Ljúf jólastemning á ströndinni 5. desember 2017 16:00 Ferðafélagarnir Ástrós Hilmarsdóttir (t.v.) og Rebekka Jaferian með Dag Hilmarsson á milli sín. Frænkurnar Ástrós Hilmarsdóttir og Rebekka Jaferian eyddu jólunum 2016 á Langkawieyjum sem tilheyra Malasíu og liggja við norðvesturhluta landsins. Þær voru á rúmlega fjögurra mánaða bakpokaferðalagi um Afríku, Asíu og Eyjaálfu auk þess sem þær stoppuðu stutt í Bandaríkjunum á lokametrunum. Bróðir Ástrósar, Dagur Hilmarsson, bættist í hópinn í Taílandi og ferðaðist með þeim næsta mánuðinn og eyddi því jólunum með þeim frænkum. Hlustuðu á jólalög Jólin á Langkawieyjum voru fyrstu jól frænknanna fjarri fjölskyldum og voru þau sannarlega óvenjuleg en um leið yndisleg að mörgu leyti, segir Ástrós. Þar sem frænkurnar voru á bakpokaferðalagi eyddu þær flestum nóttum á ódýrum farfuglaheimilum. Yfir jólahátíðina langaði þær og Dag hins vegar að gera vel við sig og ákváðu þau því að gista á fínu hóteli á Langkawieyjum. „Fram að þessu höfðum við ekki séð nein merki um það að jólin væru að ganga í garð. Við hlustuðum þó mikið á jólalög þar sem við erum báðar mikil jólabörn. Jólaskapið kom samt aldrei enda erfitt í 30°C hita innan um strendur og pálmatré. Þegar við mættum á hótelið á Þorláksmessu tók hins vegar á móti okkur jólaskraut í gestamóttökunni og skreytt jólatré sem gladdi okkur meira en okkur hefði grunað. Starfsmanninum í móttökunni fannst svo magnað að við værum frá Íslandi að við fengum fínna herbergi en við höfðum borgað fyrir. Það fannst okkur vera hin fínasta jólagjöf.“ Jólatréð í móttökunni gladdi frænkurnar mjög mikið á Þorláksmessu. Faðmast á ströndinni Aðfangadagur þetta árið var eðlilega gjörólíkur því sem þau voru vön. „Dagur fékk þá frábæru hugmynd að gefa okkur jet ski ferð í jólagjöf. Við þutum um tæran, hlýjan sjóinn á milli eyjanna en Langkawieyjar samanstanda af 104 eyjum, 30 km frá meginlandi Malasíu. Þegar klukkan sló 18 vorum við enn á ströndinni og óskuðum hvert öðru gleðilegra jóla áður en við héldum heim á hótel. Okkur fannst þetta allt virkilega skrýtið og ójólalegt en sendum samt sem áður jólakveðju heim til Íslands. Klukkan var þó ekki nema 10 á aðfangadagsmorgni heima.“ Jólamaturinn var talsvert öðruvísi þetta árið. Fengu jólapakka Boðið var upp á jólahlaðborð að sið Vesturlandabúa þar sem þau gátu borðað á sig gat, alveg eins og þau hefðu gert heima, að sögn Ástrósar. „Þegar við settumst við borðið okkar, sem var undir berum himni, voru þrír jólapakkar þar frá hótelinu. Við réðumst strax á þá því þetta voru einu jólapakkarnir sem við myndum opna þetta árið. Þeir innihéldu flautur, grímur og fleira partískraut. Á jólahlaðborðinu mátti m.a. finna kalkún, kartöflur, rækjur og kjúklingaspjót ásamt öðru góðgæti auk fleiri eftirrétta en ég get talið upp. Undir borðhaldi var spiluð lifandi tónlist sem var virkilega skemmtileg, þ. á m. jólalög. Við fórum því södd og alsæl upp á hótelherbergi eftir matinn og vorum sammála um að þessi dagur og ferðin sjálf hefði verið ein besta jólagjöfin sem við hefðum getað óskað okkur.“ Dagur gaf stelpunum jet ski ferð í jólagjöf. Þegar klukkan sló 18 voru þau enn á ströndinni. Söknuðu fjölskyldunnar Hún segir þær eðlilega hafa saknað mest fjölskyldunnar og jólaandans heima. „Þótt aðfangadagur hafi verið yndislegur var erfitt að átta sig á því að við værum raunverulega að fagna jólunum. Við eigum öll rútínur og jólahefðir og einhvern veginn breytist allt í svona gjörólíku umhverfi og um leið var svo erfitt að tengja við jólin og tilfinninguna sem fylgir þeim. Auðvitað saknaði maður líka stórfjölskyldunnar en það var gott að við gátum verið þrjú saman. Með tækninni í dag er líka svo auðvelt að hafa samband heim.“ Jól Mest lesið Toblerone-ís fyrir tólf Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Jóladagatal Vísis: Smákökurnar hennar ömmu og pissudúkkan Sindri Jól Nágrannar skála á torginu Jól Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Frænkurnar Ástrós Hilmarsdóttir og Rebekka Jaferian eyddu jólunum 2016 á Langkawieyjum sem tilheyra Malasíu og liggja við norðvesturhluta landsins. Þær voru á rúmlega fjögurra mánaða bakpokaferðalagi um Afríku, Asíu og Eyjaálfu auk þess sem þær stoppuðu stutt í Bandaríkjunum á lokametrunum. Bróðir Ástrósar, Dagur Hilmarsson, bættist í hópinn í Taílandi og ferðaðist með þeim næsta mánuðinn og eyddi því jólunum með þeim frænkum. Hlustuðu á jólalög Jólin á Langkawieyjum voru fyrstu jól frænknanna fjarri fjölskyldum og voru þau sannarlega óvenjuleg en um leið yndisleg að mörgu leyti, segir Ástrós. Þar sem frænkurnar voru á bakpokaferðalagi eyddu þær flestum nóttum á ódýrum farfuglaheimilum. Yfir jólahátíðina langaði þær og Dag hins vegar að gera vel við sig og ákváðu þau því að gista á fínu hóteli á Langkawieyjum. „Fram að þessu höfðum við ekki séð nein merki um það að jólin væru að ganga í garð. Við hlustuðum þó mikið á jólalög þar sem við erum báðar mikil jólabörn. Jólaskapið kom samt aldrei enda erfitt í 30°C hita innan um strendur og pálmatré. Þegar við mættum á hótelið á Þorláksmessu tók hins vegar á móti okkur jólaskraut í gestamóttökunni og skreytt jólatré sem gladdi okkur meira en okkur hefði grunað. Starfsmanninum í móttökunni fannst svo magnað að við værum frá Íslandi að við fengum fínna herbergi en við höfðum borgað fyrir. Það fannst okkur vera hin fínasta jólagjöf.“ Jólatréð í móttökunni gladdi frænkurnar mjög mikið á Þorláksmessu. Faðmast á ströndinni Aðfangadagur þetta árið var eðlilega gjörólíkur því sem þau voru vön. „Dagur fékk þá frábæru hugmynd að gefa okkur jet ski ferð í jólagjöf. Við þutum um tæran, hlýjan sjóinn á milli eyjanna en Langkawieyjar samanstanda af 104 eyjum, 30 km frá meginlandi Malasíu. Þegar klukkan sló 18 vorum við enn á ströndinni og óskuðum hvert öðru gleðilegra jóla áður en við héldum heim á hótel. Okkur fannst þetta allt virkilega skrýtið og ójólalegt en sendum samt sem áður jólakveðju heim til Íslands. Klukkan var þó ekki nema 10 á aðfangadagsmorgni heima.“ Jólamaturinn var talsvert öðruvísi þetta árið. Fengu jólapakka Boðið var upp á jólahlaðborð að sið Vesturlandabúa þar sem þau gátu borðað á sig gat, alveg eins og þau hefðu gert heima, að sögn Ástrósar. „Þegar við settumst við borðið okkar, sem var undir berum himni, voru þrír jólapakkar þar frá hótelinu. Við réðumst strax á þá því þetta voru einu jólapakkarnir sem við myndum opna þetta árið. Þeir innihéldu flautur, grímur og fleira partískraut. Á jólahlaðborðinu mátti m.a. finna kalkún, kartöflur, rækjur og kjúklingaspjót ásamt öðru góðgæti auk fleiri eftirrétta en ég get talið upp. Undir borðhaldi var spiluð lifandi tónlist sem var virkilega skemmtileg, þ. á m. jólalög. Við fórum því södd og alsæl upp á hótelherbergi eftir matinn og vorum sammála um að þessi dagur og ferðin sjálf hefði verið ein besta jólagjöfin sem við hefðum getað óskað okkur.“ Dagur gaf stelpunum jet ski ferð í jólagjöf. Þegar klukkan sló 18 voru þau enn á ströndinni. Söknuðu fjölskyldunnar Hún segir þær eðlilega hafa saknað mest fjölskyldunnar og jólaandans heima. „Þótt aðfangadagur hafi verið yndislegur var erfitt að átta sig á því að við værum raunverulega að fagna jólunum. Við eigum öll rútínur og jólahefðir og einhvern veginn breytist allt í svona gjörólíku umhverfi og um leið var svo erfitt að tengja við jólin og tilfinninguna sem fylgir þeim. Auðvitað saknaði maður líka stórfjölskyldunnar en það var gott að við gátum verið þrjú saman. Með tækninni í dag er líka svo auðvelt að hafa samband heim.“
Jól Mest lesið Toblerone-ís fyrir tólf Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Jóladagatal Vísis: Smákökurnar hennar ömmu og pissudúkkan Sindri Jól Nágrannar skála á torginu Jól Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól