Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 20:15 Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. Engu að síður verði útgjöld aukin um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári til að efla heilbrigðisþjónustuna, skóla landsins og samgöngukerfi og haldið áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag þar sem gert er ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi á fjárlögum næsta árs. Það er níu milljörðum minni afgangur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Tekjur ríkissjóðs aukast um 26 milljarða á næsta ári en frumútgjöld um 66 milljarða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að heildarútgjöld til heilbrigðismála á næsta ári umfram fjárlög þessa árs aukast um 21 milljarð króna. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk,“ segir Bjarni. Aukin útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð dreifist á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðinni og Landsspítalann.Framlögin aukin um allt heilbrigðiskerfið „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalanum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Framlög til barnabóta hækki um tæpan milljarð, til fæðingarorlofs um rúman milljarð og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í 100 þúsund krónur á mánuði kosti ríkissjóð 1,1 milljarð króna. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða.Bjarni vill enn skoða einkaframkvæmd í samgöngum Heildarframlög til samgöngumála verða aukin um 3,6 milljarða. En gríðarlega stór verkefni upp á tugi milljarða bíða í samgöngumálum í og við höfuðborgarsvæðið og segir Bjarni að meta þurfi hvernig fjármunum verði skipt í þau verkefni. En fyrrverandi samgönguráðherra vildi kanna möguleika einkaframkvæmdar í stærstu verkefnunum. „En ég held að við þurfum sömuleiðis að velta fyrir okkur þeim valkostum sem koma fram í skýrslunni frá því fyrr á þessu ári. Og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum hætti nýtt þá möguleika sem þar eru dregnir fram í dagsljósið. Ég held að þessi umræða muni sem sagt halda áfram og við eigum að taka hana af yfirvegun,“ segir fjármálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs er enn mjög mikil og verður 59 milljarðar á næsta ári að frádregnum vaxtatekjum, þótt skuldir verði lækkaðar um 50 milljarða. „Þá er nafnvirði skuldanna á niðurleið og síðan er það að hjálpa okkur að hagkerfið er að stækka. Þannig að þessi byrði er að komast undir þau viðmiðunarmörk sem við settum í lögum um opinber fjármál, 30 prósentin,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. Engu að síður verði útgjöld aukin um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári til að efla heilbrigðisþjónustuna, skóla landsins og samgöngukerfi og haldið áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag þar sem gert er ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi á fjárlögum næsta árs. Það er níu milljörðum minni afgangur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp fyrrverandi ríkisstjórnar. Tekjur ríkissjóðs aukast um 26 milljarða á næsta ári en frumútgjöld um 66 milljarða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að heildarútgjöld til heilbrigðismála á næsta ári umfram fjárlög þessa árs aukast um 21 milljarð króna. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk,“ segir Bjarni. Aukin útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð dreifist á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðinni og Landsspítalann.Framlögin aukin um allt heilbrigðiskerfið „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalanum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Framlög til barnabóta hækki um tæpan milljarð, til fæðingarorlofs um rúman milljarð og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega í 100 þúsund krónur á mánuði kosti ríkissjóð 1,1 milljarð króna. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða.Bjarni vill enn skoða einkaframkvæmd í samgöngum Heildarframlög til samgöngumála verða aukin um 3,6 milljarða. En gríðarlega stór verkefni upp á tugi milljarða bíða í samgöngumálum í og við höfuðborgarsvæðið og segir Bjarni að meta þurfi hvernig fjármunum verði skipt í þau verkefni. En fyrrverandi samgönguráðherra vildi kanna möguleika einkaframkvæmdar í stærstu verkefnunum. „En ég held að við þurfum sömuleiðis að velta fyrir okkur þeim valkostum sem koma fram í skýrslunni frá því fyrr á þessu ári. Og spyrja okkur hvort við getum með einhverjum hætti nýtt þá möguleika sem þar eru dregnir fram í dagsljósið. Ég held að þessi umræða muni sem sagt halda áfram og við eigum að taka hana af yfirvegun,“ segir fjármálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs er enn mjög mikil og verður 59 milljarðar á næsta ári að frádregnum vaxtatekjum, þótt skuldir verði lækkaðar um 50 milljarða. „Þá er nafnvirði skuldanna á niðurleið og síðan er það að hjálpa okkur að hagkerfið er að stækka. Þannig að þessi byrði er að komast undir þau viðmiðunarmörk sem við settum í lögum um opinber fjármál, 30 prósentin,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira