Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 12:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er 38 ára og best þekktur undir gælunafninu Mummi. Landvernd Þingflokkur Vinstri grænna átti nokkuð óvænt útspil í dag þegar tilkynnt var að einn af þremur ráðherrum flokksins kæmi ekki úr flokki þingmannanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, verður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hann er félagi í Vinstri grænum og sjötti utanþingsráðherrann sem skipaður er á lýðveldistíma. Guðmundur Ingi er fertugur, uppalinn í Borgarnesi, líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt. Hann tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og gegndi formennsku í félaginu fyrstu árin, frá 2007 til 2010.Fetar í fótspor Jóhönnu Guðmundur Ingi er kallaður Mummi af nánast öllum sem hann þekkja. Hann er samkynhneigður og því fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir er til þessa eini opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn sem gegnt hefur ráðherraembætti. Guðmundur Ingi hefur starfað við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Hann hefur auk þess sinnt kennslu við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Þá hefur hann starfað sem landvörður. Hann var árið 2014 tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir störf sín á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála. Í umsögn um hann sagði: „Guðmundur smitar og hvetur fólk til dáða með sínum óþrjótandi áhuga á umhverfismálum. Hann vekur fólk til umhugsunar með skrifum sínum og framkomu. Einnig hefur hann haft jákvæð áhrif á náttúruverndarbaráttu með málefnalegri umræðu og með því að finna leiðir til samvinnu.“ Hann er formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi.Vill verndarstefnu í stað virkjunarstefnu Í umræðu um náttúrupassa árið 2014 lýsti hann yfir áhyggjum af þeim fyrirætlunum. Aðrar leiðir væru færari, svo sem að taka upp gistináttagjald. Hafði hann áhyggjur af því að það gæti haft áhrif á upplifun ferðamanna ef eftirlit væri um landið hverjir hefðu keypt passann. Þá þyrfti að virða almannarétt íbúa landsins. Þegar ný ríkisstjórn tók við tauminum í lok árs 2016, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, skrifaði Guðmundur Ingi tíu atriða topplista fyrir nýja stjórn. Meðal þess sem hann vildi sjá var kolefnislaust Ísland, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og verndarstefnu í stað virkjunarstefnu. Guðmundur Ingi mætir til Bessastaða ásamt öðrum nýjum ráðherrum klukkan 15 þar sem fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar fer fram. Kosningar 2017 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna átti nokkuð óvænt útspil í dag þegar tilkynnt var að einn af þremur ráðherrum flokksins kæmi ekki úr flokki þingmannanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, verður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hann er félagi í Vinstri grænum og sjötti utanþingsráðherrann sem skipaður er á lýðveldistíma. Guðmundur Ingi er fertugur, uppalinn í Borgarnesi, líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt. Hann tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og gegndi formennsku í félaginu fyrstu árin, frá 2007 til 2010.Fetar í fótspor Jóhönnu Guðmundur Ingi er kallaður Mummi af nánast öllum sem hann þekkja. Hann er samkynhneigður og því fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir er til þessa eini opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn sem gegnt hefur ráðherraembætti. Guðmundur Ingi hefur starfað við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Hann hefur auk þess sinnt kennslu við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Þá hefur hann starfað sem landvörður. Hann var árið 2014 tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir störf sín á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála. Í umsögn um hann sagði: „Guðmundur smitar og hvetur fólk til dáða með sínum óþrjótandi áhuga á umhverfismálum. Hann vekur fólk til umhugsunar með skrifum sínum og framkomu. Einnig hefur hann haft jákvæð áhrif á náttúruverndarbaráttu með málefnalegri umræðu og með því að finna leiðir til samvinnu.“ Hann er formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi.Vill verndarstefnu í stað virkjunarstefnu Í umræðu um náttúrupassa árið 2014 lýsti hann yfir áhyggjum af þeim fyrirætlunum. Aðrar leiðir væru færari, svo sem að taka upp gistináttagjald. Hafði hann áhyggjur af því að það gæti haft áhrif á upplifun ferðamanna ef eftirlit væri um landið hverjir hefðu keypt passann. Þá þyrfti að virða almannarétt íbúa landsins. Þegar ný ríkisstjórn tók við tauminum í lok árs 2016, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, skrifaði Guðmundur Ingi tíu atriða topplista fyrir nýja stjórn. Meðal þess sem hann vildi sjá var kolefnislaust Ísland, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og verndarstefnu í stað virkjunarstefnu. Guðmundur Ingi mætir til Bessastaða ásamt öðrum nýjum ráðherrum klukkan 15 þar sem fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar fer fram.
Kosningar 2017 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira