Hörður Björgvin á eina bestu tilvitnun vikunnar hjá FIFA: Heimurinn hissa en ekki við strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 15:00 Hörður Björgvin Magnússon fagnar sæti á HM 2018. Vísir/Ernir Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi ævintýri íslenska knattspyrnulandsliðsins í síðustu viku og ummæli hans komust á lista hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, yfir bestur tilvitnanir vikunnar. Hörður Björgvin, sem leikur með Bristol City í ensku b-deildinni, var í viðtali hjá netsíðunni Goal.com og talaði um afrek íslenska fótboltalandsliðsins að komast á HM í fyrsta sinn.“Qualification is not really a surprise for us. It’s always been a goal for us, qualifying for a big tournament"@HordurM34 on going to next year's #WorldCuphttps://t.co/1J5nJpVZDUpic.twitter.com/6ApM2Eh0G6 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 18, 2017 „Það kemur okkur ekki á óvart að hafa komist á HM. Það hefur alltaf verið markmið hjá okkur að komast á stórmót. Við höfum ekki leikmenn eins og Neymar eða Philippe Coutinho í okkar liði en við erum með leikmenn sem vinna vel saman og sem ein liðsheild. Það var sá andi sem hjálpaði okkur að vinna England á Evrópumótinu og getur komið okkur enn lengra,“ sagði Hörður Björgvin í viðtalinu við Goal.com sem kom honum í tilvitnunarhóp vikunnar hjá FIFA. Hörður Björgvin er þar í hópi með Gianluigi Buffon, fyrirliða ítalska landsliðsins, Janne Andersson, þjálfara sænska landsliðsins, Marcus Rashford, leikmanni enska landsliðsins, Brasilíumanninum Robinho og Sadio Mane, leikmanni Liverpool og landsliðs Senegal. Þar eiga líka Jose Mourinho, Ronaldinho, Age Hareide og Gus Poyet líka skemmtilegar tilvitnanir. Það má nálgast alla samantekt FIFA með því að smella hér. Hörður Björgvin vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í miðri undankeppninni og skoraði meðal annars ótrúlega mikilvægt sigurmark á móti Króatíu í Laugardalnum. Án sigurmarksins hans í Króatíuleiknum í júní þá hefði íslenska landsliðið ekki unnið riðilinn og því þurft að fara í umspil um sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi ævintýri íslenska knattspyrnulandsliðsins í síðustu viku og ummæli hans komust á lista hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, yfir bestur tilvitnanir vikunnar. Hörður Björgvin, sem leikur með Bristol City í ensku b-deildinni, var í viðtali hjá netsíðunni Goal.com og talaði um afrek íslenska fótboltalandsliðsins að komast á HM í fyrsta sinn.“Qualification is not really a surprise for us. It’s always been a goal for us, qualifying for a big tournament"@HordurM34 on going to next year's #WorldCuphttps://t.co/1J5nJpVZDUpic.twitter.com/6ApM2Eh0G6 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 18, 2017 „Það kemur okkur ekki á óvart að hafa komist á HM. Það hefur alltaf verið markmið hjá okkur að komast á stórmót. Við höfum ekki leikmenn eins og Neymar eða Philippe Coutinho í okkar liði en við erum með leikmenn sem vinna vel saman og sem ein liðsheild. Það var sá andi sem hjálpaði okkur að vinna England á Evrópumótinu og getur komið okkur enn lengra,“ sagði Hörður Björgvin í viðtalinu við Goal.com sem kom honum í tilvitnunarhóp vikunnar hjá FIFA. Hörður Björgvin er þar í hópi með Gianluigi Buffon, fyrirliða ítalska landsliðsins, Janne Andersson, þjálfara sænska landsliðsins, Marcus Rashford, leikmanni enska landsliðsins, Brasilíumanninum Robinho og Sadio Mane, leikmanni Liverpool og landsliðs Senegal. Þar eiga líka Jose Mourinho, Ronaldinho, Age Hareide og Gus Poyet líka skemmtilegar tilvitnanir. Það má nálgast alla samantekt FIFA með því að smella hér. Hörður Björgvin vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í miðri undankeppninni og skoraði meðal annars ótrúlega mikilvægt sigurmark á móti Króatíu í Laugardalnum. Án sigurmarksins hans í Króatíuleiknum í júní þá hefði íslenska landsliðið ekki unnið riðilinn og því þurft að fara í umspil um sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira