Stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2017 08:00 Árni Theodór, bruggmeistari Ölgerðarinnar, og skilvindan sem gerir kleift að sleppa gelatíni í framleiðslu. vísir/eyþór „Núna í ár er meira vöruúrval en síðustu jól af jólavörum,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, gjaldkeri Félags íslenskra grænmetisæta. Hann segir þó alltaf mega bæta við og tekur sem dæmi konfektið frá Nóa Siríusi. Sigvaldi segir að það sé mikil eftirspurn eftir alls kyns vörum frá fyrirtækum sem hæfa grænkerum (vegan) og hvetur framleiðendur til að skoða vörurnar sínar. „Mig grunar að framleiðendur vilji bara jákvæða hvatningu. Við viljum kaupa vörurnar þeirra,“ segir Sigvaldi. „Þessum fyrirspurnum hefur farið fjölgandi. Þetta er eitthvað sem við kannski vorum ekki að spá í fyrir, en erum að leggja áherslu á núna. Við erum búin að fjárfesta í græjum sem gera okkur kleift að gera allt vegan,“ segir Árni Theódór Long, bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Nýlega festi Ölgerðin kaup á skilvindu sem gerir þeim kleift að sleppa því að nota dýraafurðina gelatín. „Við erum ekki lengur að fella út bjórinn með efnum eins og gelatíni, í staðinn erum við komin með skilvindu sem getur fjarlægt það sem þarf, án þess að bæta við þessum efnum. Vélin er núna búin að vera í notkun í einhvern tíma. Við erum búin að vera í þessum fasa í að minnsta kosti hálft ár,“ segir Árni Theódór.Sigvaldi Ástríðarson, grænkeri til 12 ára og gjaldkeri Félags íslenskra grænmetisæta.vísir/ernirJólaölið er stór hluti íslensku jólahefðanna, bæði á jólunum sjálfum og yfir aðventuna, en Ölgerðin vill þó ekki fullyrða að jólaölið sé laust við allar dýraafurðir, vegna hvíta sykursins sem notaður er í framleiðslunni. „Það er ekki alveg ljóst með hann, en við erum að vinna í því að fá vottun. Annað er ekki með þessum hvíta sykri, til dæmis bjórinn frá BORG og Egils, sem er því hæfur grænkerum.“ Óvissuþátturinn sem Árni Theódór vísar í snýr að því að hvítur sykur er í sumum tilfellum litaður með beinkolum, en Sigvaldi hjá Félagi grænmetisæta telur þó að grænkerum sé óhætt að neyta þessara vara. Sykurinn er í flestum tilfellum evrópskur og er ekki unninn á þann máta. Sykurinn sem Ölgerðin notar er frá Limako Suiker BV í Hollandi. Súkkulaði er annað sem Íslendingar borða mikið af um jólin. Samkvæmt Nóa Síríusi er jólakonfektið alltaf gríðarlega vinsæl vara hjá þeim, en ekkert af jólakonfektinu er þó án dýraafurða. „Það er ekki í boði í ár, en þetta er í skoðun. Þetta er ört stækkandi markaður og við finnum það á fyrirspurnum. Við finnum sérstaklega fyrir því fyrir þessi jól. Við erum með einstaka vegan hátíðarvörur eins og dökkt pralínsúkkulaði. Við höfum fengið fyrirspurn um hvort ekki sé hægt að hafa það í boði allt árið. Þetta er allt í skoðun. Við erum að þróa rosalega mikið og skoðum þá strauma og stefnur og við höfum klárlega orðið vör við aukinn áhuga á þessu, sérstaklega síðasta eina og hálfa árið,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs Nóa Síríusar. Laufabrauð er einnig vinsælt á jólahlaðborðum Íslendinga, en það inniheldur mjólkurduft og hentar því ekki grænkerum. „Við erum að vinna með hefðbundnar uppskriftir og myndum aldrei breyta þeim í vegan, en það væri hægt að gera einhverja nýja svipaða vöru. Það væri gaman að gera einhverja prufuþróun og athuga hvort það er hægt að gera eitthvað sniðugt. Þetta er viss áskorun, en ég hef alltaf gaman af því,“ segir Pétur S. Pétursson, framleiðslustjóri hjá Ömmubakstri. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Sigvaldi, hjá félagi grænmetisæta, segir þeim fjölga stöðugt sem vilja sleppa öllum dýraafurðum í matargerð, en segir ómögulegt að áætla um heildarfjölda á Íslandi. Hann telur að það séu tæplega fimm prósent landsmanna í heildina sem eru einhvers staðar á milli þess að vera grænkerar eða grænmetisætur. Hann sagði einnig fjölmarga vera svokallaða „flexitarians“ sem eru þá grænmetisætur sem leyfa sér stöku sinnum mjólkurvörur eða aðrar dýraafurðir. Uppfært klukkan 14:21: Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni hefur fyrirtækið nú fengið það staðfest að sykurinn sem um er fjallað í fréttinni er vegan. Birtist í Fréttablaðinu Jól Neytendur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
„Núna í ár er meira vöruúrval en síðustu jól af jólavörum,“ segir Sigvaldi Ástríðarson, gjaldkeri Félags íslenskra grænmetisæta. Hann segir þó alltaf mega bæta við og tekur sem dæmi konfektið frá Nóa Siríusi. Sigvaldi segir að það sé mikil eftirspurn eftir alls kyns vörum frá fyrirtækum sem hæfa grænkerum (vegan) og hvetur framleiðendur til að skoða vörurnar sínar. „Mig grunar að framleiðendur vilji bara jákvæða hvatningu. Við viljum kaupa vörurnar þeirra,“ segir Sigvaldi. „Þessum fyrirspurnum hefur farið fjölgandi. Þetta er eitthvað sem við kannski vorum ekki að spá í fyrir, en erum að leggja áherslu á núna. Við erum búin að fjárfesta í græjum sem gera okkur kleift að gera allt vegan,“ segir Árni Theódór Long, bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Nýlega festi Ölgerðin kaup á skilvindu sem gerir þeim kleift að sleppa því að nota dýraafurðina gelatín. „Við erum ekki lengur að fella út bjórinn með efnum eins og gelatíni, í staðinn erum við komin með skilvindu sem getur fjarlægt það sem þarf, án þess að bæta við þessum efnum. Vélin er núna búin að vera í notkun í einhvern tíma. Við erum búin að vera í þessum fasa í að minnsta kosti hálft ár,“ segir Árni Theódór.Sigvaldi Ástríðarson, grænkeri til 12 ára og gjaldkeri Félags íslenskra grænmetisæta.vísir/ernirJólaölið er stór hluti íslensku jólahefðanna, bæði á jólunum sjálfum og yfir aðventuna, en Ölgerðin vill þó ekki fullyrða að jólaölið sé laust við allar dýraafurðir, vegna hvíta sykursins sem notaður er í framleiðslunni. „Það er ekki alveg ljóst með hann, en við erum að vinna í því að fá vottun. Annað er ekki með þessum hvíta sykri, til dæmis bjórinn frá BORG og Egils, sem er því hæfur grænkerum.“ Óvissuþátturinn sem Árni Theódór vísar í snýr að því að hvítur sykur er í sumum tilfellum litaður með beinkolum, en Sigvaldi hjá Félagi grænmetisæta telur þó að grænkerum sé óhætt að neyta þessara vara. Sykurinn er í flestum tilfellum evrópskur og er ekki unninn á þann máta. Sykurinn sem Ölgerðin notar er frá Limako Suiker BV í Hollandi. Súkkulaði er annað sem Íslendingar borða mikið af um jólin. Samkvæmt Nóa Síríusi er jólakonfektið alltaf gríðarlega vinsæl vara hjá þeim, en ekkert af jólakonfektinu er þó án dýraafurða. „Það er ekki í boði í ár, en þetta er í skoðun. Þetta er ört stækkandi markaður og við finnum það á fyrirspurnum. Við finnum sérstaklega fyrir því fyrir þessi jól. Við erum með einstaka vegan hátíðarvörur eins og dökkt pralínsúkkulaði. Við höfum fengið fyrirspurn um hvort ekki sé hægt að hafa það í boði allt árið. Þetta er allt í skoðun. Við erum að þróa rosalega mikið og skoðum þá strauma og stefnur og við höfum klárlega orðið vör við aukinn áhuga á þessu, sérstaklega síðasta eina og hálfa árið,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs Nóa Síríusar. Laufabrauð er einnig vinsælt á jólahlaðborðum Íslendinga, en það inniheldur mjólkurduft og hentar því ekki grænkerum. „Við erum að vinna með hefðbundnar uppskriftir og myndum aldrei breyta þeim í vegan, en það væri hægt að gera einhverja nýja svipaða vöru. Það væri gaman að gera einhverja prufuþróun og athuga hvort það er hægt að gera eitthvað sniðugt. Þetta er viss áskorun, en ég hef alltaf gaman af því,“ segir Pétur S. Pétursson, framleiðslustjóri hjá Ömmubakstri. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Sigvaldi, hjá félagi grænmetisæta, segir þeim fjölga stöðugt sem vilja sleppa öllum dýraafurðum í matargerð, en segir ómögulegt að áætla um heildarfjölda á Íslandi. Hann telur að það séu tæplega fimm prósent landsmanna í heildina sem eru einhvers staðar á milli þess að vera grænkerar eða grænmetisætur. Hann sagði einnig fjölmarga vera svokallaða „flexitarians“ sem eru þá grænmetisætur sem leyfa sér stöku sinnum mjólkurvörur eða aðrar dýraafurðir. Uppfært klukkan 14:21: Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni hefur fyrirtækið nú fengið það staðfest að sykurinn sem um er fjallað í fréttinni er vegan.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Neytendur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira