Skráningar í VG tekið kipp eftir lyklaskiptin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. desember 2017 18:09 Skráningar í VG hafa tekið kipp eftir að Katrín Jakobsdóttir tók við embætti forsætisráðherra á fimmtudag. Vísir/Eyþór Á annað hundrað manns hafa sagt sig úr Vinstri grænum síðan ákvörðun var tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. Þá hafa um áttatíu manns skráð sig í flokkinn á sama tíma. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum í flokkinn hafi fjölgað eftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum. „Fólk hefur róast, ég hef það á tilfinningunni,“ segir Björg Eva í samtali við Vísi. Hún segir að mest hafi verið um skráningar úr flokknum fyrst eftir að stjórnarmyndunarviðræður hófust, einhver hreyfing hafi orðið aftur þegar ráðherralistinn hafi verið kynntur, en það sé þó lítil breyting á félagafjölda í heild. „Við erum næstum því sex þúsund og í því ljósi er frekar hæpið að það sé einhver svakalegur klofningur og flótti þó að þessi hreyfing verði.“ „Ef þú skoðar breytingarnar á félagatalinu núna eftir að ríkisstjórnin var mynduð þá eru ekki lengur fleiri sem skrá sig úr heldur en inn, heldur eru innskráningar álíka margar og úrskráningar og jafnvel ívið fleiri.“Umdeildur sáttmáli samþykktur Margir þeirra sem hafa skráð sig úr flokknum síðustu misseri hafa tekið virkan þátt í starfi hans, meðal annars í ungliðahreyfingu og sem varaþingmenn. Þrátt fyrir ýmsar óánægjuraddir var stjórnarsáttmálinn samþykktur með um 80 prósent atkvæða á flokksráðsfundinum og tók ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur við völdum á fimmtudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, sem greiddu atkvæði gegn sáttmálanum, hafa sagt að þau muni áfram starfa sem þingmenn á vegum VG en ætla þó að vera gagnrýnin á störf ríkisstjórnarinnar sem þingmenn flokksins. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Á annað hundrað manns hafa sagt sig úr Vinstri grænum síðan ákvörðun var tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. Þá hafa um áttatíu manns skráð sig í flokkinn á sama tíma. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum í flokkinn hafi fjölgað eftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum. „Fólk hefur róast, ég hef það á tilfinningunni,“ segir Björg Eva í samtali við Vísi. Hún segir að mest hafi verið um skráningar úr flokknum fyrst eftir að stjórnarmyndunarviðræður hófust, einhver hreyfing hafi orðið aftur þegar ráðherralistinn hafi verið kynntur, en það sé þó lítil breyting á félagafjölda í heild. „Við erum næstum því sex þúsund og í því ljósi er frekar hæpið að það sé einhver svakalegur klofningur og flótti þó að þessi hreyfing verði.“ „Ef þú skoðar breytingarnar á félagatalinu núna eftir að ríkisstjórnin var mynduð þá eru ekki lengur fleiri sem skrá sig úr heldur en inn, heldur eru innskráningar álíka margar og úrskráningar og jafnvel ívið fleiri.“Umdeildur sáttmáli samþykktur Margir þeirra sem hafa skráð sig úr flokknum síðustu misseri hafa tekið virkan þátt í starfi hans, meðal annars í ungliðahreyfingu og sem varaþingmenn. Þrátt fyrir ýmsar óánægjuraddir var stjórnarsáttmálinn samþykktur með um 80 prósent atkvæða á flokksráðsfundinum og tók ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur við völdum á fimmtudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, sem greiddu atkvæði gegn sáttmálanum, hafa sagt að þau muni áfram starfa sem þingmenn á vegum VG en ætla þó að vera gagnrýnin á störf ríkisstjórnarinnar sem þingmenn flokksins.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13
Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39