Stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2017 08:00 Árni Theodór, bruggmeistari Ölgerðarinnar, og skilvindan sem gerir kleift að sleppa gelatíni í framleiðslu. vísir/eyþór „Núna í ár er meira vöruúrval en síðustu jól af jólavörum,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, gjaldkeri Félags íslenskra grænmetisæta. Hann segir þó alltaf mega bæta við og tekur sem dæmi konfektið frá Nóa Siríusi. Sigvaldi segir að það sé mikil eftirspurn eftir alls kyns vörum frá fyrirtækum sem hæfa grænkerum (vegan) og hvetur framleiðendur til að skoða vörurnar sínar. „Mig grunar að framleiðendur vilji bara jákvæða hvatningu. Við viljum kaupa vörurnar þeirra,“ segir Sigvaldi. „Þessum fyrirspurnum hefur farið fjölgandi. Þetta er eitthvað sem við kannski vorum ekki að spá í fyrir, en erum að leggja áherslu á núna. Við erum búin að fjárfesta í græjum sem gera okkur kleift að gera allt vegan,“ segir Árni Theódór Long, bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Nýlega festi Ölgerðin kaup á skilvindu sem gerir þeim kleift að sleppa því að nota dýraafurðina gelatín. „Við erum ekki lengur að fella út bjórinn með efnum eins og gelatíni, í staðinn erum við komin með skilvindu sem getur fjarlægt það sem þarf, án þess að bæta við þessum efnum. Vélin er núna búin að vera í notkun í einhvern tíma. Við erum búin að vera í þessum fasa í að minnsta kosti hálft ár,“ segir Árni Theódór.Sigvaldi Ástríðarson, grænkeri til 12 ára og gjaldkeri Félags íslenskra grænmetisæta.vísir/ernirJólaölið er stór hluti íslensku jólahefðanna, bæði á jólunum sjálfum og yfir aðventuna, en Ölgerðin vill þó ekki fullyrða að jólaölið sé laust við allar dýraafurðir, vegna hvíta sykursins sem notaður er í framleiðslunni. „Það er ekki alveg ljóst með hann, en við erum að vinna í því að fá vottun. Annað er ekki með þessum hvíta sykri, til dæmis bjórinn frá BORG og Egils, sem er því hæfur grænkerum.“ Óvissuþátturinn sem Árni Theódór vísar í snýr að því að hvítur sykur er í sumum tilfellum litaður með beinkolum, en Sigvaldi hjá Félagi grænmetisæta telur þó að grænkerum sé óhætt að neyta þessara vara. Sykurinn er í flestum tilfellum evrópskur og er ekki unninn á þann máta. Sykurinn sem Ölgerðin notar er frá Limako Suiker BV í Hollandi. Súkkulaði er annað sem Íslendingar borða mikið af um jólin. Samkvæmt Nóa Síríusi er jólakonfektið alltaf gríðarlega vinsæl vara hjá þeim, en ekkert af jólakonfektinu er þó án dýraafurða. „Það er ekki í boði í ár, en þetta er í skoðun. Þetta er ört stækkandi markaður og við finnum það á fyrirspurnum. Við finnum sérstaklega fyrir því fyrir þessi jól. Við erum með einstaka vegan hátíðarvörur eins og dökkt pralínsúkkulaði. Við höfum fengið fyrirspurn um hvort ekki sé hægt að hafa það í boði allt árið. Þetta er allt í skoðun. Við erum að þróa rosalega mikið og skoðum þá strauma og stefnur og við höfum klárlega orðið vör við aukinn áhuga á þessu, sérstaklega síðasta eina og hálfa árið,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs Nóa Síríusar. Laufabrauð er einnig vinsælt á jólahlaðborðum Íslendinga, en það inniheldur mjólkurduft og hentar því ekki grænkerum. „Við erum að vinna með hefðbundnar uppskriftir og myndum aldrei breyta þeim í vegan, en það væri hægt að gera einhverja nýja svipaða vöru. Það væri gaman að gera einhverja prufuþróun og athuga hvort það er hægt að gera eitthvað sniðugt. Þetta er viss áskorun, en ég hef alltaf gaman af því,“ segir Pétur S. Pétursson, framleiðslustjóri hjá Ömmubakstri. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Sigvaldi, hjá félagi grænmetisæta, segir þeim fjölga stöðugt sem vilja sleppa öllum dýraafurðum í matargerð, en segir ómögulegt að áætla um heildarfjölda á Íslandi. Hann telur að það séu tæplega fimm prósent landsmanna í heildina sem eru einhvers staðar á milli þess að vera grænkerar eða grænmetisætur. Hann sagði einnig fjölmarga vera svokallaða „flexitarians“ sem eru þá grænmetisætur sem leyfa sér stöku sinnum mjólkurvörur eða aðrar dýraafurðir. Uppfært klukkan 14:21: Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni hefur fyrirtækið nú fengið það staðfest að sykurinn sem um er fjallað í fréttinni er vegan. Birtist í Fréttablaðinu Jól Neytendur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
„Núna í ár er meira vöruúrval en síðustu jól af jólavörum,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, gjaldkeri Félags íslenskra grænmetisæta. Hann segir þó alltaf mega bæta við og tekur sem dæmi konfektið frá Nóa Siríusi. Sigvaldi segir að það sé mikil eftirspurn eftir alls kyns vörum frá fyrirtækum sem hæfa grænkerum (vegan) og hvetur framleiðendur til að skoða vörurnar sínar. „Mig grunar að framleiðendur vilji bara jákvæða hvatningu. Við viljum kaupa vörurnar þeirra,“ segir Sigvaldi. „Þessum fyrirspurnum hefur farið fjölgandi. Þetta er eitthvað sem við kannski vorum ekki að spá í fyrir, en erum að leggja áherslu á núna. Við erum búin að fjárfesta í græjum sem gera okkur kleift að gera allt vegan,“ segir Árni Theódór Long, bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Nýlega festi Ölgerðin kaup á skilvindu sem gerir þeim kleift að sleppa því að nota dýraafurðina gelatín. „Við erum ekki lengur að fella út bjórinn með efnum eins og gelatíni, í staðinn erum við komin með skilvindu sem getur fjarlægt það sem þarf, án þess að bæta við þessum efnum. Vélin er núna búin að vera í notkun í einhvern tíma. Við erum búin að vera í þessum fasa í að minnsta kosti hálft ár,“ segir Árni Theódór.Sigvaldi Ástríðarson, grænkeri til 12 ára og gjaldkeri Félags íslenskra grænmetisæta.vísir/ernirJólaölið er stór hluti íslensku jólahefðanna, bæði á jólunum sjálfum og yfir aðventuna, en Ölgerðin vill þó ekki fullyrða að jólaölið sé laust við allar dýraafurðir, vegna hvíta sykursins sem notaður er í framleiðslunni. „Það er ekki alveg ljóst með hann, en við erum að vinna í því að fá vottun. Annað er ekki með þessum hvíta sykri, til dæmis bjórinn frá BORG og Egils, sem er því hæfur grænkerum.“ Óvissuþátturinn sem Árni Theódór vísar í snýr að því að hvítur sykur er í sumum tilfellum litaður með beinkolum, en Sigvaldi hjá Félagi grænmetisæta telur þó að grænkerum sé óhætt að neyta þessara vara. Sykurinn er í flestum tilfellum evrópskur og er ekki unninn á þann máta. Sykurinn sem Ölgerðin notar er frá Limako Suiker BV í Hollandi. Súkkulaði er annað sem Íslendingar borða mikið af um jólin. Samkvæmt Nóa Síríusi er jólakonfektið alltaf gríðarlega vinsæl vara hjá þeim, en ekkert af jólakonfektinu er þó án dýraafurða. „Það er ekki í boði í ár, en þetta er í skoðun. Þetta er ört stækkandi markaður og við finnum það á fyrirspurnum. Við finnum sérstaklega fyrir því fyrir þessi jól. Við erum með einstaka vegan hátíðarvörur eins og dökkt pralínsúkkulaði. Við höfum fengið fyrirspurn um hvort ekki sé hægt að hafa það í boði allt árið. Þetta er allt í skoðun. Við erum að þróa rosalega mikið og skoðum þá strauma og stefnur og við höfum klárlega orðið vör við aukinn áhuga á þessu, sérstaklega síðasta eina og hálfa árið,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs Nóa Síríusar. Laufabrauð er einnig vinsælt á jólahlaðborðum Íslendinga, en það inniheldur mjólkurduft og hentar því ekki grænkerum. „Við erum að vinna með hefðbundnar uppskriftir og myndum aldrei breyta þeim í vegan, en það væri hægt að gera einhverja nýja svipaða vöru. Það væri gaman að gera einhverja prufuþróun og athuga hvort það er hægt að gera eitthvað sniðugt. Þetta er viss áskorun, en ég hef alltaf gaman af því,“ segir Pétur S. Pétursson, framleiðslustjóri hjá Ömmubakstri. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Sigvaldi, hjá félagi grænmetisæta, segir þeim fjölga stöðugt sem vilja sleppa öllum dýraafurðum í matargerð, en segir ómögulegt að áætla um heildarfjölda á Íslandi. Hann telur að það séu tæplega fimm prósent landsmanna í heildina sem eru einhvers staðar á milli þess að vera grænkerar eða grænmetisætur. Hann sagði einnig fjölmarga vera svokallaða „flexitarians“ sem eru þá grænmetisætur sem leyfa sér stöku sinnum mjólkurvörur eða aðrar dýraafurðir. Uppfært klukkan 14:21: Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni hefur fyrirtækið nú fengið það staðfest að sykurinn sem um er fjallað í fréttinni er vegan.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Neytendur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira