Lögregla og mótmælendur tókust á við fund þýsks öfgaflokks Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2017 08:18 Mótmælendurnir héldu meðal annars á borðum með slagorðum gegn þjóðernishyggju. Vísir/AFP Tíu mótmælendur voru handteknir og nokkrir slösuðust í átökum við lögreglu fyrir utan þing Valkosts fyrir Þýskalands, öfgahægriflokks sem vann sæti á þýska þinginu í fyrsta skipti í haust, í Hannover í gær. Innandyra kusu flokksmenn sér nýja forystu. Fimm mótmæli voru skipulögð fyrir utan fundarstað Valkosts fyrir Þýskaland (AfD). Ætluðu mótmælendurnir að reyna að slá herkví utan um fundarstaðinn. Lögreglumenn notuðu vatnsþrýstibyssur, kylfur og piparúða til að greiða leið flokksmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD hlaut 12,6% atkvæða í þingkosningunum í september. Útlit er fyrir að hann verði stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi nú þegar Kristilegi demókrataflokkur Angelu Merkel kanslara ræðir um samstarfs við sósíaldemókrata. Alexander Gauland og Jörg Meuthen voru kjörnir forystumenn flokksins en þeim er báðum lýst sem harðlínumönnum. Gauland hét því meðal annars að stöðva „innrás útlendinga“ inn í Þýskaland á fundinum. AfD hefur verið að færa sig lengra til hægri undanfarin misseri. Í upphafi var flokkurinn stofnaður til höfuðs evrunni en í seinni tíð eru stefnumál hans andstaða gegn innflytjendum og andúð á múslimum. Það er sagt hafa valdið átökum innan flokksins. Frauke Petry, sem hafði verið þekktasti leiðtogi flokksins, tilkynnti um brotthvarf sitt örfáum dögum eftir kosningarnar. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. 26. september 2017 08:00 Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna Ein helsta stjarna Valkosts fyrir Þýskalands ætlar ekki að starfa með þingflokki þjóðernissinnanna eftir kosningasigur þeirra í gær. 25. september 2017 10:13 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Tíu mótmælendur voru handteknir og nokkrir slösuðust í átökum við lögreglu fyrir utan þing Valkosts fyrir Þýskalands, öfgahægriflokks sem vann sæti á þýska þinginu í fyrsta skipti í haust, í Hannover í gær. Innandyra kusu flokksmenn sér nýja forystu. Fimm mótmæli voru skipulögð fyrir utan fundarstað Valkosts fyrir Þýskaland (AfD). Ætluðu mótmælendurnir að reyna að slá herkví utan um fundarstaðinn. Lögreglumenn notuðu vatnsþrýstibyssur, kylfur og piparúða til að greiða leið flokksmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD hlaut 12,6% atkvæða í þingkosningunum í september. Útlit er fyrir að hann verði stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi nú þegar Kristilegi demókrataflokkur Angelu Merkel kanslara ræðir um samstarfs við sósíaldemókrata. Alexander Gauland og Jörg Meuthen voru kjörnir forystumenn flokksins en þeim er báðum lýst sem harðlínumönnum. Gauland hét því meðal annars að stöðva „innrás útlendinga“ inn í Þýskaland á fundinum. AfD hefur verið að færa sig lengra til hægri undanfarin misseri. Í upphafi var flokkurinn stofnaður til höfuðs evrunni en í seinni tíð eru stefnumál hans andstaða gegn innflytjendum og andúð á múslimum. Það er sagt hafa valdið átökum innan flokksins. Frauke Petry, sem hafði verið þekktasti leiðtogi flokksins, tilkynnti um brotthvarf sitt örfáum dögum eftir kosningarnar.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. 26. september 2017 08:00 Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna Ein helsta stjarna Valkosts fyrir Þýskalands ætlar ekki að starfa með þingflokki þjóðernissinnanna eftir kosningasigur þeirra í gær. 25. september 2017 10:13 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. 26. september 2017 08:00
Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna Ein helsta stjarna Valkosts fyrir Þýskalands ætlar ekki að starfa með þingflokki þjóðernissinnanna eftir kosningasigur þeirra í gær. 25. september 2017 10:13