Áreitni og launamunur kynjanna eru nátengd fyrirbæri Drífa Snædal skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Við höfum lengi talið öryggismál á vinnustöðum fjalla um að vera í öryggisbelti, hafa hjálm á höfði, fara í slysavarnaskóla og girða fyrir fallhættu. Við þurfum að hugsa upp á nýtt. Öryggismál snúa líka að því að starfsumhverfið sé laust við áreitni og ofbeldi af hendi viðskiptavina, vinnufélaga, birgja og yfirmanna. Það er það svo sannarlega ekki í dag. Um helmingur kvenna í þjónustustörfum verður fyrir kynferðislegri áreitni í störfum sínum og um fjórðungur karla. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir ungar stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum? Um þriðjungur kvenna, sem hafa orðið fyrir áreitni, segir það hafa áhrif á öryggistilfinningu sína en karlar upplifa þetta ekki sem skert öryggi. Hvað gera konur þegar þær upplifa sig ekki öruggar á vinnustað? Þær hætta í vinnunni, reyna að forðast óöryggi, hafa sig hægar til að draga úr líkunum á áreitni, skrá sig veikar o.s.frv. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á framgang í starfi, sjálfsöryggi og stöðu á vinnumarkaði. Kona sem verður fyrir áreitni af hendi yfirmanns er ekkert sérstaklega líkleg til að standa upp í hárinu á honum og krefjast launahækkunar. Karl í yfirmannastöðu sem áreitir undirmenn sína er ekkert sérstaklega líklegur til að virða jafnrétti í stöðuveitingum og launaákvörðunum.Ábyrgð vinnustaða Það hversu áreitni er útbreidd hér á landi og annars staðar segir okkur að það sé hluti af menningunni og er leyft að viðgangast. #metoo byltingin hefur opnað augu okkar og gert það að verkum að það er ekki lengur hægt að stinga höfðinu í sandinn. Afleiðingarnar eru líka hluti af menningunni. Konur eru frekar líklegar til að verða öryrkjar, síður líklegar til að ná framgangi á vinnumarkaði og launamunur kynjanna hér á landi er 16%. Allt er þetta hluti af menningu okkar og allt er þetta nátengt. Baráttan fyrir öryggi á vinnustöðum er því baráttan fyrir bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði og útrýmingu launamunar kynjanna. Það er langt í land en við getum gert ýmislegt til að ná landi. Við getum tekið mark á því þegar þolendur segja frá. Við getum gert athugasemdir þegar við verðum vitni að áreitni. Við getum krafist þess að vinnustaðir setji sér áætlanir um forvarnir og aðgerðir (sem þeir eiga reyndar að gera lögum samkvæmt) og við getum menntað og frætt fólk um hvernig eigi að bregðast við, hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Það er á ábyrgð vinnustaða að tryggja öryggi starfsfólks hvort sem það lýtur að umgengni við hættuleg efni, fallhættu, slysahættu eða ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Svo einfalt er það! Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Drífa Snædal Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Við höfum lengi talið öryggismál á vinnustöðum fjalla um að vera í öryggisbelti, hafa hjálm á höfði, fara í slysavarnaskóla og girða fyrir fallhættu. Við þurfum að hugsa upp á nýtt. Öryggismál snúa líka að því að starfsumhverfið sé laust við áreitni og ofbeldi af hendi viðskiptavina, vinnufélaga, birgja og yfirmanna. Það er það svo sannarlega ekki í dag. Um helmingur kvenna í þjónustustörfum verður fyrir kynferðislegri áreitni í störfum sínum og um fjórðungur karla. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir ungar stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum? Um þriðjungur kvenna, sem hafa orðið fyrir áreitni, segir það hafa áhrif á öryggistilfinningu sína en karlar upplifa þetta ekki sem skert öryggi. Hvað gera konur þegar þær upplifa sig ekki öruggar á vinnustað? Þær hætta í vinnunni, reyna að forðast óöryggi, hafa sig hægar til að draga úr líkunum á áreitni, skrá sig veikar o.s.frv. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á framgang í starfi, sjálfsöryggi og stöðu á vinnumarkaði. Kona sem verður fyrir áreitni af hendi yfirmanns er ekkert sérstaklega líkleg til að standa upp í hárinu á honum og krefjast launahækkunar. Karl í yfirmannastöðu sem áreitir undirmenn sína er ekkert sérstaklega líklegur til að virða jafnrétti í stöðuveitingum og launaákvörðunum.Ábyrgð vinnustaða Það hversu áreitni er útbreidd hér á landi og annars staðar segir okkur að það sé hluti af menningunni og er leyft að viðgangast. #metoo byltingin hefur opnað augu okkar og gert það að verkum að það er ekki lengur hægt að stinga höfðinu í sandinn. Afleiðingarnar eru líka hluti af menningunni. Konur eru frekar líklegar til að verða öryrkjar, síður líklegar til að ná framgangi á vinnumarkaði og launamunur kynjanna hér á landi er 16%. Allt er þetta hluti af menningu okkar og allt er þetta nátengt. Baráttan fyrir öryggi á vinnustöðum er því baráttan fyrir bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði og útrýmingu launamunar kynjanna. Það er langt í land en við getum gert ýmislegt til að ná landi. Við getum tekið mark á því þegar þolendur segja frá. Við getum gert athugasemdir þegar við verðum vitni að áreitni. Við getum krafist þess að vinnustaðir setji sér áætlanir um forvarnir og aðgerðir (sem þeir eiga reyndar að gera lögum samkvæmt) og við getum menntað og frætt fólk um hvernig eigi að bregðast við, hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Það er á ábyrgð vinnustaða að tryggja öryggi starfsfólks hvort sem það lýtur að umgengni við hættuleg efni, fallhættu, slysahættu eða ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Svo einfalt er það! Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun