Menning

Ég er minn eigin höfundur og leikari

Magnús Guðmundsson skrifar
Stúfur í stuði í sviði Samkomuhússins á Akureyri.
Stúfur í stuði í sviði Samkomuhússins á Akureyri.
Jólasýningin Stúfur naut mikilla vinsælda í Samkomuhúsinu á Akureyri um síðustu jól en sýningin er fyrir alla krakka sex ára og eldri. Vinsældir Stúfs voru slíkar að í gærkvöldi sneri hann galvaskur aftur með nýja sýningu sem kallast einfaldlega Stúfur snýr aftur. Jólasveinninn smái en knái hefur nýtt tímann vel frá síðustu jólum við allskyns æfingar. „Ég er ljúfur, hrjúfur, spriklandi og sprellfjörugur,“ segir Stúfur og bætir við: „Ég elska leikhúsið því það er svona staður þar sem barasta allt getur gerst!"

Í Stúfur snýr aftur sýnir og sannar jólasveinninn Stúfur enn og aftur að hann er enginn venjulegur jólasveinn. Hann er himinlifandi yfir að hafa verið boðið aftur í Samkomuhúsið og er núna í óða önn að æfa lagið sitt Jólalagstúfur og gera tilraunir með að baka hinn fullkomna kanilsnúð, en Stúfur ætlar að gefa öllum sem koma á sýninguna kanil­stúf, eins og hann segir sjálfur.

„Mér þykir gaman að baka og það finnst mér vera róandi þegar maður er jólaórói en það er líka gott að syngja og ég er búinn að semja nýtt lag fyrir sýninguna.“ Stúfur segist sjálfur vera sinn eigin höfundur og leikari en gengst þó við því að meðhöfundar, leikstjórar og sérstakir uppalendur séu þau Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.