Hafnað að fjarlægja tíkina Rökkvu af heimili sínu þrátt fyrir bit Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Rökkva er af tegundinni Alaskan Malamute. Það skal tekið fram að hundurinn á myndinni er ekki Rökkva heldur er þetta þýskur hundur af sömu tegund. vísir/getty Hundurinn Rökkva verður ekki fjarlægður af heimili sínu að Álfhólsvegi 145. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum (ÚUA). Álfhólsvegur 145 er tvíbýli og býr Rökkva, sem er af tegundinni Alaskan Malamute, á neðri hæð hjá eigendum og þremur öðrum hundum. Á efri hæðinni er tvo hunda að finna en þeir eru í eigu Semu Erlu Serdar. Atvik málsins eru þau að í mars á þessu ári var annar hunda Semu úti í garði ásamt Rökkvu. Niðurstaðan varð sú að Rökkva beit hundinn og Semu. Sex mánuðum síðar beit Rökkva hinn hund Semu. „[Sema] þori ekki inn á lóðina nema hún viti að enginn sé heima á neðri hæðinni þar sem íbúar þar hafi haldið áfram að hleypa hundunum eftirlitslausum út, einnig hundinum sem hafi bitið kæranda,“ segir meðal annars í rökstuðningi Semu fyrir nefndinni. Í athugasemdum eigenda Rökkvu segir að henni standi ógn af öðrum hundum og hún bregðist við þeim á árásargjarnan hátt. Í bæði skiptin sem óhöpp hafi orðið hafi íbúi efri hæðarinnar sett hunda sína út á meðan þeirra hundar voru úti. Niðurstaða heilbrigðisnefndar, sem kærð var til ÚUA, fól í sér að Rökkva væri send í atferlismat. Ekki þótti ástæða til að fjarlægja hana. Þá sagði nefndin að auðveldlega mætti koma í veg fyrir rimmur af þessu tagi. „Ég er búin að grípa til ráðstafana svo við lendum ekki oftar í þessum hundi. Ég er auðvitað ekki sátt við úrskurðinn,“ segir Sema Erla en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Hundurinn Rökkva verður ekki fjarlægður af heimili sínu að Álfhólsvegi 145. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum (ÚUA). Álfhólsvegur 145 er tvíbýli og býr Rökkva, sem er af tegundinni Alaskan Malamute, á neðri hæð hjá eigendum og þremur öðrum hundum. Á efri hæðinni er tvo hunda að finna en þeir eru í eigu Semu Erlu Serdar. Atvik málsins eru þau að í mars á þessu ári var annar hunda Semu úti í garði ásamt Rökkvu. Niðurstaðan varð sú að Rökkva beit hundinn og Semu. Sex mánuðum síðar beit Rökkva hinn hund Semu. „[Sema] þori ekki inn á lóðina nema hún viti að enginn sé heima á neðri hæðinni þar sem íbúar þar hafi haldið áfram að hleypa hundunum eftirlitslausum út, einnig hundinum sem hafi bitið kæranda,“ segir meðal annars í rökstuðningi Semu fyrir nefndinni. Í athugasemdum eigenda Rökkvu segir að henni standi ógn af öðrum hundum og hún bregðist við þeim á árásargjarnan hátt. Í bæði skiptin sem óhöpp hafi orðið hafi íbúi efri hæðarinnar sett hunda sína út á meðan þeirra hundar voru úti. Niðurstaða heilbrigðisnefndar, sem kærð var til ÚUA, fól í sér að Rökkva væri send í atferlismat. Ekki þótti ástæða til að fjarlægja hana. Þá sagði nefndin að auðveldlega mætti koma í veg fyrir rimmur af þessu tagi. „Ég er búin að grípa til ráðstafana svo við lendum ekki oftar í þessum hundi. Ég er auðvitað ekki sátt við úrskurðinn,“ segir Sema Erla en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira