Rodman biður Trump að skipa sig friðarerindreka Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. desember 2017 13:48 Kim og Rodman horfa saman á körfubolta í Norður-Kóreu. Rodman sagði þá vera vini fyrir lífstíð. vísir/afp Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dennis Rodman hefur beðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að skipa sig friðarerindreka gagnvart Norður-Kóreu. Rodman er góður vinur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og telur hann sig geta miðlað málum eftir að Norður-Kórea ákvað að koma á ferðabanni sem meinar Bandaríkjamönnum aðgangi inn í landið. Fréttaveita The Guardian greinir frá þessu. Rodman, sem var hluti af NBA-meistaraliðum Chicago Bulls og Detroit Pistons, telur að hann gæti róað ástandið sem hefur myndast. „Ef ég fer þangað yfir [til Norður-Kóreu] mun ég setjast niður með honum [Kim Jong-un] yfir kvöldverði og vínglasi [...] við munum hlæja og spjalla og ástandið mun róast.“ Rodman heimsótti Kim Jong-un í höfuðborg landsins, Pyongyang, árið 2013 og sagði hann eftir á að hann hefði eignast „vin fyrir lífstíð“. Hann segist hafa þrábeðið Trump um að hitta sig til þess að ræða tengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, án árangurs. Auk þess segist hann búa yfir vitneskju um það hverjar helstu óskir Norður-Kóreumanna séu og að vel sé hægt að verða við þeim án vandræða. Það hefur þó ekki myndast mikill vinskapur á milli Trump og Kim Jong-un. Þeir hafa skipst á skotum í garð hvors annars og hefur spennan á milli ríkjanna magnast óðum. Trump kallaði Kim „eldflaugamanninn“ (e. rocket man) fyrir skömmu en Kim sagði Trump vera elliæran. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09 Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30 Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dennis Rodman hefur beðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að skipa sig friðarerindreka gagnvart Norður-Kóreu. Rodman er góður vinur Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og telur hann sig geta miðlað málum eftir að Norður-Kórea ákvað að koma á ferðabanni sem meinar Bandaríkjamönnum aðgangi inn í landið. Fréttaveita The Guardian greinir frá þessu. Rodman, sem var hluti af NBA-meistaraliðum Chicago Bulls og Detroit Pistons, telur að hann gæti róað ástandið sem hefur myndast. „Ef ég fer þangað yfir [til Norður-Kóreu] mun ég setjast niður með honum [Kim Jong-un] yfir kvöldverði og vínglasi [...] við munum hlæja og spjalla og ástandið mun róast.“ Rodman heimsótti Kim Jong-un í höfuðborg landsins, Pyongyang, árið 2013 og sagði hann eftir á að hann hefði eignast „vin fyrir lífstíð“. Hann segist hafa þrábeðið Trump um að hitta sig til þess að ræða tengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, án árangurs. Auk þess segist hann búa yfir vitneskju um það hverjar helstu óskir Norður-Kóreumanna séu og að vel sé hægt að verða við þeim án vandræða. Það hefur þó ekki myndast mikill vinskapur á milli Trump og Kim Jong-un. Þeir hafa skipst á skotum í garð hvors annars og hefur spennan á milli ríkjanna magnast óðum. Trump kallaði Kim „eldflaugamanninn“ (e. rocket man) fyrir skömmu en Kim sagði Trump vera elliæran.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15 Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09 Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30 Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12. júní 2017 23:15
Rodman kominn með lið til Norður-Kóreu Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman er kominn til Norður-Kóreu með lið fyrrverandi leikmanna NBA deildarinnar. 6. janúar 2014 10:09
Rodman lentur í Norður-Kóreu Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað. 26. febrúar 2013 22:30
Rodman aftur til Norður-Kóreu „Mig langar bara að hitta vin minn, Kim, marskálkinn,” segir körfuboltakappinn skrautlegi, sem kominn er til Norður-Kóreu aftur. 3. september 2013 09:10