Hættir í Transparent eftir ásakanir um áreitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 07:59 Jeffrey Tambor sést hér á Clio-verðlaunahátíðinni í upphafi mánaðarins. Vísir/Getty Emmyverðlaunahafinn Jeffrey Tambor mun ekki leika í næstu þáttaröð Transparent í kjölfar tveggja ásakana um kynferðislega áreitni á tökustað. Leikarinn þvertekur fyrir ásakanirnar. „Að hafa fengið að leika Maura Pfefferman í Transparent hafa verið einhver stærstu forréttindi og mesta listræna upplifun lífs míns,“ segir Tambor í samtali við Deadline sem greindi fyrst frá málinu í gær. „Á síðustu vikum hefur þó komið í ljós að þetta er ekki lengur starfið sem ég tók að mér fyrir fjórum árum síðan.“ Fyrstu fregnir af áreitnini birtust í miðlum vestanhafs í síðustu viku. Í grein Deadline er miklu púðri varið í orðróma þess efnis að til hafi staðið að skrifa persónu Tambor, transkonuna Mauru, út úr þáttunum áður en ásakanirnar komu fram. Þá er ýjað að því að brotthvarf Tambor geti orðið til þess að ráðist verði í gerð fimmtu þáttaraðar Transparent - sem ekki hafi staðið til áður. Aðstandendur þáttanna hafa ekki tjáð sig um málið. Eitt líkamlegt atvik Tambor er gefið að sök að hafa ítrekað klæmst við samstarfsmenn sína og látið ótal kynferðisleg ummæli falla á tökustað. Þá á eitt tilfelli, í garð leikkonunnar Trace Lysette, að hafa verið „líkamlegt,“ án þess að það sé útskýrt nánar. „Ég veit að ég er ekki auðveldasti maðurinn til að vinna með. Ég get stundum verið viðkvæmur, ég á til að snöggreiðast og alltof oft hreyti ég einhverju út úr mér. En ég hef aldrei verið níðingur - nokkurn tímann,“ segir Tambor í samtali við Deadline. Handritshöfundur Transparent hefur hrósað þolendunum fyrir hugrekki sitt. „Við megum ekki láta trans-efni líða fyrir gjörðir eins cis-karlmanns,“ er haft eftir Our Lady J. Gert er ráð fyrir því að næsta þáttaröð Transparent verði sýnd á streymisveitu Amazon á næsta ári. Transparent-þættirnir hafa jafnframt verið sýndir á Stöð 2 undanfarin ár. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira
Emmyverðlaunahafinn Jeffrey Tambor mun ekki leika í næstu þáttaröð Transparent í kjölfar tveggja ásakana um kynferðislega áreitni á tökustað. Leikarinn þvertekur fyrir ásakanirnar. „Að hafa fengið að leika Maura Pfefferman í Transparent hafa verið einhver stærstu forréttindi og mesta listræna upplifun lífs míns,“ segir Tambor í samtali við Deadline sem greindi fyrst frá málinu í gær. „Á síðustu vikum hefur þó komið í ljós að þetta er ekki lengur starfið sem ég tók að mér fyrir fjórum árum síðan.“ Fyrstu fregnir af áreitnini birtust í miðlum vestanhafs í síðustu viku. Í grein Deadline er miklu púðri varið í orðróma þess efnis að til hafi staðið að skrifa persónu Tambor, transkonuna Mauru, út úr þáttunum áður en ásakanirnar komu fram. Þá er ýjað að því að brotthvarf Tambor geti orðið til þess að ráðist verði í gerð fimmtu þáttaraðar Transparent - sem ekki hafi staðið til áður. Aðstandendur þáttanna hafa ekki tjáð sig um málið. Eitt líkamlegt atvik Tambor er gefið að sök að hafa ítrekað klæmst við samstarfsmenn sína og látið ótal kynferðisleg ummæli falla á tökustað. Þá á eitt tilfelli, í garð leikkonunnar Trace Lysette, að hafa verið „líkamlegt,“ án þess að það sé útskýrt nánar. „Ég veit að ég er ekki auðveldasti maðurinn til að vinna með. Ég get stundum verið viðkvæmur, ég á til að snöggreiðast og alltof oft hreyti ég einhverju út úr mér. En ég hef aldrei verið níðingur - nokkurn tímann,“ segir Tambor í samtali við Deadline. Handritshöfundur Transparent hefur hrósað þolendunum fyrir hugrekki sitt. „Við megum ekki láta trans-efni líða fyrir gjörðir eins cis-karlmanns,“ er haft eftir Our Lady J. Gert er ráð fyrir því að næsta þáttaröð Transparent verði sýnd á streymisveitu Amazon á næsta ári. Transparent-þættirnir hafa jafnframt verið sýndir á Stöð 2 undanfarin ár.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira