Tígurinn getur enn bitið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2017 06:00 Tiger fagnaði öllu sem gekk upp um helgina innilega og þeir voru ansi margir sem fögnuðu með honum. Vísir/Getty Tiger Woods átti enn eina endurkomuna í golfheiminn í síðustu viku. Sú níunda í heildina en heilsufar þessa frábæra kylfings hefur ekki verið gott síðustu ár og hann hefur þurft að fara í fjórar bakaðgerðir. Þetta var hans fyrsta mót síðan í febrúar en hann hefur lítið getað spilað síðustu þrjú ár vegna þrálátra bakmeiðsla. Svo slæm voru meiðslin að Tiger átti um tíma erfitt með að komast fram úr rúminu og fór í lengri tíma ekki út úr húsi. Tiger spilaði tvo hringi upp á 68 högg, einn hringinn fór hann á 69 og vondi hringurinn var upp á 75 högg. Hann endaði í níunda sæti á móti þar sem átján toppkylfingar tóku þátt.Brosið komið aftur. Það er gleði í lífi Tiger Woods á nýjan leik.Vísir/GettyUm tíma efstur á mótinuHann hélt sínu gegn þeim bestu og rúmlega það. Tiger var um tíma efstur á mótinu. Það sem mestu máli skiptir er að hann virðist hafa komist í gegnum mótið án þess að finna til eymsla. Ef hann segir satt frá gæti þetta verið upphafið að einhverju góðu hjá Tiger. „Ég er mjög spenntur því svona hef ég verið að slá upp á síðkastið. Heimurinn er allt öðruvísi núna en hann var hjá mér fyrir fimm dögum,“ sagði brosmildur Tiger eftir mótið en skorið var ekki bara gott heldur sýndi hann oft geggjuð tilþrif og upphafshöggin voru löng. „Ég vissi að það yrði ekkert mál að spila hringi. Það sem ég hafði áhyggjur af var skorið og hvernig mér myndi líða á vellinum. Hvernig venst ég því að vera með adrenalínið á fullu aftur? Það tók smá tíma að venjast því.“ Fyrsta risamót næsta árs er Masters í byrjun apríl og Tiger hefur ekki ákveðið hvernig hann hagar undirbúningi fyrir mótið. „Ég þarf að spila nóg en ekki of mikið. Ég veit ekki alveg hver besta leiðin er núna en ég mun átta mig á því.“ Það sem sérfræðingar hafa helst gagnrýnt hjá Tiger á Hetjumótinu er að stutta spilið var á stundum alls ekki nógu gott. Hann gerði flest mistök í vippunum sínum og ef hann nær ekki ryðinu af stutta spilinu mun hann ekki vinna nein mót næstu mánuðina. „Ég er svolítið svekktur með járnin hjá mér og ég er líka svolítið hissa á hversu löng upphafshöggin voru. Ég veit núna hverju ég þarf að vinna betur í og mun gera það,“ sagði Tiger.Tiger Woods.Vísir/GettyAllir fylgdust með Þessi endurkoma var miklu betri en allir áttu von á og hún gladdi marga golfáhugamenn. Það er einfaldlega þannig að það er enginn sem vekur eins mikinn áhuga á íþróttinni og Tiger. Þeir voru ansi margir sem horfðu aftur á golf um helgina. Tennisstjarnan Rafael Nadal var meira að segja mætt á mótið og labbaði með Tiger. Það segir sína sögu. Aðdáendur Tigers dreymir enn um að hann nái fyrri styrk og fari að vinna mót reglulega á nýjan leik. Þessi endurkoma kveikir þá von þó svo þetta hefðu verið aðeins fjórir hringir en þetta var svo sannarlega skref í rétta átt. Tiger hefur ekki unnið golfmót síðan árið 2013 og hann þarf að taka fleiri framfaraskref á nýju ári ef titlunum á að fjölga. Áður en fór að halla undan fæti hjá Tiger hafði hann unnið fjórtán risamót og margir héldu að það yrði formsatriði að jafna met Jack Nicklaus sem vann átján risamót. Á næsta ári verða liðin tíu ár frá því þessi magnaði kylfingur vann síðast risamót og ef heilsan verður í lagi gætu ævintýri Tígursins haldið áfram á næsta ári. Hann er farinn að bíta aftur frá sér.Vísir/Getty Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods átti enn eina endurkomuna í golfheiminn í síðustu viku. Sú níunda í heildina en heilsufar þessa frábæra kylfings hefur ekki verið gott síðustu ár og hann hefur þurft að fara í fjórar bakaðgerðir. Þetta var hans fyrsta mót síðan í febrúar en hann hefur lítið getað spilað síðustu þrjú ár vegna þrálátra bakmeiðsla. Svo slæm voru meiðslin að Tiger átti um tíma erfitt með að komast fram úr rúminu og fór í lengri tíma ekki út úr húsi. Tiger spilaði tvo hringi upp á 68 högg, einn hringinn fór hann á 69 og vondi hringurinn var upp á 75 högg. Hann endaði í níunda sæti á móti þar sem átján toppkylfingar tóku þátt.Brosið komið aftur. Það er gleði í lífi Tiger Woods á nýjan leik.Vísir/GettyUm tíma efstur á mótinuHann hélt sínu gegn þeim bestu og rúmlega það. Tiger var um tíma efstur á mótinu. Það sem mestu máli skiptir er að hann virðist hafa komist í gegnum mótið án þess að finna til eymsla. Ef hann segir satt frá gæti þetta verið upphafið að einhverju góðu hjá Tiger. „Ég er mjög spenntur því svona hef ég verið að slá upp á síðkastið. Heimurinn er allt öðruvísi núna en hann var hjá mér fyrir fimm dögum,“ sagði brosmildur Tiger eftir mótið en skorið var ekki bara gott heldur sýndi hann oft geggjuð tilþrif og upphafshöggin voru löng. „Ég vissi að það yrði ekkert mál að spila hringi. Það sem ég hafði áhyggjur af var skorið og hvernig mér myndi líða á vellinum. Hvernig venst ég því að vera með adrenalínið á fullu aftur? Það tók smá tíma að venjast því.“ Fyrsta risamót næsta árs er Masters í byrjun apríl og Tiger hefur ekki ákveðið hvernig hann hagar undirbúningi fyrir mótið. „Ég þarf að spila nóg en ekki of mikið. Ég veit ekki alveg hver besta leiðin er núna en ég mun átta mig á því.“ Það sem sérfræðingar hafa helst gagnrýnt hjá Tiger á Hetjumótinu er að stutta spilið var á stundum alls ekki nógu gott. Hann gerði flest mistök í vippunum sínum og ef hann nær ekki ryðinu af stutta spilinu mun hann ekki vinna nein mót næstu mánuðina. „Ég er svolítið svekktur með járnin hjá mér og ég er líka svolítið hissa á hversu löng upphafshöggin voru. Ég veit núna hverju ég þarf að vinna betur í og mun gera það,“ sagði Tiger.Tiger Woods.Vísir/GettyAllir fylgdust með Þessi endurkoma var miklu betri en allir áttu von á og hún gladdi marga golfáhugamenn. Það er einfaldlega þannig að það er enginn sem vekur eins mikinn áhuga á íþróttinni og Tiger. Þeir voru ansi margir sem horfðu aftur á golf um helgina. Tennisstjarnan Rafael Nadal var meira að segja mætt á mótið og labbaði með Tiger. Það segir sína sögu. Aðdáendur Tigers dreymir enn um að hann nái fyrri styrk og fari að vinna mót reglulega á nýjan leik. Þessi endurkoma kveikir þá von þó svo þetta hefðu verið aðeins fjórir hringir en þetta var svo sannarlega skref í rétta átt. Tiger hefur ekki unnið golfmót síðan árið 2013 og hann þarf að taka fleiri framfaraskref á nýju ári ef titlunum á að fjölga. Áður en fór að halla undan fæti hjá Tiger hafði hann unnið fjórtán risamót og margir héldu að það yrði formsatriði að jafna met Jack Nicklaus sem vann átján risamót. Á næsta ári verða liðin tíu ár frá því þessi magnaði kylfingur vann síðast risamót og ef heilsan verður í lagi gætu ævintýri Tígursins haldið áfram á næsta ári. Hann er farinn að bíta aftur frá sér.Vísir/Getty
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira