Nepölsk ofurmenni við Everest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2017 12:00 Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum. Vísir/Vilhelm Átján Íslendingar héldu í tveggja vikna göngu um Himalayafjöllin í október. Takmarkið voru grunnbúðir Mount Everest þaðan sem garpar í öðrum áhættuhópi halda af stað á leið sinni á topp hæsta fjalls heimsins. Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var með myndavélina á lofti í fjöllunum. Gangan í grunnbúðir hefst í þorpinu Lukla í um 2800 metrum og lýkur í um 5400 metrum. Mikilvægt er að göngufólk drekki vatn og nóg af því á hverjum degi, meðal annars til að vinna gegn hæðaveiki. Hér að ofan má sjá mynd af nepalskri stelpu á gangi milli þorpa með hundruð plastflöskur á bakinu. Sumir hlóðu meiru á bakið en aðrir. Tveir stálbitar, samanlagt 88 kíló að þyngd, á baki burðarmanns á leið til hins gullfallega þorps Gokyo. Vísir/Vilhelm Flestir burðarmenn eru karlmenn í kringum tvítugt þótt finna megi fólk á öllum aldri. Þótt hinn hefðbundni burðarmaður hafi verið með 30-40 kíló á bakinu þekkist það að menn fari yfir hundrað kílóin. Burðarmenn selja almennt vinnu sína per kíló. Margir burðarmenn stíga svo skrefið til aðstoðarleiðsögumanns en þá er nauðsynlegt að hafa náð þokkalegu valdi á enskunni. Burðarmaður í Nepal með Nuptse í bakgrunni. Nuptse er einn fjölmargra glæsilegra tinda í fjallgarðinum, 7861 metrar á hæð.Vísir/Vilhelm Takmarkið náðist á tólfta degi þar sem sjá mátti Everest gægjast upp á bak við fjöllin. Vegna stöðugra tilfærsla jökla og steina færast grunnbúðir Everest stöðugt lítilega til og frá. Þær eru í um tveggja klukkutíma göngufæri frá þorpinu Gorakshep þar sem er gistiaðstaða fyrir ferðamenn en ekkert annað. Þessi vösku drengir fylgdu okkur alla leið. Níu alls, hver bar farangur tveggja Íslendinga - um 30 kíló.Vísir/Vilhelm Hetjurnar okkar. Drengirnir sem báru farangur lúxuslýðsins frá Íslandi á bakinu á degi hverjum, með bros á vör. Flestir voru með um 30 kíló á bakinu auk eigins farangurs. Þeir luku dagleiðunum alltaf fyrr en Íslendingarnir sem voru með 5-10 kíló á bakinu. Sannkölluð nepölsk ofurmenni. Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira
Átján Íslendingar héldu í tveggja vikna göngu um Himalayafjöllin í október. Takmarkið voru grunnbúðir Mount Everest þaðan sem garpar í öðrum áhættuhópi halda af stað á leið sinni á topp hæsta fjalls heimsins. Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var með myndavélina á lofti í fjöllunum. Gangan í grunnbúðir hefst í þorpinu Lukla í um 2800 metrum og lýkur í um 5400 metrum. Mikilvægt er að göngufólk drekki vatn og nóg af því á hverjum degi, meðal annars til að vinna gegn hæðaveiki. Hér að ofan má sjá mynd af nepalskri stelpu á gangi milli þorpa með hundruð plastflöskur á bakinu. Sumir hlóðu meiru á bakið en aðrir. Tveir stálbitar, samanlagt 88 kíló að þyngd, á baki burðarmanns á leið til hins gullfallega þorps Gokyo. Vísir/Vilhelm Flestir burðarmenn eru karlmenn í kringum tvítugt þótt finna megi fólk á öllum aldri. Þótt hinn hefðbundni burðarmaður hafi verið með 30-40 kíló á bakinu þekkist það að menn fari yfir hundrað kílóin. Burðarmenn selja almennt vinnu sína per kíló. Margir burðarmenn stíga svo skrefið til aðstoðarleiðsögumanns en þá er nauðsynlegt að hafa náð þokkalegu valdi á enskunni. Burðarmaður í Nepal með Nuptse í bakgrunni. Nuptse er einn fjölmargra glæsilegra tinda í fjallgarðinum, 7861 metrar á hæð.Vísir/Vilhelm Takmarkið náðist á tólfta degi þar sem sjá mátti Everest gægjast upp á bak við fjöllin. Vegna stöðugra tilfærsla jökla og steina færast grunnbúðir Everest stöðugt lítilega til og frá. Þær eru í um tveggja klukkutíma göngufæri frá þorpinu Gorakshep þar sem er gistiaðstaða fyrir ferðamenn en ekkert annað. Þessi vösku drengir fylgdu okkur alla leið. Níu alls, hver bar farangur tveggja Íslendinga - um 30 kíló.Vísir/Vilhelm Hetjurnar okkar. Drengirnir sem báru farangur lúxuslýðsins frá Íslandi á bakinu á degi hverjum, með bros á vör. Flestir voru með um 30 kíló á bakinu auk eigins farangurs. Þeir luku dagleiðunum alltaf fyrr en Íslendingarnir sem voru með 5-10 kíló á bakinu. Sannkölluð nepölsk ofurmenni.
Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira