Ólafur: Vorum sammála um að það þyrfti að setja smá fútt í þetta Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2017 15:45 Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var eðlilega kampakátur á blaðamannafundi Pepsi-deildarliðsins í dag þar sem tilkynnt var um tvo nýja og mjög sterka leikmenn. Eins og búist var við var greint frá því að FH er búið að semja við framherjann Geoffrey Castillion sem kom frá Víkingi til tveggja ára og þá er einnig kominn heim úr atvinnumennsku Kristinn Steindórsson. „Það má ætla einhversstaðar að ég hafi haft einhverja fingur í þessu spili. Bæði Kristinn og Castillion eru mjög öflugir leikmenn,“ segir Ólafur sem stýrði Breiðabliki til Íslandsmeistaratitils árið 2010 með Kristinn sem einn af bestu mönnum liðsins. „Kristinn þekki ég mjög vel frá fornu fari, bæði sem leikmann og persónu. Ég hef altlaf verið mjög ánægður með hann. Castillion þekki ég ekki en hef séð bæði leiki úr Pepsi-deildinni og aðrar klippur með honum á myndbandi. Þar er mjög sterkur leikmaður þannig að ég er mjög ánægður með þessa viðbót við annars fínan hóp,“ segir hann. FH-liðið á sama tíma í fyrra var búið að fá til sín Vigni Jóhannesson, varamarkvörð, Guðmund Karl Guðmundsson frá Fjölni og Stjörnumennina Veigar Pál Gunnarsson og Halldór Orra Björnsson. Enginn þeirra heillaði í Hafnarfirði síðasta sumar og var Heimir Guðjónsson mikið gagnrýndur fyrir leikmannakaupin. Var það forsenda fyrir því að Ólafur myndi semja við FH að ráðist yrði með þessum látum á leikmannamarkaðinn? „Það var engin forsenda beint. Ég vissi að hér væri mikill metnaður og menn myndu bretta upp ermarnar. Það þarf líka að endurræsa hópnum og koma mönnum aftur af stað. Mönnum sem hafa verið hér áður og spilað undir pari. Það gerum við á æfingum og það gerum við líka á nýju blóði. Við sannmæltumst um það að það þyrfti að setja smá fútt í þetta,“ segir Ólafur sem er nú búinn að fá til sín tvo Blika úr Meistaraliðinu. Hefur hann fengið pillur úr Kópavogi fyrir það? „Ég hef ekkert heyrt neikvætt. Ég er bara ánægður með að þeir voru tilbúnir að koma í FH og viljugir að vinna með mér aftur. Svo verða menn að spyrja sig hvort að önnur lið höfðu áhuga á þeim en við höfðum mikinn áhuga á þeim. Þess vegna eru þeir leikmenn FH næstu árin.“ Ólafur segist vera að skoða leikmannahópinn þessa dagana og bæði menn sem hafa verið áður og yngri spilarar fá tækifæri til að sanna sig. FH er ekkert endilega hætt á markaðnum. „Við erum ekkert alveg búnir að loka hópnum. Vonandi melda menn sem eru að æfa núna sig inn og stíga upp. Það er ekkert launungarmál að fram á við og á miðju erum við ágætlega mannaðir núna en þurfum kannski að skoða varnarlínuna hjá okkur,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort Kassim Doumbia hafi spilað sinn síðasta leik eins og kom fram í gær svarar Ólafur: „Þeir segja það að hann verði á öðrum slóðum á næsta ári. Ætli hann verði ekki að mála með Castillion?“ en Castillion mætir ekki til landsins fyrr en eftir áramót þegar að hann er búinn að mála íbúð í Hollandi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn: Fannst þetta gott næsta skref eftir að ræða við Óla Kristinn Steindórsson endurnýjar kynnin við Ólaf Kristjánsson í Kaplakrika. 24. nóvember 2017 15:15 Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var eðlilega kampakátur á blaðamannafundi Pepsi-deildarliðsins í dag þar sem tilkynnt var um tvo nýja og mjög sterka leikmenn. Eins og búist var við var greint frá því að FH er búið að semja við framherjann Geoffrey Castillion sem kom frá Víkingi til tveggja ára og þá er einnig kominn heim úr atvinnumennsku Kristinn Steindórsson. „Það má ætla einhversstaðar að ég hafi haft einhverja fingur í þessu spili. Bæði Kristinn og Castillion eru mjög öflugir leikmenn,“ segir Ólafur sem stýrði Breiðabliki til Íslandsmeistaratitils árið 2010 með Kristinn sem einn af bestu mönnum liðsins. „Kristinn þekki ég mjög vel frá fornu fari, bæði sem leikmann og persónu. Ég hef altlaf verið mjög ánægður með hann. Castillion þekki ég ekki en hef séð bæði leiki úr Pepsi-deildinni og aðrar klippur með honum á myndbandi. Þar er mjög sterkur leikmaður þannig að ég er mjög ánægður með þessa viðbót við annars fínan hóp,“ segir hann. FH-liðið á sama tíma í fyrra var búið að fá til sín Vigni Jóhannesson, varamarkvörð, Guðmund Karl Guðmundsson frá Fjölni og Stjörnumennina Veigar Pál Gunnarsson og Halldór Orra Björnsson. Enginn þeirra heillaði í Hafnarfirði síðasta sumar og var Heimir Guðjónsson mikið gagnrýndur fyrir leikmannakaupin. Var það forsenda fyrir því að Ólafur myndi semja við FH að ráðist yrði með þessum látum á leikmannamarkaðinn? „Það var engin forsenda beint. Ég vissi að hér væri mikill metnaður og menn myndu bretta upp ermarnar. Það þarf líka að endurræsa hópnum og koma mönnum aftur af stað. Mönnum sem hafa verið hér áður og spilað undir pari. Það gerum við á æfingum og það gerum við líka á nýju blóði. Við sannmæltumst um það að það þyrfti að setja smá fútt í þetta,“ segir Ólafur sem er nú búinn að fá til sín tvo Blika úr Meistaraliðinu. Hefur hann fengið pillur úr Kópavogi fyrir það? „Ég hef ekkert heyrt neikvætt. Ég er bara ánægður með að þeir voru tilbúnir að koma í FH og viljugir að vinna með mér aftur. Svo verða menn að spyrja sig hvort að önnur lið höfðu áhuga á þeim en við höfðum mikinn áhuga á þeim. Þess vegna eru þeir leikmenn FH næstu árin.“ Ólafur segist vera að skoða leikmannahópinn þessa dagana og bæði menn sem hafa verið áður og yngri spilarar fá tækifæri til að sanna sig. FH er ekkert endilega hætt á markaðnum. „Við erum ekkert alveg búnir að loka hópnum. Vonandi melda menn sem eru að æfa núna sig inn og stíga upp. Það er ekkert launungarmál að fram á við og á miðju erum við ágætlega mannaðir núna en þurfum kannski að skoða varnarlínuna hjá okkur,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort Kassim Doumbia hafi spilað sinn síðasta leik eins og kom fram í gær svarar Ólafur: „Þeir segja það að hann verði á öðrum slóðum á næsta ári. Ætli hann verði ekki að mála með Castillion?“ en Castillion mætir ekki til landsins fyrr en eftir áramót þegar að hann er búinn að mála íbúð í Hollandi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn: Fannst þetta gott næsta skref eftir að ræða við Óla Kristinn Steindórsson endurnýjar kynnin við Ólaf Kristjánsson í Kaplakrika. 24. nóvember 2017 15:15 Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Kristinn: Fannst þetta gott næsta skref eftir að ræða við Óla Kristinn Steindórsson endurnýjar kynnin við Ólaf Kristjánsson í Kaplakrika. 24. nóvember 2017 15:15
Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15