Sport

Náðu ekki að bjarga lífi sautján ára skíðakappa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Max Burkhart, sautján ára skíðamaður frá Þýskalandi, lést á sjúkrahúsi í gær eftir að hafa keyrt út úr brautinni á æfingu við Louise vatn í Kanada.

Burkhart var efnilegur skíðamaður og hann var að undirbúa sig fyrir Nor-Am skíðakeppnina þegar slysið varð í fyrrdag.

Max var meðlimur í Partenkirchen skíðaklúbbnum í Þýskalandi en var nemandi í Sugar Bowl skíðakademíunni í Kaliforníu. Hann var í æfinga- og keppnisferð í Kanada.



Burkhart datt í brekkunni og keyrði út úr brautinni. Hann lenti á öryggisgirðingu og slasaðist mjög illa.

Læknalið á staðnum gerði að sárum hans í hálftíma áður en hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu. Farið var með Max á Foothills spítalann í Calgary.

Ekki tókst að bjarga lífi hans á spítalanum og hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsinu í Calgary.



 
La Parva

A post shared by M A X   B U R K H A R T (@m.burkhart) on Aug 21, 2017 at 5:06pm PDT



 

Þetta er annað dauðaslysið á stuttum tíma á skíðaheiminum því franski alpaskíðamaðurinn  David Poisson lést fyrir nokkrum vikum eftir slys á æfingu í Nakiska.

Lindsey Vonn sendi fjölskyldu Max Burkhart samúðarkveðjur á Twitter.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×