Formúla 1

Bottas vann baráttuna í Abú Dabí | Sjáðu uppgjörsþáttinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvik Formúlu 1 kappakstursins í Abú Dabí.

Valtteri Bottas vann keppnina, sem var sú síðasta á tímabilinu. Lewis Hamilton, sem var orðinn heimsmeistari gerði hvað hann gat til að stela sigrinum. Felipe Massa endaði ferill sinn í 10. sæti á Williams bílnum. Uppgjörsþáttinn má sjá í spilara i fréttinni.


Tengdar fréttir

Valtteri Bottas á ráspól í Abú Dabí

Valtteri Bottas á Mercedes náði í síðasta ráspól tímabilsins í Formúlu 1 í Abú Dabí í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.

Bottas: Nú ætla ég að vinna á morgun

Valtteri Bottas náði sínum öðrum ráspól í röð í dag. Hann var óstöðvandi á Mercedes bílnum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Valtteri Bottas vann í Abú Dabí

Valtteri Bottas á Mercedes vann síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna í ár, á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×