Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2017 11:03 Mikil röskun hefur orðið á flugáætlun Icelandair í dag og í gær. vísir/vilhelm Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.Á upplýsingasíðu Icelandair vegna verkfallsins má sjá að búið er að aflýsa öllum ferðum félagsins til Bandaríkjanna, að undanskildum ferðum Icelandair til Orlando og JFK-flugvallar í New York. Flugi Icelandair til og frá Chicago, Minneapolis, Washington, Newark-flugvallar í New York, Seattle, Denver, Portland, Boston í Bandaríkjunum og Edmonton og Toronto í Kanada, sem voru á flugáætlun síðdegis hefur verið aflýst. Þá var flugferðum Icelandair í morgun til og Charles de Gaulle-flugvallar í París aflýst sem og ferðum félagsins til og frá Tegel-flugvelli í Berlin, Gatwick-flugvelli í London, Osló, Amsterdam, Glasgow og Birmingham. Alls er því um að ræða 35 flugferðir sem aflýst hefur verið í dag vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði einnig töluverð áhrif á flugferðir Icelandair í gær og voru fjölmargir farþegar strandaglópar á Keflavíkurflugvelli. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum og í gær var álagið svo mikið að símkerfi flugfélagsins lá niðri. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugfloti félagsins teldi 30 vélar. Eru vélarnar skoðaðar eftir hvert flug og þegar eitthvað kemur upp á sem þarfnast yfirferðar flugvirkja eru vélarnar sem um ræðir settar til hliðar og teknar úr notkun, enda flugvirkjar Icelandair ekki að störfum. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram. Vonir standa þó til að deiluaðilar hittist á fundi í dag til þess að halda viðræðunum áfram. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.Á upplýsingasíðu Icelandair vegna verkfallsins má sjá að búið er að aflýsa öllum ferðum félagsins til Bandaríkjanna, að undanskildum ferðum Icelandair til Orlando og JFK-flugvallar í New York. Flugi Icelandair til og frá Chicago, Minneapolis, Washington, Newark-flugvallar í New York, Seattle, Denver, Portland, Boston í Bandaríkjunum og Edmonton og Toronto í Kanada, sem voru á flugáætlun síðdegis hefur verið aflýst. Þá var flugferðum Icelandair í morgun til og Charles de Gaulle-flugvallar í París aflýst sem og ferðum félagsins til og frá Tegel-flugvelli í Berlin, Gatwick-flugvelli í London, Osló, Amsterdam, Glasgow og Birmingham. Alls er því um að ræða 35 flugferðir sem aflýst hefur verið í dag vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði einnig töluverð áhrif á flugferðir Icelandair í gær og voru fjölmargir farþegar strandaglópar á Keflavíkurflugvelli. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum og í gær var álagið svo mikið að símkerfi flugfélagsins lá niðri. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugfloti félagsins teldi 30 vélar. Eru vélarnar skoðaðar eftir hvert flug og þegar eitthvað kemur upp á sem þarfnast yfirferðar flugvirkja eru vélarnar sem um ræðir settar til hliðar og teknar úr notkun, enda flugvirkjar Icelandair ekki að störfum. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram. Vonir standa þó til að deiluaðilar hittist á fundi í dag til þess að halda viðræðunum áfram.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00
Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57