Var með fullt af litlum myndum af sjálfum sér á skónum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 23:30 Jay Ajayi. Vísir/Getty Leikmenn NFL-deildarinnar spila margir í sérhönnuðum skóm í leikjum sínum og sumir þeirra eru afar litríkir. Ein stjarna Philadelphia Eagles liðsins gekk einu skrefi lengra við hönnunina á skónum sínum fyrir leikinn sinn um helgina. Hér erum við að tala um hlauparann Jay Ajayi sem er nýkominn til Philadelphia Eagles frá Miami Dolphins þar sem honum var svo gott sem hent út eftir ósætti við þjálfarann. Jay Ajayi hefur byrjað mjög vel með liði Philadelphia Eagles og er greinilega með sjálfstraustið í botni. Eagles liðið er líka með besta árangurinn í deildinni og líklegt til afreka á leiktíðinni. Ajayi mætti nefnilega í leikinn í nótt en það var lokaleikur dagsins, svokallaður Sunnudagskvöldsleikur, „Sunday Night Football,“ sem er vanalega sá leikur sem fær hvað mesta áhorfið í hverri viku. Jay Ajayi vissi því að augu margra væri á leiknum og kappinn bauð því upp á mjög sérstaka skó. Hann mætti í skóm sem voru með fullt af litlum myndum af honum sjálfum. Þetta voru reyndar ekki ljósmyndir heldur svokölluð tjámerki, „emoji“ en Jay Ajayi var líka búinn að láta teikna upp tjámerki af sjálfum sér. Jay Ajayi leið líka vel í skónum og náði meðal annars þessu frábæra hlaupi í gegnum vörn Dallas Cowboys.Choo. Choo.#FlyEaglesFlypic.twitter.com/zPFnOjwGPd — Philadelphia Eagles (@Eagles) November 20, 2017 Það má síðan sjá alla dýrðina á þessum myndum á Twitter síðu BBC sem og fleiri myndir af skónum hans á hans eigin Twitter-síðu.Gets his own #JayTrain emoji And a pair of customised cleats to match Join the @Eagles ✅ Rushes for 71-yards, the longest run of his career It's safe to say Jay Ajayi is loving life in Philadelphia #NFLUKpic.twitter.com/upHWAaLBkU — BBC Sport (@BBCSport) November 20, 2017Pregame Heat for tomorrow!!! #JayTrainpic.twitter.com/DOBi4Z8UVh — Jay Ajayi (@JayTrain) November 18, 2017 NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Club Brugge - Aston Villa | Fer Villa aftur á toppinn? „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Sjá meira
Leikmenn NFL-deildarinnar spila margir í sérhönnuðum skóm í leikjum sínum og sumir þeirra eru afar litríkir. Ein stjarna Philadelphia Eagles liðsins gekk einu skrefi lengra við hönnunina á skónum sínum fyrir leikinn sinn um helgina. Hér erum við að tala um hlauparann Jay Ajayi sem er nýkominn til Philadelphia Eagles frá Miami Dolphins þar sem honum var svo gott sem hent út eftir ósætti við þjálfarann. Jay Ajayi hefur byrjað mjög vel með liði Philadelphia Eagles og er greinilega með sjálfstraustið í botni. Eagles liðið er líka með besta árangurinn í deildinni og líklegt til afreka á leiktíðinni. Ajayi mætti nefnilega í leikinn í nótt en það var lokaleikur dagsins, svokallaður Sunnudagskvöldsleikur, „Sunday Night Football,“ sem er vanalega sá leikur sem fær hvað mesta áhorfið í hverri viku. Jay Ajayi vissi því að augu margra væri á leiknum og kappinn bauð því upp á mjög sérstaka skó. Hann mætti í skóm sem voru með fullt af litlum myndum af honum sjálfum. Þetta voru reyndar ekki ljósmyndir heldur svokölluð tjámerki, „emoji“ en Jay Ajayi var líka búinn að láta teikna upp tjámerki af sjálfum sér. Jay Ajayi leið líka vel í skónum og náði meðal annars þessu frábæra hlaupi í gegnum vörn Dallas Cowboys.Choo. Choo.#FlyEaglesFlypic.twitter.com/zPFnOjwGPd — Philadelphia Eagles (@Eagles) November 20, 2017 Það má síðan sjá alla dýrðina á þessum myndum á Twitter síðu BBC sem og fleiri myndir af skónum hans á hans eigin Twitter-síðu.Gets his own #JayTrain emoji And a pair of customised cleats to match Join the @Eagles ✅ Rushes for 71-yards, the longest run of his career It's safe to say Jay Ajayi is loving life in Philadelphia #NFLUKpic.twitter.com/upHWAaLBkU — BBC Sport (@BBCSport) November 20, 2017Pregame Heat for tomorrow!!! #JayTrainpic.twitter.com/DOBi4Z8UVh — Jay Ajayi (@JayTrain) November 18, 2017
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Club Brugge - Aston Villa | Fer Villa aftur á toppinn? „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Sjá meira