Í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt Þórdís Valsdóttir skrifar 29. desember 2017 21:03 Guðlaugur Þór Þórðarson settur dómsmálaráðherra í málinu er ekki sáttur með þær útskýringar sem bárust frá hæfnisnefnd um dómarastöður. vísir/stefán Guðlaugur Þór Þórðarson er ekki sáttur við skýringar dómnefndar um hæfi umsækjenda um dómarastöður og segir þær óljósar og gefa litlar sem engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað. Nefndin skilaði umsögn um umsækjendur um átta embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Vestfjarða sem auglýst voru í september. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra er settur dómsmálaráðherra í málinu en Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vék sæti þar sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var einn umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Guðlaugur hafði óskað eftir nánari upplýsingum um matið, meðal annars hvort dómnefndin hefði raðað umsækjendum með hlutlægum hætti upp í stigatöflu, hvort sett hafi verið töluleg viðmið um mat á því hvenig umsækjendur uppfylltu einstaka kröfu, hvert hefði verið innbyrðis vægi sjónarmiða sem dómnefndin lagði mat á og hvert hefði verið innbyrðis vægi mats á umsóknargögnum. Í svari nefndarinnar kom meðal annars fram að dómnefndin hafði ekki sett hæfnismatið fram í valtöflu og að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmannsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hefði haft mest vægi við gerð umsagnarinnar. Nefndin áréttaði að umsögnin hefði verið reist á heildstæðu mati samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum. Dómsmálaráðuneytið hefur birt bréf frá Guðlaugi til nefndarinnar á vefsíðu sinni og þar gerir Guðlaugur ýmsar athugasemdir við umsögn hennar. Dómnefndin mat fimm karla og þrjár konur hæfust til að verða nýir dómarar við héraðsdóm. Í bréfinu kemur fram að alls hafi 23 umsækjendur andmælt niðurstöðu nefndarinnar.Athugasemdir í tíu liðum Fyrsta athugasemd Guðlaugs snýr að því að honum þyki það sæta furðu að dómnefndin hafi ekki notast við stigatöflu í mati sínu og þannig raðað í hæfisröð og bendir svo á að slíkt hafi áður tíðkast við val dómnefndarinnar. Guðlaugur gagnrýnir einnig að sá umsækjandi sem settur var efst í þeim þætti sem sneri að reynslu af dómarastörfum hafði átta ára reynslu sem settur dómari, en annar umsækjandi hafi verið neðar á lista þrátt fyrir að hafa verið skipaður héraðsdómari í um tuttugu ár. Þá þykir honum einnig erfitt að átta sig á því hvernig lögmaður með yfir þriggja áratuga reynslu sé raðað í 8.-10. sæti í þeim lið sem sneri að reynslu við lögmannsstörf. Bréfið og athugasemdir ráðherrans má lesa hér.Telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til mats nefndarinnar Guðlaugur segir í bréfinu að þar sem rökstuðning skorti að miklu leyti fyrir niðurstöðum dómnefndarinnar hafi hann ekki forsendur til þess að taka afstöðu til matsins og í kjölfar þess leggja mat á hvort hann taki undir mat nefndarinnar eða hvort tilefni sé til að gera tillögu til Alþingis um skipun annarra umsækjenda. „Nefndin virðist ekki hafa lagt forsvaranlegt mat á ákveðna þætti, eins og t.d. reynslu af dómarastörfum, og er erfitt fyrir settan ráðherra að átta sig á því heildstæða mati sem dómnefndin segist hafa framkvæmt. Umsögnin er enda rökstudd eins og um sé að ræða mjög hlutlægan samanburð á milli umsækjenda í einstökum matsþáttum, en nefndin segist þrátt fyrir það ekki hafa raðað umsækjendum á grundvelli stigatöflu,“ segir Guðlaugur í bréfinu og bætir við að hann eigi í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að matið sé forsvaranlegt vegna skorts á upplýsingum.Dómarar hefja störf um áramótin Skipað verður í hinar átta lausu stöður héraðsdómara frá og með áramótum og því er skammur tími til stefnu þar til hinir nýju dómarar hefji störf. Guðlaugur segist ekki ætla að óska eftir nýrri umsögn nefndarinnar en fer þess á leit við hana að hún gefi betri útskýringar á því hvernig matið var framkvæmt. Hann óskar þess einnig að nefndin skoði þær athugasemdir sem hann setur fram í bréfinu og taki afstöðu til þess hvort þær gefi tilefni til að breyta umsögninni. Að lokum óskar Guðlaugur þess að dómnefndin svari því hvers vegna fleiri komu ekki til greina að mati nefndarinnar en þeir átta aðilar sem nefndin lagði til. Dómsmál Tengdar fréttir Dómarar skipaðir um áramótin en hæfnisnefndin enn ekki skilað mati Vonast sé til þess að endanlegt mat liggi fyrir áður en vikan er á enda enda stutt þar til nýtt ár rennur upp og skipa þurfi í stöðurnar. 19. desember 2017 07:00 Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu hvaða átta af 41 umsækjanda séu hæfust til að gegna stöðu héraðsdómara. 29. desember 2017 15:32 Sigríður Andersen víkur úr sæti þar sem Ástráður sækir um stöðu héraðsdómara 41 sóttu um átta auglýstar stöður héraðsdómara en umsóknarfresturinn rann út þann 18. september síðastliðinn. 20. september 2017 12:03 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson er ekki sáttur við skýringar dómnefndar um hæfi umsækjenda um dómarastöður og segir þær óljósar og gefa litlar sem engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað. Nefndin skilaði umsögn um umsækjendur um átta embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Vestfjarða sem auglýst voru í september. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra er settur dómsmálaráðherra í málinu en Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vék sæti þar sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var einn umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Guðlaugur hafði óskað eftir nánari upplýsingum um matið, meðal annars hvort dómnefndin hefði raðað umsækjendum með hlutlægum hætti upp í stigatöflu, hvort sett hafi verið töluleg viðmið um mat á því hvenig umsækjendur uppfylltu einstaka kröfu, hvert hefði verið innbyrðis vægi sjónarmiða sem dómnefndin lagði mat á og hvert hefði verið innbyrðis vægi mats á umsóknargögnum. Í svari nefndarinnar kom meðal annars fram að dómnefndin hafði ekki sett hæfnismatið fram í valtöflu og að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmannsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hefði haft mest vægi við gerð umsagnarinnar. Nefndin áréttaði að umsögnin hefði verið reist á heildstæðu mati samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum. Dómsmálaráðuneytið hefur birt bréf frá Guðlaugi til nefndarinnar á vefsíðu sinni og þar gerir Guðlaugur ýmsar athugasemdir við umsögn hennar. Dómnefndin mat fimm karla og þrjár konur hæfust til að verða nýir dómarar við héraðsdóm. Í bréfinu kemur fram að alls hafi 23 umsækjendur andmælt niðurstöðu nefndarinnar.Athugasemdir í tíu liðum Fyrsta athugasemd Guðlaugs snýr að því að honum þyki það sæta furðu að dómnefndin hafi ekki notast við stigatöflu í mati sínu og þannig raðað í hæfisröð og bendir svo á að slíkt hafi áður tíðkast við val dómnefndarinnar. Guðlaugur gagnrýnir einnig að sá umsækjandi sem settur var efst í þeim þætti sem sneri að reynslu af dómarastörfum hafði átta ára reynslu sem settur dómari, en annar umsækjandi hafi verið neðar á lista þrátt fyrir að hafa verið skipaður héraðsdómari í um tuttugu ár. Þá þykir honum einnig erfitt að átta sig á því hvernig lögmaður með yfir þriggja áratuga reynslu sé raðað í 8.-10. sæti í þeim lið sem sneri að reynslu við lögmannsstörf. Bréfið og athugasemdir ráðherrans má lesa hér.Telur sig ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til mats nefndarinnar Guðlaugur segir í bréfinu að þar sem rökstuðning skorti að miklu leyti fyrir niðurstöðum dómnefndarinnar hafi hann ekki forsendur til þess að taka afstöðu til matsins og í kjölfar þess leggja mat á hvort hann taki undir mat nefndarinnar eða hvort tilefni sé til að gera tillögu til Alþingis um skipun annarra umsækjenda. „Nefndin virðist ekki hafa lagt forsvaranlegt mat á ákveðna þætti, eins og t.d. reynslu af dómarastörfum, og er erfitt fyrir settan ráðherra að átta sig á því heildstæða mati sem dómnefndin segist hafa framkvæmt. Umsögnin er enda rökstudd eins og um sé að ræða mjög hlutlægan samanburð á milli umsækjenda í einstökum matsþáttum, en nefndin segist þrátt fyrir það ekki hafa raðað umsækjendum á grundvelli stigatöflu,“ segir Guðlaugur í bréfinu og bætir við að hann eigi í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að matið sé forsvaranlegt vegna skorts á upplýsingum.Dómarar hefja störf um áramótin Skipað verður í hinar átta lausu stöður héraðsdómara frá og með áramótum og því er skammur tími til stefnu þar til hinir nýju dómarar hefji störf. Guðlaugur segist ekki ætla að óska eftir nýrri umsögn nefndarinnar en fer þess á leit við hana að hún gefi betri útskýringar á því hvernig matið var framkvæmt. Hann óskar þess einnig að nefndin skoði þær athugasemdir sem hann setur fram í bréfinu og taki afstöðu til þess hvort þær gefi tilefni til að breyta umsögninni. Að lokum óskar Guðlaugur þess að dómnefndin svari því hvers vegna fleiri komu ekki til greina að mati nefndarinnar en þeir átta aðilar sem nefndin lagði til.
Dómsmál Tengdar fréttir Dómarar skipaðir um áramótin en hæfnisnefndin enn ekki skilað mati Vonast sé til þess að endanlegt mat liggi fyrir áður en vikan er á enda enda stutt þar til nýtt ár rennur upp og skipa þurfi í stöðurnar. 19. desember 2017 07:00 Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu hvaða átta af 41 umsækjanda séu hæfust til að gegna stöðu héraðsdómara. 29. desember 2017 15:32 Sigríður Andersen víkur úr sæti þar sem Ástráður sækir um stöðu héraðsdómara 41 sóttu um átta auglýstar stöður héraðsdómara en umsóknarfresturinn rann út þann 18. september síðastliðinn. 20. september 2017 12:03 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Dómarar skipaðir um áramótin en hæfnisnefndin enn ekki skilað mati Vonast sé til þess að endanlegt mat liggi fyrir áður en vikan er á enda enda stutt þar til nýtt ár rennur upp og skipa þurfi í stöðurnar. 19. desember 2017 07:00
Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu hvaða átta af 41 umsækjanda séu hæfust til að gegna stöðu héraðsdómara. 29. desember 2017 15:32
Sigríður Andersen víkur úr sæti þar sem Ástráður sækir um stöðu héraðsdómara 41 sóttu um átta auglýstar stöður héraðsdómara en umsóknarfresturinn rann út þann 18. september síðastliðinn. 20. september 2017 12:03
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent