Innlent

„Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun“

Birgir Olgeirsson skrifar
Áætlað er að verkfallið hafi áhrif á tíu þúsund farþega á degi hverjum og segir Guðjón að meira og minna allir viðskiptavinir Icelandair hafi orðið fyrir einhverskonar röskun í dag.
Áætlað er að verkfallið hafi áhrif á tíu þúsund farþega á degi hverjum og segir Guðjón að meira og minna allir viðskiptavinir Icelandair hafi orðið fyrir einhverskonar röskun í dag. Vísir/Eyþór
Fjöldinn allur af farþegum Icelandair komst ekki ferða sinn í dag vegna verkfalls flugvirkja flugfélagsins. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að það hafi gengið þokkalega að reyna að koma fólki á áfangastað í dag.

„Það hefur náttúrlega verið flogið mun minna í dag en náttúrlega annars hefði verið gert. Sem þýðir að fjöldinn allur hefur ekki komist sinna ferða og því fylgir heilmikil vinna fyrir alla. Bæði fyrir farþega og okkar starfsfólks sem er að sinna þjónustunni,“ segir Guðjón.

Áætlað er að verkfallið hafi áhrif á tíu þúsund farþega á degi hverjum og segir Guðjón að meira og minna allir viðskiptavinir Icelandair hafi orðið fyrir einhverskonar röskun í dag.

„Það hafa meira og minna allir farþegar orðið fyrir einhverskonar röskun. Ef ekkert breytist og það verður áfram verkfall á morgun þá verður þetta svipað, ekkert betra allavega,“ segir Guðjón.

Á vef Icelandair kemur fram að seinkun verði á flugi frá Edmonton í Kanada til Keflavíkur á morgun.

Búið er að aflýsa flugum Icelandair frá DenverSeattle og Portland í Bandaríkjunum á morgun.

Annars þurfti að aflýsa 35 áætlunarferðum flugfélagsins í dag vegna verkfallsins og varð röskun á fjölda þeirra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×