Fótbolti

Börsungar ætla ekki að standa heiðursvörð fyrir Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Real Madrid hefur unnið HM félagsliða þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.
Real Madrid hefur unnið HM félagsliða þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. vísir/getty
Leikmenn Barcelona ætla ekki að standa heiðursvörð fyrir leikmenn Real Madrid þegar erkifjendurnir mætast í El Clásico á Þorláksmessu.

Real Madrid varð heimsmeistari félagasliða á laugardaginn eftir 1-0 sigur á Gremio frá Brasilíu. Eftir leikinn kallaði Cristiano Ronaldo, sem skoraði eina mark leiksins, eftir því að Börsungar mynda standa heiðursvörð fyrir Madrídinga í leik liðanna á Þorláksmessu.

Barcelona ætlar ekki að verða við bón Ronaldos því félagið tók ekki þátt í HM í félagsliða.

„Þegar við tökum þátt í keppninni gerum við það en ekki í þessu tilfelli,“ sagði Guillermo Amor, stjórnarmaður Barcelona.

Real Madrid situr í 5. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, 11 stigum á eftir Barcelona. Madrídingar verða því að vinna leikinn á laugardaginn til að eiga möguleika á að verja Spánarmeistaratitilinn.


Tengdar fréttir

Suarez og Paulinho sáu um Deportivo

Barcelona náði ellefu stiga forskoti á erkifjendur sína í Real Madrid með 4-0 sigri gegn Deportivo á heimavelli í spænska boltanum í dag en Madrídingar eiga þó leik til góða.

Luka Modric valinn bestur

Luka Modric, leikmaður Real Madrid, var valinn bestur á heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu en mótið fór fram í Abu Dhabi í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×