Hefja flugeldasölu á 130 stöðum á morgun Baldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Á sjöunda þúsund sjálfboðaliða koma að flugeldasölu björgunarsveitanna. vísir/vilhelm Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni. Jón Ingi segir að undirbúningurinn hafi gengið vel. Flugeldarnir hafi verið sendir af stað út á land áður en veðrið versnaði, en björgunarsveitirnar hafa víða staðið í ströngu undanfarna daga, ýmist við leit að fólki eða björgun á fjallvegum. Hann býst þó við því að menn verði að allt þar til sölustaðirnir verða opnaðir. „Þetta klárast yfirleitt rétt áður en það er opnað.“ Reynslan segir Jóni Inga að búast megi við því að margir geri innkaupin sín snemma. Hann segir að þegar áramótin hitti á helgi kaupi þeir snemma sem fari af bæ, til dæmis í sumarbústaði. Veðurspáin lítur vel út að mati Jóns Inga. Hann segir að þó snjór geti auðveldað fólki að skjóta upp geti hann líka verið til trafala. Þannig eigi flugeldar, sem teknir eru út úr upphituðum bílskúr, það til að frjósa fastir þegar þeim er stungið í skafl. Mikilvægt sé að hreyfa þá svolítið til rétt áður en þeir eru tendraðir, til að fyrirbyggja slys. Þá skorar Jón Ingi á fólk að taka höndum saman við að hreinsa nærumhverfi sitt þegar skotveislunni er lokið, til dæmis að morgni nýársdags. „Fólk ber ábyrgð á sínu dóti og það er best að koma með ruslið á hverfisstöðvar Sorpu eða koma því fyrir í gámum. Við erum í þessu saman og það þarf að taka til eftir sig,“ segir Jón Ingi. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni. Jón Ingi segir að undirbúningurinn hafi gengið vel. Flugeldarnir hafi verið sendir af stað út á land áður en veðrið versnaði, en björgunarsveitirnar hafa víða staðið í ströngu undanfarna daga, ýmist við leit að fólki eða björgun á fjallvegum. Hann býst þó við því að menn verði að allt þar til sölustaðirnir verða opnaðir. „Þetta klárast yfirleitt rétt áður en það er opnað.“ Reynslan segir Jóni Inga að búast megi við því að margir geri innkaupin sín snemma. Hann segir að þegar áramótin hitti á helgi kaupi þeir snemma sem fari af bæ, til dæmis í sumarbústaði. Veðurspáin lítur vel út að mati Jóns Inga. Hann segir að þó snjór geti auðveldað fólki að skjóta upp geti hann líka verið til trafala. Þannig eigi flugeldar, sem teknir eru út úr upphituðum bílskúr, það til að frjósa fastir þegar þeim er stungið í skafl. Mikilvægt sé að hreyfa þá svolítið til rétt áður en þeir eru tendraðir, til að fyrirbyggja slys. Þá skorar Jón Ingi á fólk að taka höndum saman við að hreinsa nærumhverfi sitt þegar skotveislunni er lokið, til dæmis að morgni nýársdags. „Fólk ber ábyrgð á sínu dóti og það er best að koma með ruslið á hverfisstöðvar Sorpu eða koma því fyrir í gámum. Við erum í þessu saman og það þarf að taka til eftir sig,“ segir Jón Ingi.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira