Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair snarhækka eftir að samningar náðust

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Mikil röskun hefur orðið á flugáætlun Icelandair í dag og í gær.
Mikil röskun hefur orðið á flugáætlun Icelandair í dag og í gær. vísir/vilhelm
Verð hlutabréfa Icelandair í Kauphöllinni hefur hækkað um 6,94 prósent það sem af er af degi. Viðskipti með bréfin nema um 143 milljónum króna.

Líkt og Vísir greindi frá í gær höfðu þau lækkað töluvert í gær vegna verkfalls flugvirkja en samningar náðust í nótt á milli samninganefndar Icelandair, Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins og er verkfallinu því lokið. Kosið verður um efni samningsins eftir fjórar vikur að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Verkfallið hófst kl. 6 að morgni sunnudags og varð í framhaldinu töluverð röskun á flugi Icelandair frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.


Tengdar fréttir

Hlutabréf í Icelandair lækka flugið

Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum.

Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst

Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.

Verkfall flugvirkja Icelandair hafið

Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×