Menning

Aldarminning Fitzgerald

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Ég er í útrás og því stend ég fyrir úthverfadjassi,“ segir Leifur.
"Ég er í útrás og því stend ég fyrir úthverfadjassi,“ segir Leifur. Mynd/Úr einkasafni
Prógrammið er tengt 100 ára afmælum, segir Leifur Gunnarsson, sem stendur fyrir tónleikum í Borgarbókasafninu í Gerðubergi Menningarhúsi í hádeginu á morgun milli klukkan 12.15 og 13. 

 „Númer eitt er söngdívan Ella Fitzgerald, við ákváðum fyrst að flytja lögin sem hún gerði vinsæl. Hún er ekki skrifuð fyrir neinni tónlist sjálf en nokkrir þeirra sem hún söng eftir voru jafnaldrar hennar og við völdum efni úr smiðjum Thelonius Monk, Dizzy Gillespie og Tad Dameron. Þeir voru líka þekktir hljóðfæraleikarar innan djassheimsins.“

 Leifur ætlar að spila á kontrabassa á tónleikunum og Andrés Þór á gítar en sú sem túlkar Ellu er Sara Blandon sem var nýlega titluð bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki djass og blús.

Leifur er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Jazz í hádeginu sem tónleikarnir falla undir. Hann kveðst hafa gaman af að segja frá því að yfirleitt séu tónleikar í þeirri röð utan póstnúmers 101. „Ég er í útrás og því stend ég fyrir úthverfadjassi. Á laugardaginn verðum við í Menningarhúsinu Spönginni í Grafar­vogi milli klukkan 13.15 og 14 með sama prógramm og í Gerðubergi.“

Við höfum náð ansi fínum árangri með þessa seríu, það eru svona 200 manns sem fylgja okkur, við erum með yfir 200 á póstlista og það eru þeir sem skila sér aftur og aftur á tónleika. Ég byrjaði þetta fyrir fjórum árum í samstarfi við Gerðuberg, síðan urðu skipulagsbreytingar þannig að menningarstarfið þar heyrir undir Borgarbókasafnið. Þá fór ég að fara á fleiri staði.

Mig dreymir um að komast á einn stað í viðbót með þetta efni en það er ekki frágengið. Nú er ég bara að láta mig dreyma upphátt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.