Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Starfsmenn þingsins glöddust þegar mynd af Mugabe var tekin niður af vegg í þingsalnum. Nordicphotos/AFP Robert Mugabe sagði af sér forsetaembætti í gær. Hann hafði verið við völd allt frá því hann tilkynnti um að nafni ríkisins Ródesíu skyldi breytt í Simbabve árið 1980. Mugabe varð forsætisráðherra en við stjórnarskrárbreytingar árið 1987 var forsetaembætti stofnað og settist Mugabe í stólinn. Þar sat hann þangað til í gær. Ekki er líklegt að Mugabe hyggi á endurkomu í stjórnmálin, enda 93 ára gamall. Þessari nærri fjögurra áratuga valdatíð Simbabvemannsins lauk í raun í síðustu viku þegar herinn tók völdin í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. Ljóst var að Mugabe yrði skipt út og var þrýstingurinn á forsetann fráfarandi mikill. Ástæðan fyrir aðgerðum hersins er talin ákvörðun Mugabe um að reka varaforsetann Emmerson Mnangagwa úr embætti. Sá þótti líklegur eftirmaður forsetans en Grace Mugabe forsetafrú sóttist einnig eftir forsetastólnum. Simbabveska þingið kom saman í gær og ræddi embættissviptingartillögu og ákæru á hendur Mugabe. En umræðunni um tillöguna var hætt þegar þingforsetinn Jacob Mudenda las bréf sem barst óvænt frá forseta. Þar tilkynnti Mugabe um afsögn sína, sagði ákvörðunina tekna af frjálsum vilja og að hún væri nauðsynleg svo hægt væri að skipta um stjórn með friðsamlegum hætti. Áður hafði Mugabe neitað að segja af sér. Mudenda sagði jafnframt að tilkynnt yrði um nýjan forseta á morgun. Talið er næstum öruggt að sá verði Mnangagwa. Miðað við myndir og myndskeið sem birtust af augnablikinu sem Mudenda las bréfið var meginþorri þingmanna kampakátur. Óhætt er að segja að fagnaðarlæti hafi brotist út á þinginu en yfirgnæfandi meirihluti var talinn fyrir embættissviptingartillögunni. Um það voru þingmenn stjórnarandstöðu og þingmenn ríkisstjórnarflokksins, og flokks Mugabe, Zanu-PF, flestir sammála. Á meðan heimspressan fjallaði um afsögnina og viðbrögð þingsins sýndi simbabveska ríkissjónvarpið, ZBC, þátt um landbúnað. Ríkisblaðið Herald var þó sneggra að greina frá fréttunum á vefsíðu sinni, en miðillinn þykir afar hliðhollur Zanu-PF. „Umræðurnar eru skyndilega hættar og nú lýsir þingforsetinn því yfir að þeim verði ekki haldið áfram. Hann segir að Mugabe forseti hafi sagt af sér. Fagnaðarlæti brjótast út í salnum og þingforsetinn á erfitt með að hafa hemil á viðstöddum,“ sagði í beinni lýsingu Herald. Þingmenn báru þungar sakir á Mugabe þegar rætt var um tillöguna. Monica Mutsvangwa, fyrsti flutningsmaður tillögunnar og þingmaður Zanu-PF, sagði að Mugabe væri orðinn gamall og að teyma þyrfti hann í gegnum hin ýmsu verk. Því væri hann ekki lengur hæfur til að gegna embættinu. Mutsvangwa sagði jafnframt að Mugabe hefði ekkert gert til að stemma stigu við spillingu í Simbabve. Í tillögunni sjálfri var Mugabe sagður hafa látið eiginkonu sína um störf forseta, til að mynda hafi henni verið leyft að skipa ráðherra. Var Mugabe sakaður um alvarleg afglöp í starfi, brot gegn stjórnarskránni og vanhæfi til að gegna starfi forseta sökum líkamlegs eða andlegs ástands. Ekki voru þó allir ósáttir við Mugabe. Ráðherra framhaldsmenntunar hjá menntamálaráðuneytinu, Jonathan Moyo, tísti eftirfarandi skilaboðum til fylgjenda sinna: „Það mun aldrei neinn líkjast félaga Robert Mugabe. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri að hafa fengið að þjóna landi mínu undir leiðsögn hans. Ég er stoltur af því að hafa staðið með þessum stórkostlega leiðtoga á þessum erfiðu lokadögum forsetatíðar hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Robert Mugabe sagði af sér forsetaembætti í gær. Hann hafði verið við völd allt frá því hann tilkynnti um að nafni ríkisins Ródesíu skyldi breytt í Simbabve árið 1980. Mugabe varð forsætisráðherra en við stjórnarskrárbreytingar árið 1987 var forsetaembætti stofnað og settist Mugabe í stólinn. Þar sat hann þangað til í gær. Ekki er líklegt að Mugabe hyggi á endurkomu í stjórnmálin, enda 93 ára gamall. Þessari nærri fjögurra áratuga valdatíð Simbabvemannsins lauk í raun í síðustu viku þegar herinn tók völdin í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. Ljóst var að Mugabe yrði skipt út og var þrýstingurinn á forsetann fráfarandi mikill. Ástæðan fyrir aðgerðum hersins er talin ákvörðun Mugabe um að reka varaforsetann Emmerson Mnangagwa úr embætti. Sá þótti líklegur eftirmaður forsetans en Grace Mugabe forsetafrú sóttist einnig eftir forsetastólnum. Simbabveska þingið kom saman í gær og ræddi embættissviptingartillögu og ákæru á hendur Mugabe. En umræðunni um tillöguna var hætt þegar þingforsetinn Jacob Mudenda las bréf sem barst óvænt frá forseta. Þar tilkynnti Mugabe um afsögn sína, sagði ákvörðunina tekna af frjálsum vilja og að hún væri nauðsynleg svo hægt væri að skipta um stjórn með friðsamlegum hætti. Áður hafði Mugabe neitað að segja af sér. Mudenda sagði jafnframt að tilkynnt yrði um nýjan forseta á morgun. Talið er næstum öruggt að sá verði Mnangagwa. Miðað við myndir og myndskeið sem birtust af augnablikinu sem Mudenda las bréfið var meginþorri þingmanna kampakátur. Óhætt er að segja að fagnaðarlæti hafi brotist út á þinginu en yfirgnæfandi meirihluti var talinn fyrir embættissviptingartillögunni. Um það voru þingmenn stjórnarandstöðu og þingmenn ríkisstjórnarflokksins, og flokks Mugabe, Zanu-PF, flestir sammála. Á meðan heimspressan fjallaði um afsögnina og viðbrögð þingsins sýndi simbabveska ríkissjónvarpið, ZBC, þátt um landbúnað. Ríkisblaðið Herald var þó sneggra að greina frá fréttunum á vefsíðu sinni, en miðillinn þykir afar hliðhollur Zanu-PF. „Umræðurnar eru skyndilega hættar og nú lýsir þingforsetinn því yfir að þeim verði ekki haldið áfram. Hann segir að Mugabe forseti hafi sagt af sér. Fagnaðarlæti brjótast út í salnum og þingforsetinn á erfitt með að hafa hemil á viðstöddum,“ sagði í beinni lýsingu Herald. Þingmenn báru þungar sakir á Mugabe þegar rætt var um tillöguna. Monica Mutsvangwa, fyrsti flutningsmaður tillögunnar og þingmaður Zanu-PF, sagði að Mugabe væri orðinn gamall og að teyma þyrfti hann í gegnum hin ýmsu verk. Því væri hann ekki lengur hæfur til að gegna embættinu. Mutsvangwa sagði jafnframt að Mugabe hefði ekkert gert til að stemma stigu við spillingu í Simbabve. Í tillögunni sjálfri var Mugabe sagður hafa látið eiginkonu sína um störf forseta, til að mynda hafi henni verið leyft að skipa ráðherra. Var Mugabe sakaður um alvarleg afglöp í starfi, brot gegn stjórnarskránni og vanhæfi til að gegna starfi forseta sökum líkamlegs eða andlegs ástands. Ekki voru þó allir ósáttir við Mugabe. Ráðherra framhaldsmenntunar hjá menntamálaráðuneytinu, Jonathan Moyo, tísti eftirfarandi skilaboðum til fylgjenda sinna: „Það mun aldrei neinn líkjast félaga Robert Mugabe. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri að hafa fengið að þjóna landi mínu undir leiðsögn hans. Ég er stoltur af því að hafa staðið með þessum stórkostlega leiðtoga á þessum erfiðu lokadögum forsetatíðar hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira