Launakostnaður á Alþingi aldrei hærri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. desember 2017 06:00 Formenn stjórnmálaflokkanna eftir kosningarnar haustið 2017. Vísir/Anton „Launakostnaður vegna alþingismanna hefur aldrei verið hærri en nú. Bæði kemur til kjararáðshækkunin í fyrra og síðan fjölgun þingflokka á Alþingi sem leiðir til þess að fleiri þingflokksformenn fá álagsgreiðslur og að auki eru fleiri flokksformenn utan stjórnar sem fá 50 prósent álag á laun,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Fimm flokkar áttu fulltrúa á þingi á kjörtímabilinu 2009 til 2013. Í kosningum 2013 náðu sex flokkar kjöri. Á nýloknu kjörtímabili áttu sjö flokkar kjörna fulltrúa á Alþingi og þeim fjölgaði um einn eftir nýafstaðnar kosningar og eru nú átta sem er metfjöldi þingflokka. Í reglum forsætisnefndar Alþingis um þingfararkostnað er kveðið á um álagsgreiðslur vegna ábyrgðarstarfa af ýmsum toga. Flokksformenn fá greitt 50 prósent álag á þingfararkaup sitt. Þetta álag er eingöngu greitt til formanna sem ekki eru ráðherrar. Formenn allra þingflokka fá einnig álag á sín laun sem nemur 15 prósentum af þingfararkaupi. Átta þingmenn eru þingflokksformenn og fá 15 prósent álag. Sömu álagsgreiðslur fá sex varaforsetar og átta formenn fastanefnda. Hver varaformaður fastanefndar fær 10 prósent álag og annar varaformaður hverrar nefndar fær fimm prósent álag á þingfararkaup sitt. Í reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað er þó kveðið á um að ekki sé greitt álag nema vegna eins embættis. Þannig fái þingflokksformaður ekki aukið álag þótt hann sé varaformaður nefndar, svo dæmi sé tekið. Gegni enginn þingmaður tveimur eða fleiri umræddra embætta, standa einungis átta þingmenn eftir af 63 sem fá þingfararkaup án sérstaks álags.Fjölgun flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi hefur þannig haft þau áhrif að hlutfall þeirra alþingismanna sem fá álagsgreiðslur á laun sín hækkar. Tólf þingmenn eru á ráðherralaunum; þeir ellefu þingmenn sem eru ráðherrar og forseti Alþingis. Fimm þingmenn eiga rétt á 50 prósenta álagi á laun sín vegna stöðu sinnar sem formenn flokka. Þess ber þó að geta að Píratar hafna ætíð þessu formannsálagi. Auk þingfararkaups og álags vegna tengdra starfa fá alþingismenn einnig fastar greiðslur vegna kostnaðar sem hlotist getur af starfi þeirra. Alþingismenn fá að lágmarki 70.000 kr. í fastar greiðslur á mánuði vegna starfskostnaðar og ferðakostnaðar. Þingmenn í landsbyggðarkjördæmum fá að auki greiddar 134.041 kr. í fastan húsnæðis- og dvalarkostnað. Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu eða í kjördæminu ef þingmaður á heimili á höfuðborgarsvæði. Haldi landsbyggðarþingmaður sem á heimili utan höfuðborgarsvæðisins annað heimili í Reykjavík getur hann hins vegar óskað eftir 40 prósent álagi á greiðslur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar sem hækkar þá upp í 187.657. kr. Fastar greiðslur alþingismanna úr landsbyggðarkjördæmi, aðrar en launagreiðslur, geta því farið upp í 257.657 kr. á mánuði. Ef svo er ástatt um formann flokks sem ekki er ráðherra eru laun hans auk greiðslna vegna ferða-, húsnæðis- og starfskostnaðar 1.909.448 kr. á mánuði. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
„Launakostnaður vegna alþingismanna hefur aldrei verið hærri en nú. Bæði kemur til kjararáðshækkunin í fyrra og síðan fjölgun þingflokka á Alþingi sem leiðir til þess að fleiri þingflokksformenn fá álagsgreiðslur og að auki eru fleiri flokksformenn utan stjórnar sem fá 50 prósent álag á laun,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Fimm flokkar áttu fulltrúa á þingi á kjörtímabilinu 2009 til 2013. Í kosningum 2013 náðu sex flokkar kjöri. Á nýloknu kjörtímabili áttu sjö flokkar kjörna fulltrúa á Alþingi og þeim fjölgaði um einn eftir nýafstaðnar kosningar og eru nú átta sem er metfjöldi þingflokka. Í reglum forsætisnefndar Alþingis um þingfararkostnað er kveðið á um álagsgreiðslur vegna ábyrgðarstarfa af ýmsum toga. Flokksformenn fá greitt 50 prósent álag á þingfararkaup sitt. Þetta álag er eingöngu greitt til formanna sem ekki eru ráðherrar. Formenn allra þingflokka fá einnig álag á sín laun sem nemur 15 prósentum af þingfararkaupi. Átta þingmenn eru þingflokksformenn og fá 15 prósent álag. Sömu álagsgreiðslur fá sex varaforsetar og átta formenn fastanefnda. Hver varaformaður fastanefndar fær 10 prósent álag og annar varaformaður hverrar nefndar fær fimm prósent álag á þingfararkaup sitt. Í reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað er þó kveðið á um að ekki sé greitt álag nema vegna eins embættis. Þannig fái þingflokksformaður ekki aukið álag þótt hann sé varaformaður nefndar, svo dæmi sé tekið. Gegni enginn þingmaður tveimur eða fleiri umræddra embætta, standa einungis átta þingmenn eftir af 63 sem fá þingfararkaup án sérstaks álags.Fjölgun flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi hefur þannig haft þau áhrif að hlutfall þeirra alþingismanna sem fá álagsgreiðslur á laun sín hækkar. Tólf þingmenn eru á ráðherralaunum; þeir ellefu þingmenn sem eru ráðherrar og forseti Alþingis. Fimm þingmenn eiga rétt á 50 prósenta álagi á laun sín vegna stöðu sinnar sem formenn flokka. Þess ber þó að geta að Píratar hafna ætíð þessu formannsálagi. Auk þingfararkaups og álags vegna tengdra starfa fá alþingismenn einnig fastar greiðslur vegna kostnaðar sem hlotist getur af starfi þeirra. Alþingismenn fá að lágmarki 70.000 kr. í fastar greiðslur á mánuði vegna starfskostnaðar og ferðakostnaðar. Þingmenn í landsbyggðarkjördæmum fá að auki greiddar 134.041 kr. í fastan húsnæðis- og dvalarkostnað. Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu eða í kjördæminu ef þingmaður á heimili á höfuðborgarsvæði. Haldi landsbyggðarþingmaður sem á heimili utan höfuðborgarsvæðisins annað heimili í Reykjavík getur hann hins vegar óskað eftir 40 prósent álagi á greiðslur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar sem hækkar þá upp í 187.657. kr. Fastar greiðslur alþingismanna úr landsbyggðarkjördæmi, aðrar en launagreiðslur, geta því farið upp í 257.657 kr. á mánuði. Ef svo er ástatt um formann flokks sem ekki er ráðherra eru laun hans auk greiðslna vegna ferða-, húsnæðis- og starfskostnaðar 1.909.448 kr. á mánuði.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira