Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:34 Vignir Þór Siggeirsson er þakklátur öllum þeim sem unnu að björguninni í gær. Vísir/Vilhelm Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. Þannig sé orsaka rútuslyssins á Suðurlandsvegi í gær meðal annars að leita í aksturslagi bílstjóra fólksbifreiðarinnar sem rúta fyrirtækisins hafnaði á með þeim afleiðingum að einn lést og tólf slösuðust alvarlega. Talsmaðurinn, Vignir Þór Siggeirsson, segist í færslu á Facebook vera þakklátur öllum þeim viðbragðsaðilum og íbúum Skaftárhrepps sem komu að björguninni í gær. Hann harmar slysið og segir hug allra starfsmanna Hópferðabíla Akureyrar vera hjá aðstandendum stúlkunnar sem lést, rétt eins og hjá bílstjóra fyrirtækisins og öðrum sem slösuðst í Eldhrauni. Segist hann hafa nefnt það við löggæslumenn á vettvangi í gær að íslensk ferðaþjónusta ætti við nýtt vandamál að stríða. „Bílstjórar hefðu frá fyrstu dögum bílamenningar barist við veður, snjó, hálku og lausagöngu búfjár,“ segir Vignir og bætir við að sum þessara vandamála væru úr sögunni en önnur ekki. Hins vegar búi ferðaþjónustan við eitt stórt og mikið vandamál sem Vignir áætlar að sé hættulegasti farartálmi og slysavaldur á íslenskum þjóðvegum.Sjá einnig: Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu „Það eru skyndiákvarðanir ökumanna á bílaleigubílum sem snarhemla á miðjum þjóðvegi ef eitthvað áhugavert sést eða gerist. Eða þá að þeir átta sig á að þeir eru að fara ranga leið og taka U-beygju á vegi fyrirvararlaust án þess að hugsa eða sjá fyrir sér aðra umferð í kringum sig,“ segir Vignir í færslunni. Hann kallar jafnframt eftir meira eftirliti með umferð á milli Víkur í Mýrdal og Jökulsárslón. Þó svo að leiðin sé undir umferðarmörkum Vegagerðarinnar um hálkuvarnir í efsta flokki - „verður Vegagerðin að átta sig á því að sennilega er yfir 70% af farartækjum þeirrar talningar með alls-óvana ökumenn undir stýri!“ segir Vignir. Tekur hann þar í sama streng og Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, sem sagði í gær að það væri furða að vegurinn austan Víkur sé í svo lágum þjónustuflokki í ljósi umferðarinnar um veginn. Vignir lýkur færslu sinni á því að brýna fyrir starfsmönnum ferðaþjónustunnar að hleypa ekki farþegum út úr bíl á slysstað. „Farþegar eiga ekkert erindi inn á slysstað, því miður gerðist það í dag á slysstað að rúta hleypti öllum sínum farþegum út úr bílnum sem tafði fyrir og raskaði verksummerkjum á slysstað. Við hljótum öll að vera sammála um að halda farþegum inn í bíl, þó að leiðsögumaður og bílstjóri geti komið til aðstoðar á slysstað,“ segir talsmaður Hópferðabíla Akureyrar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. Þannig sé orsaka rútuslyssins á Suðurlandsvegi í gær meðal annars að leita í aksturslagi bílstjóra fólksbifreiðarinnar sem rúta fyrirtækisins hafnaði á með þeim afleiðingum að einn lést og tólf slösuðust alvarlega. Talsmaðurinn, Vignir Þór Siggeirsson, segist í færslu á Facebook vera þakklátur öllum þeim viðbragðsaðilum og íbúum Skaftárhrepps sem komu að björguninni í gær. Hann harmar slysið og segir hug allra starfsmanna Hópferðabíla Akureyrar vera hjá aðstandendum stúlkunnar sem lést, rétt eins og hjá bílstjóra fyrirtækisins og öðrum sem slösuðst í Eldhrauni. Segist hann hafa nefnt það við löggæslumenn á vettvangi í gær að íslensk ferðaþjónusta ætti við nýtt vandamál að stríða. „Bílstjórar hefðu frá fyrstu dögum bílamenningar barist við veður, snjó, hálku og lausagöngu búfjár,“ segir Vignir og bætir við að sum þessara vandamála væru úr sögunni en önnur ekki. Hins vegar búi ferðaþjónustan við eitt stórt og mikið vandamál sem Vignir áætlar að sé hættulegasti farartálmi og slysavaldur á íslenskum þjóðvegum.Sjá einnig: Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu „Það eru skyndiákvarðanir ökumanna á bílaleigubílum sem snarhemla á miðjum þjóðvegi ef eitthvað áhugavert sést eða gerist. Eða þá að þeir átta sig á að þeir eru að fara ranga leið og taka U-beygju á vegi fyrirvararlaust án þess að hugsa eða sjá fyrir sér aðra umferð í kringum sig,“ segir Vignir í færslunni. Hann kallar jafnframt eftir meira eftirliti með umferð á milli Víkur í Mýrdal og Jökulsárslón. Þó svo að leiðin sé undir umferðarmörkum Vegagerðarinnar um hálkuvarnir í efsta flokki - „verður Vegagerðin að átta sig á því að sennilega er yfir 70% af farartækjum þeirrar talningar með alls-óvana ökumenn undir stýri!“ segir Vignir. Tekur hann þar í sama streng og Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, sem sagði í gær að það væri furða að vegurinn austan Víkur sé í svo lágum þjónustuflokki í ljósi umferðarinnar um veginn. Vignir lýkur færslu sinni á því að brýna fyrir starfsmönnum ferðaþjónustunnar að hleypa ekki farþegum út úr bíl á slysstað. „Farþegar eiga ekkert erindi inn á slysstað, því miður gerðist það í dag á slysstað að rúta hleypti öllum sínum farþegum út úr bílnum sem tafði fyrir og raskaði verksummerkjum á slysstað. Við hljótum öll að vera sammála um að halda farþegum inn í bíl, þó að leiðsögumaður og bílstjóri geti komið til aðstoðar á slysstað,“ segir talsmaður Hópferðabíla Akureyrar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11
Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20