Innlent

Verkfall flugvirkja: Reiknar með að deiluaðilar hittist í dag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson
Halldór Benjamín Þorbergsson vísir/gva
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir að líklegt sé að samninganefndir flugvirkja og SA muni hittast í til að ræða kjarasamning flugvirkja. Verkfall flugvirkja Icelandair hófst í morgun.

„Það er ekki búið að til að boða til nýs fundar en það er ábyrgð deilenda að hittast í dag og leysa úr þessu enda getum við ekki unað við það að þúsund manns séu standaglópar víðs vegar um heiminn,“ segir Halldór í samtali við Vísi.

Maraþonfundi samninganefndanna var slitið klukkan 02.30 í nótt án árangurs. Á þeim fundi lagði samninganefnd SA fram tilbið sem flugvirkjar svöruðu. Því var svo hafnað af SA.

Halldór segir að enn sé langt á milli deiluaðila en ekki sé hægt að láta þetta mál liggja, deiluaðilar verði að koma saman til þess að freista þess að komast að samkomulagi.

Verkfallið hefur haft margvísleg áhrif á flugáætlun Icelandair. Alls hefur tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst auk þess sem að seinkum varð á öllum flugferðum Icelandair frá Íslandi í morgun. Þá má einnig búast við seinkunum á flugferðum félagsins nú síðdegis og í kvöld.

Einungis þær vélar sem þegar höfðu verið skoðaðar af flugvirkjun hafa farið frá Keflavík að sögn Guðjóns Arngrímssonar. Hann segir að félagið muni reyna að tryggja að sem flestar vélar komist í loftið en farþegum er bent á að fylgjast með breytingum á vefsíðu Icelandair.

Hann segir þetta ástand, þar sem flugáætlun helst að einhverju leyti, einungis geta varað í ákveðinn tíma áður en skoðanir fer að vanta á allar vélar. Ekki er þó ljóst hversu lengi hægt verður að halda þessu gangandi og er það ákvörðun sem á eftir að taka. 


Tengdar fréttir

Krafa flugvirkja er 20% launahækkun

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar.

Grunnlaunin um 440 þúsund krónur

Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×