Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. desember 2017 21:15 Þórunn Sif Böðvarsdóttir og Halldóra Guðmundsdóttir eru á meðal þeirra sex sem bjóða sig fram til varaformanns KÍ. Skjáskot Á framboðsfundi með frambjóðendum til varaformanns Kennarasambands Íslands lýstu tveir frambjóðendur yfir vantrausti á Ragnar Þór Pétursson nýkjörinn formann sambandsins og hvöttu hann til að segja af sér fyrir fimmtudag. Geri hann það ekki ætla frambjóðendurnir tveir að draga framboð sitt til baka. Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á netinu en hann hófst klukkan 20 í kvöld. „Í ljósi frétta af meintu kynferðisbroti Ragnars Þórs Péturssonar nýkjörins formanns Kennarasambands Íslands í fjölmiðlum um helgina tel ég einsýnt að staða hans til að sinna því embætti sé nú gjörbreytt,“ sagði Þórunn Sif Böðvarsdóttir grunnskólakennari í sinni ræðu en hún var fyrst frambjóðenda til þess að tala á fundinum. Telur hún að ímynd samtakanna geti skaðast setjist Ragnar Þór í stól formanns. Ragnar Þór Marinósson, 34 ára Tálknfirðingur, lýsti því í viðtali við Vísi í gær að Ragnar Þór kennari hefði sýnt sér klám. Þá var Talknfirðingurinn að eigin sögn tólf ára en Ragnar Þór að stiga sín fyrstu skref í kennslu fyrir vestan. Ásökunin hrakti Ragnar Þór tímabundið úr starfi árið 2013 þegar málið kom fyrst upp. Ragnar Þór nýkjörinn formaður KÍ sagði í samtali við Vísi að málið væri „fullkominn tilbúningur“ og ásökunin ekki á rökum reist. Ragnar Þór var kjörinn formaður KÍ í síðasta mánuði og tekur við starfinu í apríl. Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennaransVilja ekki starfa með Ragnari„Ég geri mér grein fyrir að staða kennara þegar kemur að ásökunum um kynferðisbrot er afar viðkvæm. Formaður KÍ, sem er helsti talsmaður kennara, þarf að geta sinnt þeim málaflokki án þess að fyrirliggjandi ásakanir geri Kennarasamtökin ótrúverðug í umræðu um slík mál.“ Þórunn ætlar að draga framboð sitt til varaformanns KÍ til baka ef Ragnar Þór segir ekki af sér áður en atkvæðagreiðsla til varaformanns samtakanna hefst formlega á fimmtudag. „Eftir mikla yfirlegu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég treysti mér ekki til að starfa við hlið Ragnars Þórs eða vera staðgengill hans eins og embætti varaformanns krefst. Vegna þess vil ég hvetja Ragnar Þór til að segja þegar af sér embætti.“ Þórunn yfirgaf salinn eftir ræðuna. „Þrátt fyrir brennandi áhuga, án þess að dæma, verð ég að fylgja hjartanu. Á tímum #MeToo byltingarinnar sem Kennarasambandið er meðal annars að taka þátt í, get ég ekki hugsað mér að halda framboði mínu áfram að öllu óbreyttu eftir atburði helgarinnar, sem setur okkur sem erum hérna í framboði í mjög flókna stöðu,“ sagði Halldóra Guðmundsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í lok sinnar ræðu „Þetta varðar aðaltalsmann kennara, með óskorið vald, sem þarf að geta tekið á þeim viðkvæmu málum sem geta komið upp. Formaður Kennarasambands Íslands verður að vera manneskja sem enginn vafi er á að sé best til þess fallinn, mér finnst hann ekki geta notið vafans.“ Verði engin breyting ætlar Halldóra, líkt og Þórunn, að draga framboð sitt til baka á kjördegi. „Að því sögðu, með fullri virðingu fyrir þeim frambjóðendum sem eiga eftir að tala hér í kvöld, og ykkur sem eruð hérna, þá finnst mér réttast að ég yfirgefi þennan fund núna.“ Yfirgaf hún salinn strax að lokinni sinni ræðu.Sparkað í liggjandi mannAðrir frambjóðendur ræddu ekki frétt Vísis frá því um helgina í sínu erindi og sátu áfram í salnum. Eftir að allir frambjóðendur höfðu stigið í pontu bað Þórhallur Gunnarsson fundarstjóri þá frambjóðendur sem eftir sátu að segja frá afstöðu sinni til þessa máls. „Mín skoðun er sú að við þurfum upplýsingar upp á borð,“ sagði Símon Cramer framhaldsskólakennari. „Ég hef enga skoðun eins og er því ég hef ekki kynnt mér málið.“ Sagði hann engan sekan fyrr en sönnun væri fyrir því og ætlaði að kynna sér málið betur. Heimir Björnsson framhaldsskólakennari sagðist eiginlega vera sömu skoðunar og Símon. „Þetta mál hefur ekki verið til lykta leitt. Sama hvaða niðurstaða kemur finnst mér ég ekki geta dæmt í aðra hvora áttina núna.“ Treysti hann sér ekki til að taka afstöðu í málinu og sagði það of snemmt. Bæði Símon og Heimir útilokuðu þó ekki að lýsa yfir vantrausti á formanninn síðar. „Svona mál eru alltaf erfið og flókin. Þetta er mál sem er erfitt að sanna og afsanna og Ragnar sjálfur hann hefur lagt áherslu á það í öllum sínum að komi svona ásakanir fram þá skuli börnum alltaf vera trúað og rannsókn fara fram og það var gert árið 2013,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari. „Hann var í rauninni sýknaður af þessu, það kom í ljós þar, ég get ekki skilið það öðruvísi en það hafi ekki verið fótur fyrir þessu.“ Sagði hún margar spurningar hafa vaknað í kjölfarið af umræðunni um helgina. „Mér finnst svolítið vera að sparka í liggjandi mann, mér brá svolítið við það sem þessir frambjóðendur gerðu,“ sagði Ásthildur. „Ég er alls ekki tilbúin til þess að sakfella Ragnar á því sem að þarna er komið fram því að ég held að það hafi í raun ekki komið neitt nýtt fram þarna í gær.“ Anna María Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari kaus að tjá sig ekki um mál Ragnars Þórs. Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla til varaformanns KÍ fer fram dagana 7. til 13. desember næstkomandi. Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Ragnar Þór kjörinn formaður Kennarasambands Íslands Ragnar Þór Pétursson hefur verið kjörinn formaður Kennarasambands Íslands en þrjú voru í framboði til formanns og hlaut Ragnar 56,3 prósent atkvæða. 7. nóvember 2017 14:59 Hættir vegna nafnlauss áburðar um barnaníð: Krakkarnir gráta Ragnar Þór kennara Mikill harmur og tregi er nú ríkjandi meðal barna við Norðlingaskóla vegna brotthvarfs hans. 13. desember 2013 14:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Á framboðsfundi með frambjóðendum til varaformanns Kennarasambands Íslands lýstu tveir frambjóðendur yfir vantrausti á Ragnar Þór Pétursson nýkjörinn formann sambandsins og hvöttu hann til að segja af sér fyrir fimmtudag. Geri hann það ekki ætla frambjóðendurnir tveir að draga framboð sitt til baka. Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á netinu en hann hófst klukkan 20 í kvöld. „Í ljósi frétta af meintu kynferðisbroti Ragnars Þórs Péturssonar nýkjörins formanns Kennarasambands Íslands í fjölmiðlum um helgina tel ég einsýnt að staða hans til að sinna því embætti sé nú gjörbreytt,“ sagði Þórunn Sif Böðvarsdóttir grunnskólakennari í sinni ræðu en hún var fyrst frambjóðenda til þess að tala á fundinum. Telur hún að ímynd samtakanna geti skaðast setjist Ragnar Þór í stól formanns. Ragnar Þór Marinósson, 34 ára Tálknfirðingur, lýsti því í viðtali við Vísi í gær að Ragnar Þór kennari hefði sýnt sér klám. Þá var Talknfirðingurinn að eigin sögn tólf ára en Ragnar Þór að stiga sín fyrstu skref í kennslu fyrir vestan. Ásökunin hrakti Ragnar Þór tímabundið úr starfi árið 2013 þegar málið kom fyrst upp. Ragnar Þór nýkjörinn formaður KÍ sagði í samtali við Vísi að málið væri „fullkominn tilbúningur“ og ásökunin ekki á rökum reist. Ragnar Þór var kjörinn formaður KÍ í síðasta mánuði og tekur við starfinu í apríl. Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennaransVilja ekki starfa með Ragnari„Ég geri mér grein fyrir að staða kennara þegar kemur að ásökunum um kynferðisbrot er afar viðkvæm. Formaður KÍ, sem er helsti talsmaður kennara, þarf að geta sinnt þeim málaflokki án þess að fyrirliggjandi ásakanir geri Kennarasamtökin ótrúverðug í umræðu um slík mál.“ Þórunn ætlar að draga framboð sitt til varaformanns KÍ til baka ef Ragnar Þór segir ekki af sér áður en atkvæðagreiðsla til varaformanns samtakanna hefst formlega á fimmtudag. „Eftir mikla yfirlegu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég treysti mér ekki til að starfa við hlið Ragnars Þórs eða vera staðgengill hans eins og embætti varaformanns krefst. Vegna þess vil ég hvetja Ragnar Þór til að segja þegar af sér embætti.“ Þórunn yfirgaf salinn eftir ræðuna. „Þrátt fyrir brennandi áhuga, án þess að dæma, verð ég að fylgja hjartanu. Á tímum #MeToo byltingarinnar sem Kennarasambandið er meðal annars að taka þátt í, get ég ekki hugsað mér að halda framboði mínu áfram að öllu óbreyttu eftir atburði helgarinnar, sem setur okkur sem erum hérna í framboði í mjög flókna stöðu,“ sagði Halldóra Guðmundsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í lok sinnar ræðu „Þetta varðar aðaltalsmann kennara, með óskorið vald, sem þarf að geta tekið á þeim viðkvæmu málum sem geta komið upp. Formaður Kennarasambands Íslands verður að vera manneskja sem enginn vafi er á að sé best til þess fallinn, mér finnst hann ekki geta notið vafans.“ Verði engin breyting ætlar Halldóra, líkt og Þórunn, að draga framboð sitt til baka á kjördegi. „Að því sögðu, með fullri virðingu fyrir þeim frambjóðendum sem eiga eftir að tala hér í kvöld, og ykkur sem eruð hérna, þá finnst mér réttast að ég yfirgefi þennan fund núna.“ Yfirgaf hún salinn strax að lokinni sinni ræðu.Sparkað í liggjandi mannAðrir frambjóðendur ræddu ekki frétt Vísis frá því um helgina í sínu erindi og sátu áfram í salnum. Eftir að allir frambjóðendur höfðu stigið í pontu bað Þórhallur Gunnarsson fundarstjóri þá frambjóðendur sem eftir sátu að segja frá afstöðu sinni til þessa máls. „Mín skoðun er sú að við þurfum upplýsingar upp á borð,“ sagði Símon Cramer framhaldsskólakennari. „Ég hef enga skoðun eins og er því ég hef ekki kynnt mér málið.“ Sagði hann engan sekan fyrr en sönnun væri fyrir því og ætlaði að kynna sér málið betur. Heimir Björnsson framhaldsskólakennari sagðist eiginlega vera sömu skoðunar og Símon. „Þetta mál hefur ekki verið til lykta leitt. Sama hvaða niðurstaða kemur finnst mér ég ekki geta dæmt í aðra hvora áttina núna.“ Treysti hann sér ekki til að taka afstöðu í málinu og sagði það of snemmt. Bæði Símon og Heimir útilokuðu þó ekki að lýsa yfir vantrausti á formanninn síðar. „Svona mál eru alltaf erfið og flókin. Þetta er mál sem er erfitt að sanna og afsanna og Ragnar sjálfur hann hefur lagt áherslu á það í öllum sínum að komi svona ásakanir fram þá skuli börnum alltaf vera trúað og rannsókn fara fram og það var gert árið 2013,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari. „Hann var í rauninni sýknaður af þessu, það kom í ljós þar, ég get ekki skilið það öðruvísi en það hafi ekki verið fótur fyrir þessu.“ Sagði hún margar spurningar hafa vaknað í kjölfarið af umræðunni um helgina. „Mér finnst svolítið vera að sparka í liggjandi mann, mér brá svolítið við það sem þessir frambjóðendur gerðu,“ sagði Ásthildur. „Ég er alls ekki tilbúin til þess að sakfella Ragnar á því sem að þarna er komið fram því að ég held að það hafi í raun ekki komið neitt nýtt fram þarna í gær.“ Anna María Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari kaus að tjá sig ekki um mál Ragnars Þórs. Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla til varaformanns KÍ fer fram dagana 7. til 13. desember næstkomandi.
Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Ragnar Þór kjörinn formaður Kennarasambands Íslands Ragnar Þór Pétursson hefur verið kjörinn formaður Kennarasambands Íslands en þrjú voru í framboði til formanns og hlaut Ragnar 56,3 prósent atkvæða. 7. nóvember 2017 14:59 Hættir vegna nafnlauss áburðar um barnaníð: Krakkarnir gráta Ragnar Þór kennara Mikill harmur og tregi er nú ríkjandi meðal barna við Norðlingaskóla vegna brotthvarfs hans. 13. desember 2013 14:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00
Ragnar Þór kjörinn formaður Kennarasambands Íslands Ragnar Þór Pétursson hefur verið kjörinn formaður Kennarasambands Íslands en þrjú voru í framboði til formanns og hlaut Ragnar 56,3 prósent atkvæða. 7. nóvember 2017 14:59
Hættir vegna nafnlauss áburðar um barnaníð: Krakkarnir gráta Ragnar Þór kennara Mikill harmur og tregi er nú ríkjandi meðal barna við Norðlingaskóla vegna brotthvarfs hans. 13. desember 2013 14:32