin ár hefur verið mjög þröng,“ segir Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. „Framlög hafa lækkað ár frá ári og framlagið í dag er rétt um helmingur af því sem það var árið 2008. Þetta er orðið mjög langt tímabil og á sama tíma hefur flokkum fjölgað. Þeir eru 8 á þingi nú, voru 5 árið 2008.“ Framsóknarflokkurinn var annar þeirra flokka sem koma að kröfunni sem skiluðu hagnaði á síðasta ári, eða tæpum 26 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn skilaði rúmum 6 milljónum í afgang. Aðrir flokkar sem standa að tillögunni skiluðu nokkru tapi að Miðflokknum undanskildum sem ekki varð til fyrr en í ár. En í hvað færi aukið fjármagn til flokkanna? „Hjá öllum flokkum þarf að halda úti skrifstofu, flokksstarfi og þjónustu við kjörna fulltrúa. Lýðræði byggist á því að til séu stjórnmálasamtök sem bjóða fram til Alþingis. Það er hlutur af gangverki samfélagsins að stjórnmálaflokkar geti starfað en það er orðið virkilega þungt að halda úti stjórnmálalífi,“ segir Einar Gunnar. Fréttablaðið tók saman hversu mikið ríkið hefur greitt í þessi framlög til þeirra flokka sem átt hafa rétt á greiðslum úr ríkissjóði á tímabilinu 2010 til 2016. Upphæðin nemur alls 2.057 milljónum króna. Eru þá ótalin framlög sveitarfélaga, einstaklinga og lögaðila á tímabilinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Á árunum 2010 til 2016 hefur ríkissjóður veitt rúmlega tvo milljarða króna í framlög til stjórnmálaflokka sem náð hafa kjöri á þing eða að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða. Fulltrúar sex stjórnmálaflokka telja að þær 286 milljónir sem flokkarnir átta á þingi áttu að fá á næsta ári séu ekki nóg og hafa óskað eftir 362 milljónum króna í viðbótarframlag á fjárlögum 2018. Fulltrúarnir sex áttu fund með fjárlaganefnd vegna þessa á dögunum en þeir telja að framlögin hafi setið eftir frá árinu 2008. Upphæðin sem flokkarnir, Samfylkingin, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, telja að þurfi að leiðrétta er reiknuð á grunni vísitöluhækkana frá 2008 og byggir á því að framlögin verði sett á sama stað og þau voru það ár. „Staða flokka undanfarin ár hefur verið mjög þröng,“ segir Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. „Framlög hafa lækkað ár frá ári og framlagið í dag er rétt um helmingur af því sem það var árið 2008. Þetta er orðið mjög langt tímabil og á sama tíma hefur flokkum fjölgað. Þeir eru 8 á þingi nú, voru 5 árið 2008.“ Framsóknarflokkurinn var annar þeirra flokka sem koma að kröfunni sem skiluðu hagnaði á síðasta ári, eða tæpum 26 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn skilaði rúmum 6 milljónum í afgang. Aðrir flokkar sem standa að tillögunni skiluðu nokkru tapi að Miðflokknum undanskildum sem ekki varð til fyrr en í ár. En í hvað færi aukið fjármagn til flokkanna? „Hjá öllum flokkum þarf að halda úti skrifstofu, flokksstarfi og þjónustu við kjörna fulltrúa. Lýðræði byggist á því að til séu stjórnmálasamtök sem bjóða fram til Alþingis. Það er hlutur af gangverki samfélagsins að stjórnmálaflokkar geti starfað en það er orðið virkilega þungt að halda úti stjórnmálalífi,“ segir Einar Gunnar. Fréttablaðið tók saman hversu mikið ríkið hefur greitt í þessi framlög til þeirra flokka sem átt hafa rétt á greiðslum úr ríkissjóði á tímabilinu 2010 til 2016. Upphæðin nemur alls 2.057 milljónum króna. Eru þá ótalin framlög sveitarfélaga, einstaklinga og lögaðila á tímabilinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira