Sport

Fimleikalæknirinn viðurkennir kynferðisbrot

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nassar í dómsal í gær.
Nassar í dómsal í gær. vísir/afp
Fyrrum læknir bandaríska fimleikalandsliðsins, Larry Nassar, játaði sekt sína í sjö kynferðisbrotamálum í gær.

Búið var að kæra Nassar fyrir að brjóta á sjö stúlkum sem voru í hans umsjá og flestar eru fimleikastúlkur. Nassar á yfir höfði sér að minnsta kosti 25 ára fangelsisdóm vegna þessara brota.

Þrjár stúlkur úr bandaríska fimleikalandsliðinu hafa stigið fram síðustu vikur og greint frá því að Nassar hafi brotið á þeim. Nú síðast gerði Gabby Douglas það fyrr í vikunni.

Nassar sagðist viðurkenna brot sín í von um samfélagið geti haldið áfram og fólk þyrfti ekki lengur að þjást.

„Ég biðst afsökunar. Þetta var eins og leikur sem breyttist í stjórnlausan skógareld. Ég vil að fórnarlömb mín geti jafnað sig sem og samfélagið. Ég ber engan kala til neins,“ sagði Nassar fyrir dómi í gær.

Þó svo læknirinn sé búinn að játa á sig þessi brot þá eru hans mál langt frá því að vera búinn því að minnsta kosti 140 konur hafa ákveðið að fara í mál við hann.

Þær sem stigið hafa fram lýsa lækninum sem skrímsli.


Tengdar fréttir

Ólympíumeistari var misnotuð af liðslækninum

Gabby Douglas, þrefaldur Ólympíumeistari í fimleikum, hefur bæst í hóp þeirra sem saka Dr. Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska fimleikalandsliðsins, um kynferðislega misnotkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×