Með þessu færist ég nær uppsprettu tónlistarinnar Magnús Guðmundsson skrifar 2. desember 2017 11:00 Jan Lundgren við píanóið en hann segir að tónlistin færi honum það sem trúin gefi öðrum. Þetta var veisla fyrir eyrað; óhætt er að fullyrða að þetta hafi verið með bestu tónleikum ársins hingað til.“ Svona lauk Jónas Sen dómi um tónleika sænska djasspíanistans Jans Lundgren á Listahátíð í Reykjavík um vorið 2015. Með Lundgren var tríóið hans, skipað kontrabassaleikaranum Matthias Svensson og trommaranum Zoltan Czörsz, þeir félagar eru fjarri góðu gamni nú þegar sænski snillingurinn er væntanlegur aftur til landsins enda nálgunin allt önnur að þessu sinni. Jan Lundgren stígur sem sagt aftur á svið Norðurljósasalar Hörpu næsta þriðjudagskvöld en að þessu sinni með kontrabassaleikaranum Hans Backenroth ásamt Barbörukórnum, íslenskum kór sem er skipaður atvinnusöngvurum. Saman munu þau flytja hina klassísku tónsmíð Magnum Mysterium, tónverk frá endurreisnartímanum, sem Lundgren nálgast með tónmáli djassins. Lundgren samdi verkið árið 2007 í minningu Ingmars Bergman og hefur flutt það nokkuð víða utan heimalandsins. „Að flytja þetta á Íslandi var ekki mín hugmynd heldur Tómasar Guðbjartssonar en hann hefur verið mikill aðdáandi þessarar tónlistar og hefur verið að biðja mig um þetta í nokkur ár. Þegar hann kom svo með hugmyndina að rétta kórnum þá var þetta orðið að raunhæfum möguleika og ekki eftir neinu að bíða og ég er ákaflega lukkulegur með að þetta sé allt að ganga upp. Ég man vel eftir tónleikunum mínum á Íslandi fyrir tveimur árum og ég vona að einhverjir af þeim sem komu á þá tónleika eigi þaðan góðar minningar og séu til í að koma aftur þó svo þetta sé ólíkt verkefni.“Jan Lundgren djasspíanisti frá Svíþjóð.Mynd/Thomas SchloemannFalleg og spennandi Jan Lundgren segir að upprunalega hugmyndin með verkefninu hafi verið að leiða saman kóratónlist endurreisnarinnar og hinn flæðandi spuna djassins. Lundgren hefur áður fengist við að leiða saman ólíkar stefnur tónlistar og reyndar öðlaðist hann fyrst frægð fyrir djassaða nálgun sína á sænska og síðar evrópskra þjóðlagatónlist. „Þetta er gjörólíkt verkefni og allt annað að vinna með þessa tónlist en þjóðlögin en Claudio Montiverdi er eitt af mínum uppáhalds tónskáldum þó svo að þessar tónsmíðar séu afskaplega langt frá djassinum. Stóra málið með þessa tónlist er að hún er falleg og spennandi á sama tíma. Hún er mjög falleg en það er líka sitthvað þarna sem kemur á óvart og það er einmitt sá eiginleiki tónlistar sem heillar mig hvað mest. Það er allt annað en auðvelt að skapa tónlist sem ber með sér báða þessa eiginleika en þegar vel tekst til þá er útkoman dásamleg,“ segir Lundgren og brosir við tilhugsunina. Bergman og spurningin? Eins og áður sagði þá samdi Jan Lundgren sína útgáfu af Magnum Mysterium til minningar um Ingmar Bergman. Lundgren segir að hann hafi alltaf verið mikill aðdáandi verka Bergmans sem hafi reyndar verið mikill áhugamaður og unnandi klassískrar tónlistar. „Bergman var með útvarpsþátt í Svíþjóð sem var afskapalega frægur á sínum tíma, þetta var reyndar bara einn þáttur, en hann hafði hins vegar ótrúlega mikil áhrif á marga og umræðuna. Tónlist var eitt af því sem Bergman talaði um í þessum þætti og þar bað hann sænsku hlustendurna um að svara spurningunum: Hvaðan kemur tónlistin? Hvers vegna er tónlistin til? Þetta eru heimspekilegar spurningar en viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hann fékk þúsundir bréfa þar sem fólk leitaðist við að svara þessum spurningum en í raun gat enginn svarað enda eru þetta opnar spurningar og engin einhlít svör til. En þessar hugmyndir Bergmans og þessi rannsókn hans ríma á einhvern hátt við mínar hugmyndir og nálgun í tónlist. Með því að leita alveg aftur í endurreisnina finnst mér svo að ég sé að fara svo langt til baka að ég á einhvern hátt færist nær uppsprettunni. Nær þessum innsta kjarna tónlistarinnar og svo vinn ég mig þaðan.“ Jan Lundgren bendir á að kórverk á borð við Magnum Mysterium sé afar trúarlegt verk að uppruna og það felist fyrir vikið líka í því ákveðinn innileiki. Sjálfur segist hann þó ekki sérstaklega trúaður maður. „Nei, ég finn það sem margir finna í trúnni í tónlistinni. Í lífi mínu og starfi frá degi til dags og það er góð tilfinning.“Leyndarmál En tónleikarnir á þriðjudagskvöldið eru ekki einskorðaðir við Magnum Mysterium því seinni hluta tónleikanna kemur söngkonan Sigríður Thorlacius fram og hún ætlar að flytja sænsk djasslög við undirleik Lundgrens. „Sigríður ætlar að syngja eitt eða tvö sænsk þjóðlög og líka eitthvað af íslenskum en það er ekki allt, hún ætlar líka að syngja meira. En það er hins vegar leyndarmál hvað hún ætlar að syngja fleira,“ segir Lundgren og skellihlær en bætir svo við: „En þetta er líka ný samvinna og við Sigríður höfum aldrei hist áður en það er auðvitað Tómas Guðbjartsson sem ber ábyrgð á því að leiða okkur saman. Ég er mjög glaður að fá tækifæri til þess að vinna með Sigríði því hún er frábær söngkona.“ Lundgren segir að hann komi þann þriðja til landsins og fari aftur þann sjöunda. „Við verðum á fullu fyrir tónleikana að æfa en eftir tónleikana er ég að vonast eftir því að geta skoðað mig um. Ég veit að það er ekki hægt að gera mikið á svona stuttum tíma en er samt viss um að Tómas á eftir að finna upp á einhverju spennandi fyrir mig þó svo ég verði nú kannski ekki hlaupandi upp á landsins hæstu fjöll og jökla,“ segir þessi viðkunnanlegi djasspíanisti að lokum og er þar með rokinn að píanóinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Þetta var veisla fyrir eyrað; óhætt er að fullyrða að þetta hafi verið með bestu tónleikum ársins hingað til.“ Svona lauk Jónas Sen dómi um tónleika sænska djasspíanistans Jans Lundgren á Listahátíð í Reykjavík um vorið 2015. Með Lundgren var tríóið hans, skipað kontrabassaleikaranum Matthias Svensson og trommaranum Zoltan Czörsz, þeir félagar eru fjarri góðu gamni nú þegar sænski snillingurinn er væntanlegur aftur til landsins enda nálgunin allt önnur að þessu sinni. Jan Lundgren stígur sem sagt aftur á svið Norðurljósasalar Hörpu næsta þriðjudagskvöld en að þessu sinni með kontrabassaleikaranum Hans Backenroth ásamt Barbörukórnum, íslenskum kór sem er skipaður atvinnusöngvurum. Saman munu þau flytja hina klassísku tónsmíð Magnum Mysterium, tónverk frá endurreisnartímanum, sem Lundgren nálgast með tónmáli djassins. Lundgren samdi verkið árið 2007 í minningu Ingmars Bergman og hefur flutt það nokkuð víða utan heimalandsins. „Að flytja þetta á Íslandi var ekki mín hugmynd heldur Tómasar Guðbjartssonar en hann hefur verið mikill aðdáandi þessarar tónlistar og hefur verið að biðja mig um þetta í nokkur ár. Þegar hann kom svo með hugmyndina að rétta kórnum þá var þetta orðið að raunhæfum möguleika og ekki eftir neinu að bíða og ég er ákaflega lukkulegur með að þetta sé allt að ganga upp. Ég man vel eftir tónleikunum mínum á Íslandi fyrir tveimur árum og ég vona að einhverjir af þeim sem komu á þá tónleika eigi þaðan góðar minningar og séu til í að koma aftur þó svo þetta sé ólíkt verkefni.“Jan Lundgren djasspíanisti frá Svíþjóð.Mynd/Thomas SchloemannFalleg og spennandi Jan Lundgren segir að upprunalega hugmyndin með verkefninu hafi verið að leiða saman kóratónlist endurreisnarinnar og hinn flæðandi spuna djassins. Lundgren hefur áður fengist við að leiða saman ólíkar stefnur tónlistar og reyndar öðlaðist hann fyrst frægð fyrir djassaða nálgun sína á sænska og síðar evrópskra þjóðlagatónlist. „Þetta er gjörólíkt verkefni og allt annað að vinna með þessa tónlist en þjóðlögin en Claudio Montiverdi er eitt af mínum uppáhalds tónskáldum þó svo að þessar tónsmíðar séu afskaplega langt frá djassinum. Stóra málið með þessa tónlist er að hún er falleg og spennandi á sama tíma. Hún er mjög falleg en það er líka sitthvað þarna sem kemur á óvart og það er einmitt sá eiginleiki tónlistar sem heillar mig hvað mest. Það er allt annað en auðvelt að skapa tónlist sem ber með sér báða þessa eiginleika en þegar vel tekst til þá er útkoman dásamleg,“ segir Lundgren og brosir við tilhugsunina. Bergman og spurningin? Eins og áður sagði þá samdi Jan Lundgren sína útgáfu af Magnum Mysterium til minningar um Ingmar Bergman. Lundgren segir að hann hafi alltaf verið mikill aðdáandi verka Bergmans sem hafi reyndar verið mikill áhugamaður og unnandi klassískrar tónlistar. „Bergman var með útvarpsþátt í Svíþjóð sem var afskapalega frægur á sínum tíma, þetta var reyndar bara einn þáttur, en hann hafði hins vegar ótrúlega mikil áhrif á marga og umræðuna. Tónlist var eitt af því sem Bergman talaði um í þessum þætti og þar bað hann sænsku hlustendurna um að svara spurningunum: Hvaðan kemur tónlistin? Hvers vegna er tónlistin til? Þetta eru heimspekilegar spurningar en viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hann fékk þúsundir bréfa þar sem fólk leitaðist við að svara þessum spurningum en í raun gat enginn svarað enda eru þetta opnar spurningar og engin einhlít svör til. En þessar hugmyndir Bergmans og þessi rannsókn hans ríma á einhvern hátt við mínar hugmyndir og nálgun í tónlist. Með því að leita alveg aftur í endurreisnina finnst mér svo að ég sé að fara svo langt til baka að ég á einhvern hátt færist nær uppsprettunni. Nær þessum innsta kjarna tónlistarinnar og svo vinn ég mig þaðan.“ Jan Lundgren bendir á að kórverk á borð við Magnum Mysterium sé afar trúarlegt verk að uppruna og það felist fyrir vikið líka í því ákveðinn innileiki. Sjálfur segist hann þó ekki sérstaklega trúaður maður. „Nei, ég finn það sem margir finna í trúnni í tónlistinni. Í lífi mínu og starfi frá degi til dags og það er góð tilfinning.“Leyndarmál En tónleikarnir á þriðjudagskvöldið eru ekki einskorðaðir við Magnum Mysterium því seinni hluta tónleikanna kemur söngkonan Sigríður Thorlacius fram og hún ætlar að flytja sænsk djasslög við undirleik Lundgrens. „Sigríður ætlar að syngja eitt eða tvö sænsk þjóðlög og líka eitthvað af íslenskum en það er ekki allt, hún ætlar líka að syngja meira. En það er hins vegar leyndarmál hvað hún ætlar að syngja fleira,“ segir Lundgren og skellihlær en bætir svo við: „En þetta er líka ný samvinna og við Sigríður höfum aldrei hist áður en það er auðvitað Tómas Guðbjartsson sem ber ábyrgð á því að leiða okkur saman. Ég er mjög glaður að fá tækifæri til þess að vinna með Sigríði því hún er frábær söngkona.“ Lundgren segir að hann komi þann þriðja til landsins og fari aftur þann sjöunda. „Við verðum á fullu fyrir tónleikana að æfa en eftir tónleikana er ég að vonast eftir því að geta skoðað mig um. Ég veit að það er ekki hægt að gera mikið á svona stuttum tíma en er samt viss um að Tómas á eftir að finna upp á einhverju spennandi fyrir mig þó svo ég verði nú kannski ekki hlaupandi upp á landsins hæstu fjöll og jökla,“ segir þessi viðkunnanlegi djasspíanisti að lokum og er þar með rokinn að píanóinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira