Sextíu milljónir í að nútímavæða skóla Sveinn Arnarsson skrifar 11. desember 2017 06:00 Framtíð barna okkar bíður annar veruleiki en okkar sem eldri erum að mati fræðslustjóra. vísir/pjetur Bæjarstjórn Akureyrar áformar að verja sextíu milljónum króna á næstu þremur árum til nútímavæðingar í leik- og grunnskólum bæjarins. Er þetta gert til að styðja við uppfærslu á tæknibúnaði í skólum sem og að efla þekkingu fagfólks innan skólakerfisins. Á opnum kynningarfundi bæjarstjórnar þann 29. nóvember síðastliðinn kynnti bæjarstjórn þessa hugmynd sína fyrir næstu fjárhagsáætlun sem verður samþykkt síðar í þessum mánuði. Fræðsluráð fagnar þessari ákvörðun bæjarstjórnar og er vinna hafin innan hennar hvernig hægt sé að nýta fjármagnið sem best. „Við erum nú að fara yfir stöðuna. Skólarnir eru misjafnt á veg komnir með tækjabúnað og okkur skortir enn aukið fjármagn til að geta sinnt því. Einnig þurfum við að efla þekkingu kennara og fagfólks á tækninni og hvernig megi nýta hana sem best í kennslu,“ segir Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs og bæjarfulltrúi. „Þetta er fagnaðarefni því að við viljum gera vel í þessum málum hér á Akureyri.“ Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir þetta stórt og mikilvægt skref. „Hvert lítið skref skiptir máli í hinum tæknivædda heimi. Þetta er mjög mikilvægt skref í þá átt að nútímavæða kennslu og nýta tæknina í skólastarfi,“ segir Soffía. „Markmiðið er að nútímavæða skólastofuna. Við erum að stíga inn í fjórðu iðnbyltinguna með nýju tungumáli sem er forritun. Líklega verður það svo að yfir helmingur þeirra starfa sem til eru í dag verða ekki til í framtíð barna okkar. Því þurfum við að halda vel á spöðunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar áformar að verja sextíu milljónum króna á næstu þremur árum til nútímavæðingar í leik- og grunnskólum bæjarins. Er þetta gert til að styðja við uppfærslu á tæknibúnaði í skólum sem og að efla þekkingu fagfólks innan skólakerfisins. Á opnum kynningarfundi bæjarstjórnar þann 29. nóvember síðastliðinn kynnti bæjarstjórn þessa hugmynd sína fyrir næstu fjárhagsáætlun sem verður samþykkt síðar í þessum mánuði. Fræðsluráð fagnar þessari ákvörðun bæjarstjórnar og er vinna hafin innan hennar hvernig hægt sé að nýta fjármagnið sem best. „Við erum nú að fara yfir stöðuna. Skólarnir eru misjafnt á veg komnir með tækjabúnað og okkur skortir enn aukið fjármagn til að geta sinnt því. Einnig þurfum við að efla þekkingu kennara og fagfólks á tækninni og hvernig megi nýta hana sem best í kennslu,“ segir Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs og bæjarfulltrúi. „Þetta er fagnaðarefni því að við viljum gera vel í þessum málum hér á Akureyri.“ Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir þetta stórt og mikilvægt skref. „Hvert lítið skref skiptir máli í hinum tæknivædda heimi. Þetta er mjög mikilvægt skref í þá átt að nútímavæða kennslu og nýta tæknina í skólastarfi,“ segir Soffía. „Markmiðið er að nútímavæða skólastofuna. Við erum að stíga inn í fjórðu iðnbyltinguna með nýju tungumáli sem er forritun. Líklega verður það svo að yfir helmingur þeirra starfa sem til eru í dag verða ekki til í framtíð barna okkar. Því þurfum við að halda vel á spöðunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira