Innlent

Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ellefu manns skipa ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, fimm konur og sex karlar.
Ellefu manns skipa ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, fimm konur og sex karlar.
Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. Ráðherraskipan var opinberuð nú í hádeginu eftir þingflokksfundi flokkanna. Einn ráðherra er utan þings.

 

Fyrir Vinstri græn verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, verður ráðherra umhverfis-og auðlindamála utan þings. Hann er félagi í Vinstri grænum og er sjöundi utanþingsráðherrann sem skipaður er á lýðveldistíma.

Fyrir Framsóknarflokkinn mun Sigurður Ingi Jóhannsson taka við lyklunum að sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytinu, Lilja Alfreðsdóttir verður mennta-og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason verður félagsmálaráðherra.

Þá verða ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þau Bjarni Benediktsson sem fer í fjármála-og efnahagsráðuneytið, Guðlaugur Þór Þórðarson fer áfram með utanríkismálin, Kristján Þór Júlíusson verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigríður Andersen verður áfram í dómsmálaráðuneytinu og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fer svo áfram með ferðamál, iðnað og nýsköpun.

Níu af ellefu ráðherrum hafa áður setið í ríkisstjórn en þeir Guðmundur Ingi og Ásmundur Einar hafa ekki áður gegnt ráðherraembætti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×