KA leiðir kapphlaupið um Hallgrím Jónasson Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2017 09:45 Hallgrímur Jónasson í landsleik gegn Mexíkó í byrjun þessa árs. vísir/getty Hallgrímur Jónasson, miðvörður danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby, spilar að öllum líkindum með KA í Pepsi-deildinni á næsta ári, samkvæmt heimildum Vísis. KA hefur verið í baráttunni um Hallgrím í nokkra mánuði en hálf deildin hefur verið á eftir þessum öfluga varnarmanni síðan það spurðist út að fjölskylda hans væri flutt til Akureyrar. Valsmenn ætluðu sér að fá Hallgrím til að fylla í skarð Orra Sigurðar Ómarssonar ef hann hefði farið til Horsens, samkvæmt heimildum Vísis, en þar sem ekkert varð úr því þarf Hlíðarendafélagið ekki á öðrum miðverði að halda í bili. KA lagði fram öflugt tilboð til að lokka Húsvíkinginn norður en hann yfirgaf Akureyri árið 2005 eftir þrjú tímabil með Þór. Hann gekk þá í raðir Keflavíkur áður en hann fór utan í atvinnumennsku árið 2008. Hallgrímur spilaði með GAIS í Svíþjóð í þrjú ár en flutti sig svo um set til Danmerkur þar sem hann hefur verið síðan 2011 hjá SönderjyskE, OB og nú síðast Lyngby. Þar er hann lykilmaður og var að koma til baka eftir meiðsli sem héldu honum utan vallar í tvo mánuði. Danska úrvalsdeildin er komin í sitt langa vetrarfrí en hún hefst aftur í febrúar. Samkvæmt heimildum Vísis fer Hallgrímur aftur út og spilar með Lyngby eftir áramót en KA-menn vonast til að geta samið við hann frá 1. apríl þannig að hann verði klár í baráttuna í Pepsi-deildinni þegar að hún hefst 27. apríl. Hallgrímur á 16 landsleiki að baki en síðast spilaði hann „B“-liðs leik á móti Mexíkó í janúar á þessu ári. Hann hefur ekki átt fast sæti í íslenska hópnum í tvö ár en fari svo að hann næli sér óvænt í HM-sæti og semji við KA frá 1. apríl fá norðanmenn um tíu milljónir króna í sinn hlut. Meira um það má lesa hér. KA hafnaði í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð sem nýliðar en liðið spilaði í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu síðan að það féll árið 2004. Liðið hefur verið mjög rólegt á leikmannamarkaðnum en til KA er kominn Sæþór Olgeirsson frá Völsungi en Almarr Ormarsson er farinn í Fjölni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim Hallgrímur Jónasson getur valið úr liðum komi hann heim fyrir næsta tímabil í Pepsi-deildinni. 1. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Sjá meira
Hallgrímur Jónasson, miðvörður danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby, spilar að öllum líkindum með KA í Pepsi-deildinni á næsta ári, samkvæmt heimildum Vísis. KA hefur verið í baráttunni um Hallgrím í nokkra mánuði en hálf deildin hefur verið á eftir þessum öfluga varnarmanni síðan það spurðist út að fjölskylda hans væri flutt til Akureyrar. Valsmenn ætluðu sér að fá Hallgrím til að fylla í skarð Orra Sigurðar Ómarssonar ef hann hefði farið til Horsens, samkvæmt heimildum Vísis, en þar sem ekkert varð úr því þarf Hlíðarendafélagið ekki á öðrum miðverði að halda í bili. KA lagði fram öflugt tilboð til að lokka Húsvíkinginn norður en hann yfirgaf Akureyri árið 2005 eftir þrjú tímabil með Þór. Hann gekk þá í raðir Keflavíkur áður en hann fór utan í atvinnumennsku árið 2008. Hallgrímur spilaði með GAIS í Svíþjóð í þrjú ár en flutti sig svo um set til Danmerkur þar sem hann hefur verið síðan 2011 hjá SönderjyskE, OB og nú síðast Lyngby. Þar er hann lykilmaður og var að koma til baka eftir meiðsli sem héldu honum utan vallar í tvo mánuði. Danska úrvalsdeildin er komin í sitt langa vetrarfrí en hún hefst aftur í febrúar. Samkvæmt heimildum Vísis fer Hallgrímur aftur út og spilar með Lyngby eftir áramót en KA-menn vonast til að geta samið við hann frá 1. apríl þannig að hann verði klár í baráttuna í Pepsi-deildinni þegar að hún hefst 27. apríl. Hallgrímur á 16 landsleiki að baki en síðast spilaði hann „B“-liðs leik á móti Mexíkó í janúar á þessu ári. Hann hefur ekki átt fast sæti í íslenska hópnum í tvö ár en fari svo að hann næli sér óvænt í HM-sæti og semji við KA frá 1. apríl fá norðanmenn um tíu milljónir króna í sinn hlut. Meira um það má lesa hér. KA hafnaði í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð sem nýliðar en liðið spilaði í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu síðan að það féll árið 2004. Liðið hefur verið mjög rólegt á leikmannamarkaðnum en til KA er kominn Sæþór Olgeirsson frá Völsungi en Almarr Ormarsson er farinn í Fjölni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim Hallgrímur Jónasson getur valið úr liðum komi hann heim fyrir næsta tímabil í Pepsi-deildinni. 1. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Sjá meira
Hálf Pepsi-deildin á eftir Hallgrími sem er ekki búinn að ákveða hvort að hann komi heim Hallgrímur Jónasson getur valið úr liðum komi hann heim fyrir næsta tímabil í Pepsi-deildinni. 1. nóvember 2017 13:00