Eftirlit á brauðfótum Þröstur Ólafsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Á upphafsárum nýfrjálshyggjunnar reið alda fordæmingar á opinberu eftirliti yfir land og lýð. Í stað eftirlitsstofnunar var starfsemin uppnefnd eftirlitsiðnaður, sem átti að gefa í skyn að það sem þarna færi fram, væri atvinnustarfsemi, en ekki opinber þjónusta. Starfsemin var talin allt of dýr, fánýt og væri verkefni einkaaðila. Þjónustan sögð þvælast fyrir skjóthyggjumönnum sem þurftu að hafa hraðan á. Stofnanir sem höfðu það hlutverk að verja borgarana og veita aðhald voru gerðar að óvinum atvinnulífsins, sem sóuðu skattpeningum almennings. Um þær lék neikvætt umtal; þær áttu í vök að verjast. Þeir sem voru á öndverðum meiði og töldu eftirlit nauðsynlegt til að styrkja heilbrigða viðskiptahætti og vernda almenning gegn misgjörðum, urðu úti í því gjörningaveðri sem svokölluð stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins stóð fyrir. Tíminn leið. Að stjórnartaumum komu ríkisstjórnir sem voru brennimerktar nýfrjálshyggju, sem gefa vildu flest viðskiptasvið og margar mannlegar athafnir markaðinum á vald. Aðeins alfrjáls og óheftur markaður væri hin sanna árangursviðmiðun samfélagsins. Hann myndi leiða frelsi og farsæld yfir mannfólkið. Við tók hömlulaus markaðsátrúnaður, altekinn skjótgróðahyggju. Þetta urðu grunngildi íslensks samfélags. Án þeirra ekkert algert hrun. Síðan hafa fyrrnefnd gildi að vísu bliknað, en eru þó enn fyrirferðarmikil. Löggildingarstofan aflögð Ekki skorti að okkur hafði verið talin trú um að eftirlit væri haft með umsvifum fjármálastofnana áratuginn fyrir hrun. Fylgst væri glöggt með framferði þeirra. Við þyrftum ekkert að óttast. Fjármálaeftirlitið væri á verði. Þegar við kaupum eldsneyti á bílana okkar eða matvæli eftir vog, þá treystum við því að mælar bensínstöðvanna séu réttir svo og vogir verslananna. Til að fylgjast með að svo væri var Löggildingarstofan sett á stofn. Það fyrirkomulag var síðar ekki talið henta vinnubrögðum frjáls markaðar. Verkefnum stofunnar gætu einkaaðilar sinnt. Þeir sem selja vöru skyldu sjálfir sjá til þess að mælarnir væru í lagi. Löggildingarstofan var því lögð niður. Nú eru „mælaeftirlitsmenn“ trúnaðar- og starfsmenn olíufélaganna! Ekki alls fyrir löngu vöktu fjölmiðlar athygli okkar á meðferð fiðurfugla og svína. Sýndar voru heldur óskemmtilegar myndir af vannærðum, grindhoruðum og illa útlítandi dýrum sem virtust pínd áfram til að „framleiða“ matvæli ofan í okkur. Þegar matvælaeftirlitsstofnunin (Matís) var spurð álits virtist hún koma af fjöllum. Stofnunin hafði, því miður, ekki fylgst með þessu. Þar á bæ hörmuðu menn atvikið og lofuðu bót og betrun. Þessi stofnun var og er undirstofnun landbúnaðarráðuneytisins, sem er hagsmunagæslustofnun framleiðenda landbúnaðarvara. Það gefur auga leið að slík stofnun er ekki að hnýsast ofan í „innri mál“ framleiðenda. Þegar verið var að festa núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi í sessi var það talið eitt af úrslitaatriðum að landaður afli yrði alls staðar viktaður með sama hætti, væri það ekki gert yrðu aflatölur óvissar og ekki samanburðarhæfar. Fiskistofu var falið að sjá til þess að svo yrði. Nú kemur í ljós að ekkert eftirlit er með því hvernig útgerðarmenn haga viktun. Stofnunin virðist hafa fengið á sig brotsjó og glatað starfshæfni sinni, þökk sé fruntalegri aðför ráðherra að henni. Útgerðarmönnum virðist í sjálfsvald sett, hvaða aflatölur þeir gefa upp. Eftirlitið er ónýtt. Mældu rétt, strákur! Mýmörgum dæmum mætti bæta hér við, sem sýna hryggðarmynd opinberrar eftirlitsstarfsemi hérlendis. Því miður hefur þetta ekki gerst óvart, heldur er þetta hluti af þeirri pólitísku hugmyndafræði, sem telur eftirlit skaðlegt. Í löndum með þroskað viðskiptasiðferði skiptir viðurkennt eftirlit miklu máli, því mikið er í húfi fyrir atvinnulífið. Ef ekkert er að marka hve mikill afli kemur upp úr sjónum, þá er sjálft fiskveiðstjórnkerfið í hættu. Ef við glötum yfirsýn yfir aflamagnið þá vitum við ekkert um sjálfbærni kerfisins. Sjálftaka gæti orðið ríkjandi. Af fenginni reynslu er ekki líklegt að mikið traust ríki í garð slíks fyrirkomulags. Sömu sögu má segja um önnur þau svið sem skipta almenning máli að aðhald sé virkt. Við viljum að lög og reglur séu virtar. Höfum komið á fót margs konar stofnunum til að fylgjast með að farið sé eftir þeim. Þegar þessar stofnanir bregðast í ríkum mæli þá er voðinn vís. Gagnvart slíkum kerfisbresti er almenningur varnarlítill. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þröstur Ólafsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Á upphafsárum nýfrjálshyggjunnar reið alda fordæmingar á opinberu eftirliti yfir land og lýð. Í stað eftirlitsstofnunar var starfsemin uppnefnd eftirlitsiðnaður, sem átti að gefa í skyn að það sem þarna færi fram, væri atvinnustarfsemi, en ekki opinber þjónusta. Starfsemin var talin allt of dýr, fánýt og væri verkefni einkaaðila. Þjónustan sögð þvælast fyrir skjóthyggjumönnum sem þurftu að hafa hraðan á. Stofnanir sem höfðu það hlutverk að verja borgarana og veita aðhald voru gerðar að óvinum atvinnulífsins, sem sóuðu skattpeningum almennings. Um þær lék neikvætt umtal; þær áttu í vök að verjast. Þeir sem voru á öndverðum meiði og töldu eftirlit nauðsynlegt til að styrkja heilbrigða viðskiptahætti og vernda almenning gegn misgjörðum, urðu úti í því gjörningaveðri sem svokölluð stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins stóð fyrir. Tíminn leið. Að stjórnartaumum komu ríkisstjórnir sem voru brennimerktar nýfrjálshyggju, sem gefa vildu flest viðskiptasvið og margar mannlegar athafnir markaðinum á vald. Aðeins alfrjáls og óheftur markaður væri hin sanna árangursviðmiðun samfélagsins. Hann myndi leiða frelsi og farsæld yfir mannfólkið. Við tók hömlulaus markaðsátrúnaður, altekinn skjótgróðahyggju. Þetta urðu grunngildi íslensks samfélags. Án þeirra ekkert algert hrun. Síðan hafa fyrrnefnd gildi að vísu bliknað, en eru þó enn fyrirferðarmikil. Löggildingarstofan aflögð Ekki skorti að okkur hafði verið talin trú um að eftirlit væri haft með umsvifum fjármálastofnana áratuginn fyrir hrun. Fylgst væri glöggt með framferði þeirra. Við þyrftum ekkert að óttast. Fjármálaeftirlitið væri á verði. Þegar við kaupum eldsneyti á bílana okkar eða matvæli eftir vog, þá treystum við því að mælar bensínstöðvanna séu réttir svo og vogir verslananna. Til að fylgjast með að svo væri var Löggildingarstofan sett á stofn. Það fyrirkomulag var síðar ekki talið henta vinnubrögðum frjáls markaðar. Verkefnum stofunnar gætu einkaaðilar sinnt. Þeir sem selja vöru skyldu sjálfir sjá til þess að mælarnir væru í lagi. Löggildingarstofan var því lögð niður. Nú eru „mælaeftirlitsmenn“ trúnaðar- og starfsmenn olíufélaganna! Ekki alls fyrir löngu vöktu fjölmiðlar athygli okkar á meðferð fiðurfugla og svína. Sýndar voru heldur óskemmtilegar myndir af vannærðum, grindhoruðum og illa útlítandi dýrum sem virtust pínd áfram til að „framleiða“ matvæli ofan í okkur. Þegar matvælaeftirlitsstofnunin (Matís) var spurð álits virtist hún koma af fjöllum. Stofnunin hafði, því miður, ekki fylgst með þessu. Þar á bæ hörmuðu menn atvikið og lofuðu bót og betrun. Þessi stofnun var og er undirstofnun landbúnaðarráðuneytisins, sem er hagsmunagæslustofnun framleiðenda landbúnaðarvara. Það gefur auga leið að slík stofnun er ekki að hnýsast ofan í „innri mál“ framleiðenda. Þegar verið var að festa núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi í sessi var það talið eitt af úrslitaatriðum að landaður afli yrði alls staðar viktaður með sama hætti, væri það ekki gert yrðu aflatölur óvissar og ekki samanburðarhæfar. Fiskistofu var falið að sjá til þess að svo yrði. Nú kemur í ljós að ekkert eftirlit er með því hvernig útgerðarmenn haga viktun. Stofnunin virðist hafa fengið á sig brotsjó og glatað starfshæfni sinni, þökk sé fruntalegri aðför ráðherra að henni. Útgerðarmönnum virðist í sjálfsvald sett, hvaða aflatölur þeir gefa upp. Eftirlitið er ónýtt. Mældu rétt, strákur! Mýmörgum dæmum mætti bæta hér við, sem sýna hryggðarmynd opinberrar eftirlitsstarfsemi hérlendis. Því miður hefur þetta ekki gerst óvart, heldur er þetta hluti af þeirri pólitísku hugmyndafræði, sem telur eftirlit skaðlegt. Í löndum með þroskað viðskiptasiðferði skiptir viðurkennt eftirlit miklu máli, því mikið er í húfi fyrir atvinnulífið. Ef ekkert er að marka hve mikill afli kemur upp úr sjónum, þá er sjálft fiskveiðstjórnkerfið í hættu. Ef við glötum yfirsýn yfir aflamagnið þá vitum við ekkert um sjálfbærni kerfisins. Sjálftaka gæti orðið ríkjandi. Af fenginni reynslu er ekki líklegt að mikið traust ríki í garð slíks fyrirkomulags. Sömu sögu má segja um önnur þau svið sem skipta almenning máli að aðhald sé virkt. Við viljum að lög og reglur séu virtar. Höfum komið á fót margs konar stofnunum til að fylgjast með að farið sé eftir þeim. Þegar þessar stofnanir bregðast í ríkum mæli þá er voðinn vís. Gagnvart slíkum kerfisbresti er almenningur varnarlítill. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar