Er þetta raunsæjasti stuðningsmaður ársins? | Mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 16:00 Stuðningsmaður Cleveland Browns. Vísir/Getty Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum í ameríska fótboltanum um helgina og hefur þar með tapað fyrstu tíu leikjum sínum á NFL-tímabilinu. Liðið vann alla fjóra leikina á undirbúningstímabilinu en það hefur lítið gengið upp eftir að alvaran hófst. Cleveland Browns hefur oft verið nærri sigri í vetur og tapaði meðal annars einu sinni í framlengingu. Það tap á móti Tennessee Titans (9-12) var fjórða nauma tap liðsins á leiktíðinni en liðið tapaði einnig með þremur stigum á móti Pittsburgh Steelers (18-21), Indianapolis Colts (28-31) og New York Jets (14-17). Cleveland Browns var bara þremur stigum undir á móti Jacksonville Jaguars á sunnudaginn, 7-10, en skoraði ekki stig í seinni hálfleiknum og tapaði 7-19. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að það taki á að vera stuðningsmaður Cleveland Browns í dag. Ekki nóg með að gengi liðsins á þessari leiktíð hafi verið slæmt þá vann liðið aðeins 1 af 16 leikjum á síðasta tímabili og hefur tapað yfir 90 prósent leikja sinna undanfarin þrjú tímabil (4 sigrar og 38 töp). Kannski er því eina leiðin fyrir stuðningsfólk Cleveland Browns að komast í gegnum þessa myrku tíma með húmor. Það gerir í það minnsta einn stuðningsmaður Cleveland Browns liðsins sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum á dögunum. Hann lét nefnilega merkja Cleveland Browns búningin sinn á sérstakan hátt. Búningurinn byrjaði reyndar með nafn Kellen Winslow yngri á bakinu en hefur lent í smá niðurskurði eins og sjá má hér fyrir neðan.This is a top 10 jersey edit of all time. Started as a Kellen Winslow Jr. Browns jersey ( by @Hansenberg3) pic.twitter.com/MkRSULAXKh — Darren Rovell (@darrenrovell) October 22, 2017 Þar sem áður stóð Winslow í höfuðstöfum aftan á búningnum stendur nú „WINS O“ eða „0 sigrar" upp á íslensku. Nú er spurning hvort að treyjan haldi út tímabilið? NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Club Brugge - Aston Villa | Fer Villa aftur á toppinn? „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Sjá meira
Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum í ameríska fótboltanum um helgina og hefur þar með tapað fyrstu tíu leikjum sínum á NFL-tímabilinu. Liðið vann alla fjóra leikina á undirbúningstímabilinu en það hefur lítið gengið upp eftir að alvaran hófst. Cleveland Browns hefur oft verið nærri sigri í vetur og tapaði meðal annars einu sinni í framlengingu. Það tap á móti Tennessee Titans (9-12) var fjórða nauma tap liðsins á leiktíðinni en liðið tapaði einnig með þremur stigum á móti Pittsburgh Steelers (18-21), Indianapolis Colts (28-31) og New York Jets (14-17). Cleveland Browns var bara þremur stigum undir á móti Jacksonville Jaguars á sunnudaginn, 7-10, en skoraði ekki stig í seinni hálfleiknum og tapaði 7-19. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að það taki á að vera stuðningsmaður Cleveland Browns í dag. Ekki nóg með að gengi liðsins á þessari leiktíð hafi verið slæmt þá vann liðið aðeins 1 af 16 leikjum á síðasta tímabili og hefur tapað yfir 90 prósent leikja sinna undanfarin þrjú tímabil (4 sigrar og 38 töp). Kannski er því eina leiðin fyrir stuðningsfólk Cleveland Browns að komast í gegnum þessa myrku tíma með húmor. Það gerir í það minnsta einn stuðningsmaður Cleveland Browns liðsins sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum á dögunum. Hann lét nefnilega merkja Cleveland Browns búningin sinn á sérstakan hátt. Búningurinn byrjaði reyndar með nafn Kellen Winslow yngri á bakinu en hefur lent í smá niðurskurði eins og sjá má hér fyrir neðan.This is a top 10 jersey edit of all time. Started as a Kellen Winslow Jr. Browns jersey ( by @Hansenberg3) pic.twitter.com/MkRSULAXKh — Darren Rovell (@darrenrovell) October 22, 2017 Þar sem áður stóð Winslow í höfuðstöfum aftan á búningnum stendur nú „WINS O“ eða „0 sigrar" upp á íslensku. Nú er spurning hvort að treyjan haldi út tímabilið?
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Club Brugge - Aston Villa | Fer Villa aftur á toppinn? „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Sjá meira