Menning

Fóstbræður syngja fullveldissöngva í Hörpu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Fóstbræður á æfingu hjá stjórnandanum Árna Harðarsyni.
Fóstbræður á æfingu hjá stjórnandanum Árna Harðarsyni.
Karlakórinn Fóstbræður og Gamlir Fóstbræður halda ókeypis hádegistónleika í anddyri Hörpu, Hörpuhorni, á morgun í tilefni fullveldisdagsins. Á efnisskránni verða íslensk lög sem hæfa tilefninu og hafa fylgt kórnum í gegnum tíðina. Gamlir Fóstbræður flytja til dæmis lögin Yfir voru ættarlandi, Skarphéðinn í brennunni og Fyrstu vordægur og Karlakórinn Fóstbræður syngur meðal annars  Ísland ögrum skorið, Kirkjuhvoll, Þótt þú langförull legðir, Sefur sól hjá Ægi, Heyr himna smiður og Á Sprengisandi.

Í lokin flytja kórarnir saman Þú álfu vorrar yngsta land og þjóðsöng Íslendinga, Ó Guð vors lands.

Með tónleikunum vilja Fóstbræður minnast þess að fullveldið var stærsti áfanginn á leið þjóðarinnar til fulls sjálfstæðis og gefa almenningi færi á að heyra lög sem hafa staðið þjóðarhjartanu nærri. Eins og getið er í upphafi fréttar kostar ekkert inn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.