Fannst ég vera fyrir þeim stóru Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. desember 2017 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017 vísir/ernir Blað var brotið í 62 ára sögu Íþróttamanns ársins þegar kylfingur varð í fyrsta sinn fyrir valinu í kjörinu, sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk flest atkvæði í kjörinu, 422 stig af 540 mögulegum. Knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru skammt undan en þessi þrjú voru í nokkrum sérflokki. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ár, eins og allir eru búnir að segja, hjá öllu íþróttarfólkinu okkar og það er mikill heiður að vera valin úr þessum hópi,“ sagði Ólafía Þórunn þegar valið var kunngjört. Ólafía var sannkallaður brautryðjandi fyrir íslenska kylfinga á árinu sem er að líða. Hún varð fyrsti Íslendingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi og varð einnig fyrsti Íslendingurinn til að keppa á risamóti í íþróttinni en alls keppti hún á þremur slíkum mótum á árinu. Stærsta afrekið var þó líklega að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni sem er ekki sjálfgefið fyrir nýliða. Ólafía vann sig jafnt og þétt upp peningalista mótaraðarinnar en efstu 80 kylfingar hennar í lok árs komust í efsta forgangsflokk næsta tímabils. Ólafía hafnaði í 73. sæti listans með 23,5 milljónir. „Þetta er vonum framar að vera í toppbaráttunni. Fyrst langaði mig bara að halda kortinu mínu, en svo fékk ég reynslu og lærði af árinu og það fleytti mér áfram,“ sagði Ólafía, en hún náði best fjórða sæti á árinu á móti í Bandaríkjunum. Hún spilar við marga af bestu kvenkylfingum heims og sagðist hafa verið smeyk við þær í fyrstu, en í dag séu þær orðnir vinir. „Í fyrstu mótunum þá var það mjög skrítið [að mæta stóru nöfnunum] og mér fannst ég alltaf vera fyrir þeim, ég var bara einhver lítill Íslendingur, en núna þá eru þær jafningjar mínir og við erum bara vinkonur.“vísir/ernirÓlafía spilaði mikið á árinu og sagði það hafa tekið sinn toll. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu.“ Nýtt keppnistímabil hefst í lok janúar á Bahamaeyjum en það er margt spennandi fram undan hjá Ólafíu, sem er nú þegar örugg með keppnisrétt á fyrstu risamótum ársins. Ólafía ætlar sér að gera enn betur á næsta ári en í ár. „Stefnan er sett ennþá hærra. Ég er ekki alveg búin að setja mér markmið fyrir árið, annað en bara að vinna hörðum höndum og sjá hversu langt maður kemst. Maður stefnir alltaf á sigur, ég á ennþá eftir að brjóta þann múr á Evrópumótaröðinni eða LPGA, svo það er næsta markmið,“ sagði Ólafía. Mikil ferðalög fylgja golfíþróttinni, en mót LPGA mótaraðarinnar fara fram í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Ólafía sagði ferðalögin vera erfið og hún viti oft á tíðum ekki hvar hún er hverju sinni. Hún hefur verið í fríi eftir að Drottningarmótinu í Japan lauk nú fyrr í mánuðinum og nýtir þann tíma vel. Hún segir þó að tíminn hverfi frá henni í hina ýmsu hluti, hún sé alltaf í viðtölum eða myndatökum og viti ekkert hvert tíminn fari. „Ég er ekki búin að snerta golfkylfu frá því ég kom frá Japan. Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera alveg andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía, en hún segist njóta þess að vinna í andlegu hliðinni. „Ég er smá svona nörd þar og finnst ógeðslega gaman að vinna í því,“ sagði íþróttamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Blað var brotið í 62 ára sögu Íþróttamanns ársins þegar kylfingur varð í fyrsta sinn fyrir valinu í kjörinu, sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk flest atkvæði í kjörinu, 422 stig af 540 mögulegum. Knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru skammt undan en þessi þrjú voru í nokkrum sérflokki. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ár, eins og allir eru búnir að segja, hjá öllu íþróttarfólkinu okkar og það er mikill heiður að vera valin úr þessum hópi,“ sagði Ólafía Þórunn þegar valið var kunngjört. Ólafía var sannkallaður brautryðjandi fyrir íslenska kylfinga á árinu sem er að líða. Hún varð fyrsti Íslendingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi og varð einnig fyrsti Íslendingurinn til að keppa á risamóti í íþróttinni en alls keppti hún á þremur slíkum mótum á árinu. Stærsta afrekið var þó líklega að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni sem er ekki sjálfgefið fyrir nýliða. Ólafía vann sig jafnt og þétt upp peningalista mótaraðarinnar en efstu 80 kylfingar hennar í lok árs komust í efsta forgangsflokk næsta tímabils. Ólafía hafnaði í 73. sæti listans með 23,5 milljónir. „Þetta er vonum framar að vera í toppbaráttunni. Fyrst langaði mig bara að halda kortinu mínu, en svo fékk ég reynslu og lærði af árinu og það fleytti mér áfram,“ sagði Ólafía, en hún náði best fjórða sæti á árinu á móti í Bandaríkjunum. Hún spilar við marga af bestu kvenkylfingum heims og sagðist hafa verið smeyk við þær í fyrstu, en í dag séu þær orðnir vinir. „Í fyrstu mótunum þá var það mjög skrítið [að mæta stóru nöfnunum] og mér fannst ég alltaf vera fyrir þeim, ég var bara einhver lítill Íslendingur, en núna þá eru þær jafningjar mínir og við erum bara vinkonur.“vísir/ernirÓlafía spilaði mikið á árinu og sagði það hafa tekið sinn toll. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu.“ Nýtt keppnistímabil hefst í lok janúar á Bahamaeyjum en það er margt spennandi fram undan hjá Ólafíu, sem er nú þegar örugg með keppnisrétt á fyrstu risamótum ársins. Ólafía ætlar sér að gera enn betur á næsta ári en í ár. „Stefnan er sett ennþá hærra. Ég er ekki alveg búin að setja mér markmið fyrir árið, annað en bara að vinna hörðum höndum og sjá hversu langt maður kemst. Maður stefnir alltaf á sigur, ég á ennþá eftir að brjóta þann múr á Evrópumótaröðinni eða LPGA, svo það er næsta markmið,“ sagði Ólafía. Mikil ferðalög fylgja golfíþróttinni, en mót LPGA mótaraðarinnar fara fram í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Ólafía sagði ferðalögin vera erfið og hún viti oft á tíðum ekki hvar hún er hverju sinni. Hún hefur verið í fríi eftir að Drottningarmótinu í Japan lauk nú fyrr í mánuðinum og nýtir þann tíma vel. Hún segir þó að tíminn hverfi frá henni í hina ýmsu hluti, hún sé alltaf í viðtölum eða myndatökum og viti ekkert hvert tíminn fari. „Ég er ekki búin að snerta golfkylfu frá því ég kom frá Japan. Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera alveg andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía, en hún segist njóta þess að vinna í andlegu hliðinni. „Ég er smá svona nörd þar og finnst ógeðslega gaman að vinna í því,“ sagði íþróttamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira