Gætu gert eigin samning um fríverslun við Bretland Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. desember 2017 13:39 Dóra Sif Tynes er fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA. Vísir/afp Íslendingar gætu gert sinn eigin samning um fríverslun við Bretland ef Bretar ganga að fullu úr innri markaði Evrópusambandsins. Þetta segir fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA. Hún segir þó líklegt að EFTA-ríkin gætu með einhverjum hætti fylgt með ef Bretar ná ásættanlegri lendingu við sambandið. Dóra Sif Tynes, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hún framhald viðskiptasambands Íslendinga og Breta þegar Brexit gengur að fullu í gegn. Hún segir að ef Bretar ganga eftir allt saman alfarið úr sambandinu sé enginn formlegur samningur milli ríkjanna til staðar. „Við höfum ekki neina aðra samninga við Bretland heldur en EES-samninginn. Þannig að augljóslega þyrftum við að semja um fríverslun.“Getur ekki samið fyrir Íslands hönd Dóra Sif segir þó ekki útilokað að Bretar nái samkomulagi við ESB um viðskiptasamband við sambandið í einhverri mynd. Þetta þýðir þó ekki að Íslendingar verði hluti af slíku samkomulagi. „Nú erum við náttúrulega ekki í Evrópusambandinu þannig að þeir geta náttúrulega ekki samið fyrir Íslands hönd. En hins vegar hefur nú reyndin verið sú, til dæmis með stærri fríverslunarsamninga, að oftar en ekki hefur Evrópusambandið gert fríverslunarsamning við tiltekið ríki og síðan kemur EFTA í kjölfarið.“Lítið svigrúm Hún segir því að Íslendingum væri í raun frjálst að semja sjálfir við Breta upp á nýtt. Aftur á móti sé ekki víst að svigrúmið til þess væri ýkja mikið. „Í þessu tilviki finnst mér líklegast, komist Evrópusambandið og Bretland að einhverri heildarniðurstöðu um aðgang þeirra að innri markaðnum og svo framvegis, þá verði afskaplega lítið svigrúm fyrir EFTA-ríkin, sem eru þátttakendur á innri markaðnum, að semja einhvern veginn allt öðru vísi,“ sagði Dóra Sif Tynes á Sprengisandi í morgun.Hlusta má á viðtali við Dóru Sif í spilaranum að neðan. Brexit Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Íslendingar gætu gert sinn eigin samning um fríverslun við Bretland ef Bretar ganga að fullu úr innri markaði Evrópusambandsins. Þetta segir fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA. Hún segir þó líklegt að EFTA-ríkin gætu með einhverjum hætti fylgt með ef Bretar ná ásættanlegri lendingu við sambandið. Dóra Sif Tynes, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hún framhald viðskiptasambands Íslendinga og Breta þegar Brexit gengur að fullu í gegn. Hún segir að ef Bretar ganga eftir allt saman alfarið úr sambandinu sé enginn formlegur samningur milli ríkjanna til staðar. „Við höfum ekki neina aðra samninga við Bretland heldur en EES-samninginn. Þannig að augljóslega þyrftum við að semja um fríverslun.“Getur ekki samið fyrir Íslands hönd Dóra Sif segir þó ekki útilokað að Bretar nái samkomulagi við ESB um viðskiptasamband við sambandið í einhverri mynd. Þetta þýðir þó ekki að Íslendingar verði hluti af slíku samkomulagi. „Nú erum við náttúrulega ekki í Evrópusambandinu þannig að þeir geta náttúrulega ekki samið fyrir Íslands hönd. En hins vegar hefur nú reyndin verið sú, til dæmis með stærri fríverslunarsamninga, að oftar en ekki hefur Evrópusambandið gert fríverslunarsamning við tiltekið ríki og síðan kemur EFTA í kjölfarið.“Lítið svigrúm Hún segir því að Íslendingum væri í raun frjálst að semja sjálfir við Breta upp á nýtt. Aftur á móti sé ekki víst að svigrúmið til þess væri ýkja mikið. „Í þessu tilviki finnst mér líklegast, komist Evrópusambandið og Bretland að einhverri heildarniðurstöðu um aðgang þeirra að innri markaðnum og svo framvegis, þá verði afskaplega lítið svigrúm fyrir EFTA-ríkin, sem eru þátttakendur á innri markaðnum, að semja einhvern veginn allt öðru vísi,“ sagði Dóra Sif Tynes á Sprengisandi í morgun.Hlusta má á viðtali við Dóru Sif í spilaranum að neðan.
Brexit Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira